Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Pétur Þorsteinsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Þátturinn var að mestu helgaður stöðunni á Reykjanesskaga, þar sem fór að gjósa fyrir rétt rúmum sólarhring. Í kjölfarið fór hitavagnslögn í sundur með þeim afleiðingum að tugþúsundir manna eru nú án hitaveitu á Reykjanesi.
Magnús Stefánsson bæjarstjóri Suðurnesjabæjar og Valgerður Björk Pálsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ ræddu við þáttastjórnendur í gegnum síma og fóru yfir stöðu mála í sveitarfélögunum.
Innviðirnir á Reykjanesi eru hluti af þjóðaröryggi Íslendinga sem var til umfjöllunar í þættinum. Þau mál voru rædd við Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus kom í síðasta hluta þáttar og ræddi um stöðuna og framhaldið á eldgosinu og atburðunum á Reykjanesinu.
Umsjón með þættinum höfðu Eyrún Magnúsdóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Kristinn Snær Agnarsson, Karl Olgeirsson, Jón Rafnsson, Hot Eskimos - Álfar.
Þórir Baldursson Tónlistarm. - Sunnubraut seytján.
Mikael Máni Ásmundsson - When buttercups grow.
VALDIMAR GUÐMUNDSSON & MEMFISMAFÍAN - Það styttir alltaf upp.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um undarlega atburði sem gerðust í Salem-þorpi á Nýja Englandi seint á 17. öld. Nokkrar ungar stúlkur kenndu sér undarlegra meina og sökuðu konur í þorpinu um að beita þær galdri. Úr varð eitt alræmdasta galdrafár í sögu Norður-Ameríku.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan Helga Braga Jónsdóttir. Hana þarf auðvitað varla að kynna, hún hefur glatt fólkið í landinu með húmor sínum og gamanleik, bæði á sviði, í sjónvarpi og á kvikmyndatjaldinu, í Fóstbræðrum og fjölda Áramótaskaupa svo fátt eitt sé nefnt, auk þess að vera auðvitað líka frábær dramatísk leikkona. Við fórum með henni aftur í tíma, á æskuslóðirnar á Akranesi þar sem hún rifjaði upp fyrstu skrefin á leiksviðinu þar sem hún lék titilhlutverkið í Línu langsokki. Svo fórum við á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag, með viðkomu í leiklistarskólanu, París og svo leikhúsunum. Svo ræddum við að lokum við Helgu um hennar nýjasta hlutverk í gamanmyndinni Fullt hús, sem var frumsýnd var fyrir skemmstu.
Svo var auðvitaða matarspjallið á sínum stað. Eftir helgi eru bolludagurinn og sprengidagurinn, það var því ekki úr vegi að ræða þessa daga undir styrkri stjórn Sigurlaugar Margrétar í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Sjóddu frekar egg / Bogomil Font (Bragi Valdimar Skúlason)
Kaupakonan hans Gísla í Gröf / Haukur Morthens (erlent lag, texti e. Loftur Guðmundsson)
Ég vil fara upp í sveit / Ellý Vilhjálms (erlent lag, texti e. Jón Sigurðsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Enn gýs á Reykjanesskaga, en dregið hefur verulega úr virkni gossins sem hófst í gærmorgun. Tvo gosop eru enn virk. Skjálftavirkni er óveruleg. Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir í gær og heita vatnið á Suðurnesjum er á þrotum.
Um tuttugu manns unnu að viðgerðum á heitavatnslögn á Reykjanesskaga í fjórtán stiga frosti í nótt. Vonast er til að hægt verði að prófa að setja heitt vatn á lögnina þegar líður á daginn.
Svalt er í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli en allar flugferðir virðast vera á áætlun þrátt fyrir vatnsskort.
Unnið er að því að tryggja að ástandið á Reykjanesskaga valdi sem minnstum skaða, segir umhverfis- og orkuráðherra. Mikilvægi tenginga sé ljóst og betra hefði verið að hafa Suðurnesjalínu 2 tilbúna eins og hún hefði átt að vera.
Írsku lögreglunni hafa borist nýjar ábendingar um hvarf Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin fyrir fimm árum.
Joe Biden Bandaríkjaforseti verður ekki ákærður fyrir vörslu trúnaðarskjala. Saksóknari segir forsetann vera roskinn og gleyminn mann sem rétt sé að hlífa við málsókn.
Forseti Rússlands segir útilokað að Rússar tapi stríðinu við Úkraínu. Stríðið verði ekki stöðvað nema að Vesturlönd hætti að útvega Úkraínumönnum vopn.
Dagur Sigurðsson hefur sagt starfi sínu sem landsliðsþjálfari Japans í handbolta lausu. Allt stefnir í að hann taki við stórliði Króatíu.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Dregið hefur verulega úr eldgosinu á Reykjanesskaga - en enn er heitavatnslaust og sums staðar kaldavatnslaust. Þorgils Jónsson, fréttamaður sem er búinn að vera á vaktinni á Suðurnesjum í dag verður á línunni hjá okkur.
Börn verja mörg miklum tíma á netinu og þar er ýmislegt sem þarf að varast. Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd, hefur undanfarið haldið fyrirlestra með yfirskriftinni - Algóriþminn sem elur mig upp. Hvernig geta foreldrar sett börnum sínum mörk og verndað þau í síbreytilegum stafrænum veruleika - veruleika sem þeir þekkja kannski ekki almennilega sjálfir? Ráða fullorðnir sjálfir við tækin?
Við heimsækjum Matarsmiðju Matís sem er suðupottur þegar kemur að nýsköpun á sviði matargerðar. Ræðumvið Óla Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmann og verkefnastjóra og hittum einn af þeim sem nýta smiðjuna, Jón Örvar Geirsson hjá fyrirtækinu Bone and marrow.
Nú fer fram fræskiptamarkaður í Borgarbókasafninu í Sólheimum. Lísbet Perla Gestsdóttir, sérfræðingur á Sólheimasafninu, segir okkur frá honum.
Föstudagana 14. og 21. nóvember mun Sigurður Einarsson hafa umsjón með tveimur þáttum á Rás eitt um franska tónskáldið Clement Janequin (frb. u.þ.b.: Klima Sjankva).
Janequin fæddist í Frakklandi um tveimur öldum áður en Johann Sebastian Bach kom í þennan heim í Þýskalandi, eða á árinu 1485. Lífsverk Janequin og það sem hann er þekktastur fyrir eru margradda sönglög hans eða ,,chansons“. Langflest eru þau veraldlegs eðlis og það sem einkennir mörg þeirra eru notkun Janequin á hljóðlíkingum, þ.e.a.s. raddirnar syngja ekki bara laglínur heldur líkja eftir hljóðum í umhverfinu. Ljóðin eða textarnir fjalla um allt milli himins og jarðar, t.d. orustur franskra konunga, hróp sölumanna og -kvenna á útimörkuðum Parísarborgar, veiðiferðir aðalsmanna í skógum landsins og fuglasöng.
Janequin naut mikilla vinsælda bæði í Frakklandi en líka annars staðar í Evrópu og umritanir á lögum hans fyrir hljóðfæri hafa m.a. fundist í Mexíkó. Þrátt fyrir vinsældir sínar og margar prentaðar útgáfur á lögum hans með nýrri prenttækni þess tíma, hagnaðist hann lítið af tónsmíðum sínum og bjó lengst af við þröngan kost. Leiðin listamanna að veraldlegri velsæld á 16. öld lá yfirleitt í gegnum fastar stöður hjá konungum og öðrum aðalsmönnum. Janequin heppnaðist aldrei að komast í slíkar stöður, þó almennar vinsældir laga hans hafi líklegast verið meiri en flestra samtíðarmanna hans í tónskáldastétt.
Þættirnir eru sem fyrr segir á dagskrá Rásar eitt föstudagana 14. og 21. nóvember og hefjast kl. rúmlega tvö og umsjónarmaður er Sigurður Einarsson.
Tveir þættir um franska tónskáldið Clement Janequin, sem fæddist í Frakklandi um tveimur öldum áður en Johann Sebastian Bach kom í þennan heim í Þýskalandi, eða á árinu 1485. Lífsverk Janequin og það sem hann er þekktastur fyrir eru margradda sönglög hans eða „chansons“. Langflest eru þau veraldlegs eðlis og það sem einkennir mörg þeirra eru notkun Janequin á hljóðlíkingum, þ.e.a.s. raddirnar syngja ekki bara laglínur heldur líkja eftir hljóðum í umhverfinu. Ljóðin eða textarnir fjalla um allt milli himins og jarðar, t.d. orustur franskra konunga, hróp sölumanna og -kvenna á útimörkuðum Parísarborgar, veiðiferðir aðalsmanna í skógum landsins og fuglasöng.
Janequin naut mikilla vinsælda bæði í Frakklandi en líka annars staðar í Evrópu og umritanir á lögum hans fyrir hljóðfæri hafa m.a. fundist í Mexíkó. Þrátt fyrir vinsældir sínar og margar prentaðar útgáfur á lögum hans með nýrri prenttækni þess tíma, hagnaðist hann lítið af tónsmíðum sínum og bjó lengst af við þröngan kost. Leiðin listamanna að veraldlegri velsæld á 16. öld lá yfirleitt í gegnum fastar stöður hjá konungum og öðrum aðalsmönnum. Janequin heppnaðist aldrei að komast í slíkar stöður, þó almennar vinsældir laga hans hafi líklegast verið meiri en flestra samtíðarmanna hans í tónskáldastétt.
Umsjón: Sigurður Einarsson.
Nú þarf að gera eitthvað. Tröllvaxnar áskoranir blasa við þjóðum heims í umhverfismálum. Klukkan tifar. Loftslagsváin herjar á mannkyn og álagið á náttúruna er komið langt yfir þolmörk. Í þessum þáttum er vandinn skoðaður frá mörgum sjónarhornum: Nokkur grundvallarhugtök umhverfismálanna eru tekin fyrir, sögur sagðar af uppruna þeirra, kafað í gögn og talað við fólk sem lifir og hrærist í umhverfismálum í alls konar geirum samfélagsins. Og síðast en ekki síst: Rýnt í lausnirnar.
Umsjón: Guðmundur Steingrímsson.
Endunýtum, endurvinnum, sleppum því að eignast hluti, deilum, gerum við. Er hringrásarhagkerfi svarið?
Viðmælendur þáttarins eru Jóhannes Bjarki Urbancic Tómason séfræðingur á sviði loftslags- og hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun og Áróra Árnadóttir framkvæmdastjóri Grænni byggðar og aðjúnkt í Háskóla Íslands.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðmundur Steingrímsson. Ritstjórn og samsetning: Jóhannes Ólafsson. Tæknimaður: Markús Hjaltason.
Þáttaröðin er unnin með styrk úr sjóði Háskóla Íslands um samfélagsvirkni.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða, það sem er efst á baugi og framundan um helgina. Gestir þáttarins þessa vikunna eru Ester Bíbí, Snæbjörn Brynjarsson og Hjalti Vigfússon.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Stéttarfélög innan Alþýðusambandsins hafa slitið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þau segja viðræðurnar árangurslausar.
Stjórnvöld ætla að bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á eignum hvíla, sé eftir því óskað. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra vonast til að málið verði afgreitt fyrir mánaðamót. Arnar Björnsson ræddi við hana. Páll Valur Björnsson, íbúi í Grindavík segist nokkuð sáttur við áformin.
Síðustu merki um eldvirkni í gosinu á Reykjanesskaga sáust um áttaleytið í morgun. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir allt með kyrrum kjörum síðan. Gréta Sigríður Einarsdóttir talaði við hana.
Lokið var síðdegis við að tengja heitavatnslagnir sem fóru í sundur þegar hraun rann yfir þær í gær. Allt að tvo sólarhringa gæti tekið að ná fullum þrýstingi á öllum svæðum, sagði Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs hjá HS Orku, í viðtali við Grétu Sigríði Einarsdóttur.
Margir af íbúum Suðurnesja eru enn heitavatnslausir eftir að heitavatnslögn fór undir hraun í eldgosinu í gær. Ragnar Jón Hrólfsson ræddi um ástandið við Kristbjörgu Kamillu Sigtryggsdóttur, íbúa í Garði.
Aftur verður opnað fyrir ferðir Grindvíkinga inn í bæinn frá og með morgundeginum. Þetta var ákveðið eftir uppfært hættumat Veðurstofunnar síðdegis.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur fyrirskipað ísraelska hernum að hefja undirbúning á brottflutningi almennra borgara frá borginni Rafah í suðurhluta Gaza þar sem innrás sé nú yfirvofandi. Ragnar Jón Hrólfsson sagði frá.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Unnið hefur verið að því hörðum höndum að koma á heitu vatni frá Svartsengi til notenda í byggðakjörnum á Suðurnesjum. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Guðlaug H. Sigurjónsson, sviðsstjóra umhverfissviðs í Reykjanesbæ.
Ástandið á Reykjanesskaga er fólki áminning um að vissast er að fara sparlega með heita vatnið, ekki síst þegar frost er á bilinu 10-20 stig. Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku, segir í viðtali við Ágúst Ólafsson að rétt sé að fólk geri sér grein fyrir að heitt vatn sé ekki endalaus auðlind.
Samræði fullorðins við barn undir fimmtán ára aldri þarf að skilgreina sem nauðgun í lögum að dómi Salvarar Nordal, umboðsmanns barna. Það eigi ekki að vera mat dómara hvort samþykki hafi legið fyrir. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana.
Brot úr Morgunvaktinni.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Íslenskir dægurtónar.
Leikin er eftirfarandi tónlist með þessu tónlistarfólki og hljómsveitum: Sleepwalking og The Backbeat með Kára, Oddaflug með Hildi Völu, Venjulegt - samt allt svo nýtt og Ég á heiminn með þér með Erlu og Grétu, Sefur sól hjá Ægi og Þú ert þar með GÓSS, Hásætið með Unu Stef og Karl orgeltríó, Lágskýjað með Supersport og Road To Somewhere með Storð.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fjallað er um passíusálma Hallgríms Péturssonar (1614-1674) sem er eitt af höfuðskáldum Íslendinga. Í hugum flestra er hann fyrst og fremst trúarskáld. Meðal íslenskra sálmaskálda hefur hann þá sérstöðu að sálmar hans hafa verið sungnir og lesnir meira en nokkurs annars skálds og merkasta verk hans, Passíusálmana, hefur þjóðin lesið og sungið á hverri föstu um aldir. Enn þann dag í dag eru sálmarnir lesnir í útvarpinu á hverju kvöldi alla virka daga föstunnar.
Umsjón: Hjörtur Pálsson.
Gestir þáttarins eru Örn Ólafsson og séra Gunnar Kristjánsson.
Úr Inngangi að Passíusálmum eftir Halldór Laxness, lesið af höfundi.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Dregið hefur verulega úr eldgosinu á Reykjanesskaga - en enn er heitavatnslaust og sums staðar kaldavatnslaust. Þorgils Jónsson, fréttamaður sem er búinn að vera á vaktinni á Suðurnesjum í dag verður á línunni hjá okkur.
Börn verja mörg miklum tíma á netinu og þar er ýmislegt sem þarf að varast. Skúli Bragi Geirdal, fjölmiðlafræðingur og verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd, hefur undanfarið haldið fyrirlestra með yfirskriftinni - Algóriþminn sem elur mig upp. Hvernig geta foreldrar sett börnum sínum mörk og verndað þau í síbreytilegum stafrænum veruleika - veruleika sem þeir þekkja kannski ekki almennilega sjálfir? Ráða fullorðnir sjálfir við tækin?
Við heimsækjum Matarsmiðju Matís sem er suðupottur þegar kemur að nýsköpun á sviði matargerðar. Ræðumvið Óla Þór Hilmarsson, kjötiðnaðarmann og verkefnastjóra og hittum einn af þeim sem nýta smiðjuna, Jón Örvar Geirsson hjá fyrirtækinu Bone and marrow.
Nú fer fram fræskiptamarkaður í Borgarbókasafninu í Sólheimum. Lísbet Perla Gestsdóttir, sérfræðingur á Sólheimasafninu, segir okkur frá honum.
Skáldsagan Tómas Jónsson: Metsölubók eftir Guðberg Bergsson kom út árið 1966. Bókin er af mörgum talin tímamótaverk í íslenskri skáldsagnagerð.
Guðbergur Bergsson les úr bók sinni Tómas Jónsson - Metsölubók.
Veðurstofa Íslands.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða, það sem er efst á baugi og framundan um helgina. Gestir þáttarins þessa vikunna eru Ester Bíbí, Snæbjörn Brynjarsson og Hjalti Vigfússon.
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Matthías Már Magnússon og Hulda Geirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn með ljúfum tónum sem fara vel með fyrsta kaffibollanum.
Hulda Geirsdóttir fór snemma á fætur og lék ljúfa tóna fyrir hlustendur.
Lagalisti:
KK - Á æðruleysinu.
John Mayer - Daughters.
U2 - Stuck in a moment.
Warmland - Overboard.
Mugison - Gúanó kallinn.
Scar tissue - Red Hot Chili Peppers.
Mannakorn - Blús í G.
Celeste - Love is back.
Kate Bush og Peter Gabriel - Don't give up.
Valdimar Guðmundsson og Memfismafían - Það styttir alltaf upp.
GDRN - Ævilangt.
Hera - Itchy palms.
Jeff Buckley - Hallelujah.
Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands fór yfir viðtal sem fjölmiðlamaðurinn Tucker Carlson tók við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gærkvöldi en enginn vestrænn fréttamaður hafði rætt við forsetann frá innrásinni í Úkraínu. Þá fór hann einnig yfir fyrirhugaðar kosningar í Rússlandi.
Gunnar Þór Hallgrímsson prófessor í dýrafræði sagði okkur af uglum, sérstaklega branduglum og af hverju þær lifa nokkurs konar rokkaralífstíl.
Margréti Valdimarsdóttur, doktor í afbrotafræði fór yfir hryðjuverkamálið svokallaða, en aðalmeðferð í málinu hófst í gær.
Svo virðist sem áfram hafi í nótt dregið úr virkni eldgossins milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur, ræddi við okkur um stöðuna á Reykjanesskaga.
Sigurður Helgi Pálmason býr á Suðurnesjum en þar var nóttin köld. Hann sagði okkur frá því hvernig nóttin gekk og til hvaða ráða hann og hans fjölskylda gripu.
Sigtryggur Baldursson var á línunni að norðan en hann og náfrændi hans Bogomil Font ætla að troða upp á Græna hattinum um helgina og svo er nýtt lag komið út - sem fjallar um að sjóða egg.
Ofurskálin eða Superbowl, einn stærsti sjónvarpsviðburður heims, fer fram á sunnudagskvöld. Valur Gunnarsson og Magnús Óliver Axelsson, stjórnendur NFL hlaðvarpsins Tíu jardarnir, hituðu upp með okkur.
Tónlist:
Elín Hall og Una Torfa - Bankastræti.
Stebbi og Eyfi - Helga.
Stevie Wonder - Signed, sealed, delivered.
Dina Ögon - Det lacker.
Bogomil Font og Greiningardeildin - Sjóddu frekar egg.
Taylor Swift - Style.
Billy Idol - Dancing with myself.
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Andri Freyr kom ferskur til baka eftir vel heppnuð veikindi og hefur sjaldan verið ferskari.
Andri var samt ekki jafn ferskur og Kvennakór Kópavogs sem ætlar að gera sér og öðrum glaðan dag í Hjólaskautahöllinni á morgun. Gunnar Hansson kom einnig og sagði frá væntanlegum sýningum Frímanns Gunnarssonar í Bæjarbíói.
Kveikó sungu lag í beinni útsendingu en aldrei hafa jafn margir gestir komið saman í hljóðveri Hjartagosa (áhættuatriði)
Ingi Þór Ingibergsson, okkar maður í Reykjanesbæ sagði okkur hvernig heitavatnsleysið er að fara í hann og hans fjölskyldu.
Þá heyrðum við frá Oddi Þórðarsyni, fréttamanni um ævintýri Taylor Swift síðustu dægrin..
Á föstudögum bjóðum við hlustendum upp á lagalista fólksins og í dag vildum við vináttu dægurlög á listann því öll viljum við vera vinir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Enn gýs á Reykjanesskaga, en dregið hefur verulega úr virkni gossins sem hófst í gærmorgun. Tvo gosop eru enn virk. Skjálftavirkni er óveruleg. Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir í gær og heita vatnið á Suðurnesjum er á þrotum.
Um tuttugu manns unnu að viðgerðum á heitavatnslögn á Reykjanesskaga í fjórtán stiga frosti í nótt. Vonast er til að hægt verði að prófa að setja heitt vatn á lögnina þegar líður á daginn.
Svalt er í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli en allar flugferðir virðast vera á áætlun þrátt fyrir vatnsskort.
Unnið er að því að tryggja að ástandið á Reykjanesskaga valdi sem minnstum skaða, segir umhverfis- og orkuráðherra. Mikilvægi tenginga sé ljóst og betra hefði verið að hafa Suðurnesjalínu 2 tilbúna eins og hún hefði átt að vera.
Írsku lögreglunni hafa borist nýjar ábendingar um hvarf Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin fyrir fimm árum.
Joe Biden Bandaríkjaforseti verður ekki ákærður fyrir vörslu trúnaðarskjala. Saksóknari segir forsetann vera roskinn og gleyminn mann sem rétt sé að hlífa við málsókn.
Forseti Rússlands segir útilokað að Rússar tapi stríðinu við Úkraínu. Stríðið verði ekki stöðvað nema að Vesturlönd hætti að útvega Úkraínumönnum vopn.
Dagur Sigurðsson hefur sagt starfi sínu sem landsliðsþjálfari Japans í handbolta lausu. Allt stefnir í að hann taki við stórliði Króatíu.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Lovísa Rut stóð föstudagsvaktina í Popplandi. Aukafréttatími í beinni útsendingu, Arnar Eggert og Andrea Jóns gerðu upp plötuna Mæður sem var plata vikunnar þessa vikuna, ný plata frá Friðriki Dór. Söngvakeppnislög voru á dagskrá, indí úr öllum áttum, kulda kalypsó og margt fleira.
Lögmaðurinn Helga Vala Helgadóttir er gagnrýninn á nýtt og umdeilt fyrirkomulag Reykjavíkurborgar sem er að sekta bíla sem leggja í sínum stæðum í miðborginni. Hún hefur þegar fengið skjólstæðinga til sín sem vilja fá úrlausn sinna mála, en borgin hefur tilkynnt að Önnu Ringstead fái endurgreidda sekt eftir að hún var sektuð fyrir að leggja bíl sínum við heimili sitt við Frakkastíg. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata var hjá okkur á dögunum og útskýrir afstöðu borgarinnar, en svo virðist sem málið sé mögulega flóknara en við héldum.
Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, býr á Reykjanesinu og ætlar að ræða eldgosið og viðbrögð við náttúruhamförum almennt. Hann býr í Reykjanesbæ, hefur áratuga reynslu af viðbragðsstörfum við náttúruhamförum, bæði á Íslandi og erlendis, og hefur mikið látið til sín taka í þessum málum. Síðastliðinn mánudag var hann málshefjandi sérstakrar umræðu um almannavarnir og áfallaþol Íslands.
Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttastjóri Sýnar, kemur til okkar og ræðir Ofurskálina sem fram fer í amerískum fótbolta á sunnudaginn. Hann ásamt Andra Ólafssyni og Eiríki Stefáni Ásgeirssyni, eru líklega ábyrgir fyrir gríðarlegum áhuga og stemningu sem fylgir þessari merkilegu menningaruppákomu sem hefur slæðst inn í íslenska menningu og er núna ómissandi hjá mörgum.
Kristján Gíslason, betur þekktur sem Hringfarinn, fór til Patagóníu og ætlar að segja okkur frá ferðalaginu í föstudagsviðtalinu.
Sunnudaginn 11. febrúar verður samverustund og opið hús í Vídalínskirkju í Garðabæ en Grindavíkurkirkja hefur staðið þétt að baki söfnuði sínum í þeim hörmungum sem dunið hafa yfir bæjarbúa nú í þrjá mánuði.
Sr. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík hefur haldið utan um þetta starf ásamt kór kirkjunnar og safnaðarstarfsfólki. Kór Grindavíkurkirkju syngur ásamt hljómsveit og sr. Elínborg flytur hugvekju.
Hægt verður að tendra á kerti og eiga hljóða stund í kirkjunni.
Atli Fannar Bjarkason ræðir við okkur um furðulegustu meme þessa stundina og verður farið yfir samsæriskenningar tengdar Taylor Swift.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Stéttarfélög innan Alþýðusambandsins hafa slitið kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þau segja viðræðurnar árangurslausar.
Stjórnvöld ætla að bjóðast til að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík og taka yfir þau íbúðalán sem á eignum hvíla, sé eftir því óskað. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra vonast til að málið verði afgreitt fyrir mánaðamót. Arnar Björnsson ræddi við hana. Páll Valur Björnsson, íbúi í Grindavík segist nokkuð sáttur við áformin.
Síðustu merki um eldvirkni í gosinu á Reykjanesskaga sáust um áttaleytið í morgun. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur segir allt með kyrrum kjörum síðan. Gréta Sigríður Einarsdóttir talaði við hana.
Lokið var síðdegis við að tengja heitavatnslagnir sem fóru í sundur þegar hraun rann yfir þær í gær. Allt að tvo sólarhringa gæti tekið að ná fullum þrýstingi á öllum svæðum, sagði Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslusviðs hjá HS Orku, í viðtali við Grétu Sigríði Einarsdóttur.
Margir af íbúum Suðurnesja eru enn heitavatnslausir eftir að heitavatnslögn fór undir hraun í eldgosinu í gær. Ragnar Jón Hrólfsson ræddi um ástandið við Kristbjörgu Kamillu Sigtryggsdóttur, íbúa í Garði.
Aftur verður opnað fyrir ferðir Grindvíkinga inn í bæinn frá og með morgundeginum. Þetta var ákveðið eftir uppfært hættumat Veðurstofunnar síðdegis.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur fyrirskipað ísraelska hernum að hefja undirbúning á brottflutningi almennra borgara frá borginni Rafah í suðurhluta Gaza þar sem innrás sé nú yfirvofandi. Ragnar Jón Hrólfsson sagði frá.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Unnið hefur verið að því hörðum höndum að koma á heitu vatni frá Svartsengi til notenda í byggðakjörnum á Suðurnesjum. Ævar Örn Jósepsson ræddi við Guðlaug H. Sigurjónsson, sviðsstjóra umhverfissviðs í Reykjanesbæ.
Ástandið á Reykjanesskaga er fólki áminning um að vissast er að fara sparlega með heita vatnið, ekki síst þegar frost er á bilinu 10-20 stig. Eyþór Björnsson, forstjóri Norðurorku, segir í viðtali við Ágúst Ólafsson að rétt sé að fólk geri sér grein fyrir að heitt vatn sé ekki endalaus auðlind.
Samræði fullorðins við barn undir fimmtán ára aldri þarf að skilgreina sem nauðgun í lögum að dómi Salvarar Nordal, umboðsmanns barna. Það eigi ekki að vera mat dómara hvort samþykki hafi legið fyrir. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana.
Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á föstudögum er sulta dagsins indie disco.
Fréttastofa RÚV.
Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft að tala og syngja og maður á að hlusta hátt.
Umsjón: Heiða Eiríks
Plata þáttarins var Söngvar um helvíti mannanna með hljómsveitinni HAM, en hún mun leika fjórum sinnum í næsta mánuði, tvisvar á Græna hattinum á Akureyri og tvisvar í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Núþegar er uppselt á fyrri tónleikana í Bæjarbíói.
Lagalisti:
HAM - Eldur (af plötu þáttarins).
Une Misère - Overlooked - Disregarded.
Norn - Ég Hata Ísland.
Flosi Þorgeirsson - Sólin er köld.
Sonic Youth - Schizophrenia.
Pat Benatar- Fire and Ice.
Jimi Hendrix - Fire.
Deep Purple - Into the Fire.
Metallica - Jump in the fire.
Loverboy - Turn Me Loose.
Boston - Don't look back.
Magazine - Permafrost.
Deep Jimi and the Zep Creams - Illusions.
Rolf Hausbentner Band - Touch our ground.
The Rolling Stones - Doo Doo Doo Doo Doo (Heartbreaker).
Óðmenn - It takes love.
Good time - Counting Crows.
AC/DC - Highway to hell (óskalag úr símatíma).
Tornado of souls - Megadeth.
Fu Manchu - King of the road.
Xentrix - Ghostbusters (óskalag úr símatíma).
HAM - Sýnir sá (af plötu þáttarins).
Relay - The Who (óskalag úr símatíma).
Fucked Up - No Epiphany.
Jeff Rosenstock - Will U Still U.
Taugadeildin - Guðir hins nýja tíma.
HAM - Þú lýgur (af plötu þáttarins).