14:03
Fuglasöngur, veiði og vopnaskak
Seinni þáttur
Fuglasöngur, veiði og vopnaskak

Föstudagana 14. og 21. nóvember mun Sigurður Einarsson hafa umsjón með tveimur þáttum á Rás eitt um franska tónskáldið Clement Janequin (frb. u.þ.b.: Klima Sjankva).

Janequin fæddist í Frakklandi um tveimur öldum áður en Johann Sebastian Bach kom í þennan heim í Þýskalandi, eða á árinu 1485. Lífsverk Janequin og það sem hann er þekktastur fyrir eru margradda sönglög hans eða ,,chansons“. Langflest eru þau veraldlegs eðlis og það sem einkennir mörg þeirra eru notkun Janequin á hljóðlíkingum, þ.e.a.s. raddirnar syngja ekki bara laglínur heldur líkja eftir hljóðum í umhverfinu. Ljóðin eða textarnir fjalla um allt milli himins og jarðar, t.d. orustur franskra konunga, hróp sölumanna og -kvenna á útimörkuðum Parísarborgar, veiðiferðir aðalsmanna í skógum landsins og fuglasöng.

Janequin naut mikilla vinsælda bæði í Frakklandi en líka annars staðar í Evrópu og umritanir á lögum hans fyrir hljóðfæri hafa m.a. fundist í Mexíkó. Þrátt fyrir vinsældir sínar og margar prentaðar útgáfur á lögum hans með nýrri prenttækni þess tíma, hagnaðist hann lítið af tónsmíðum sínum og bjó lengst af við þröngan kost. Leiðin listamanna að veraldlegri velsæld á 16. öld lá yfirleitt í gegnum fastar stöður hjá konungum og öðrum aðalsmönnum. Janequin heppnaðist aldrei að komast í slíkar stöður, þó almennar vinsældir laga hans hafi líklegast verið meiri en flestra samtíðarmanna hans í tónskáldastétt.

Þættirnir eru sem fyrr segir á dagskrá Rásar eitt föstudagana 14. og 21. nóvember og hefjast kl. rúmlega tvö og umsjónarmaður er Sigurður Einarsson.

Tveir þættir um franska tónskáldið Clement Janequin, sem fæddist í Frakklandi um tveimur öldum áður en Johann Sebastian Bach kom í þennan heim í Þýskalandi, eða á árinu 1485. Lífsverk Janequin og það sem hann er þekktastur fyrir eru margradda sönglög hans eða „chansons“. Langflest eru þau veraldlegs eðlis og það sem einkennir mörg þeirra eru notkun Janequin á hljóðlíkingum, þ.e.a.s. raddirnar syngja ekki bara laglínur heldur líkja eftir hljóðum í umhverfinu. Ljóðin eða textarnir fjalla um allt milli himins og jarðar, t.d. orustur franskra konunga, hróp sölumanna og -kvenna á útimörkuðum Parísarborgar, veiðiferðir aðalsmanna í skógum landsins og fuglasöng.

Janequin naut mikilla vinsælda bæði í Frakklandi en líka annars staðar í Evrópu og umritanir á lögum hans fyrir hljóðfæri hafa m.a. fundist í Mexíkó. Þrátt fyrir vinsældir sínar og margar prentaðar útgáfur á lögum hans með nýrri prenttækni þess tíma, hagnaðist hann lítið af tónsmíðum sínum og bjó lengst af við þröngan kost. Leiðin listamanna að veraldlegri velsæld á 16. öld lá yfirleitt í gegnum fastar stöður hjá konungum og öðrum aðalsmönnum. Janequin heppnaðist aldrei að komast í slíkar stöður, þó almennar vinsældir laga hans hafi líklegast verið meiri en flestra samtíðarmanna hans í tónskáldastétt.

Umsjón: Sigurður Einarsson.

Var aðgengilegt til 09. maí 2024.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,