16:05
Síðdegisútvarpið
Bílastæðagjöld, áfallaþol, ofurskálin og Hringfarinn
Síðdegisútvarpið

Lögmaðurinn Helga Vala Helgadóttir er gagnrýninn á nýtt og umdeilt fyrirkomulag Reykjavíkurborgar sem er að sekta bíla sem leggja í sínum stæðum í miðborginni. Hún hefur þegar fengið skjólstæðinga til sín sem vilja fá úrlausn sinna mála, en borgin hefur tilkynnt að Önnu Ringstead fái endurgreidda sekt eftir að hún var sektuð fyrir að leggja bíl sínum við heimili sitt við Frakkastíg. Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata var hjá okkur á dögunum og útskýrir afstöðu borgarinnar, en svo virðist sem málið sé mögulega flóknara en við héldum.

Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, býr á Reykjanesinu og ætlar að ræða eldgosið og viðbrögð við náttúruhamförum almennt. Hann býr í Reykjanesbæ, hefur áratuga reynslu af viðbragðsstörfum við náttúruhamförum, bæði á Íslandi og erlendis, og hefur mikið látið til sín taka í þessum málum. Síðastliðinn mánudag var hann málshefjandi sérstakrar umræðu um almannavarnir og áfallaþol Íslands.

Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttastjóri Sýnar, kemur til okkar og ræðir Ofurskálina sem fram fer í amerískum fótbolta á sunnudaginn. Hann ásamt Andra Ólafssyni og Eiríki Stefáni Ásgeirssyni, eru líklega ábyrgir fyrir gríðarlegum áhuga og stemningu sem fylgir þessari merkilegu menningaruppákomu sem hefur slæðst inn í íslenska menningu og er núna ómissandi hjá mörgum.

Kristján Gíslason, betur þekktur sem Hringfarinn, fór til Patagóníu og ætlar að segja okkur frá ferðalaginu í föstudagsviðtalinu.

Sunnudaginn 11. febrúar verður samverustund og opið hús í Vídalínskirkju í Garðabæ en Grindavíkurkirkja hefur staðið þétt að baki söfnuði sínum í þeim hörmungum sem dunið hafa yfir bæjarbúa nú í þrjá mánuði.

Sr. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík hefur haldið utan um þetta starf ásamt kór kirkjunnar og safnaðarstarfsfólki. Kór Grindavíkurkirkju syngur ásamt hljómsveit og sr. Elínborg flytur hugvekju.

Hægt verður að tendra á kerti og eiga hljóða stund í kirkjunni.

Atli Fannar Bjarkason ræðir við okkur um furðulegustu meme þessa stundina og verður farið yfir samsæriskenningar tengdar Taylor Swift.

Er aðgengilegt til 08. febrúar 2025.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,