Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Þráinn Haraldsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Þórður Snær Júlíusson spjallaði um efnahag og samfélag. Við ræddum um hlutabréfaverð sem hefur lækkað nokkuð og útsvar sveitarfélaga sem á að hækka í Garðabæ, sem og um möguleg efnahagsleg áhrif þess ef fer að gjósa í Svartsengi.
Mörg verjum við þónokkrum tíma á internetinu - jafnvel mjög miklum. Og ekki er það allt til gagns sem við sækjum þangað. Á fáeinum árum hafa orðið til örfá risastór fyrirtæki sem veita þjónustu á netinu - eða í tengslum við það - og er nú svo komið að þau hafa í raun náð á því ægivaldi og þar með okkur. Þessi fyrirtæki, fimm talsins, eru stærri og valdameiri en nokkurt heimsveldi hefur verið, að mati Margrétar Hugrúnar Gústafsdóttur sem um árabil var blaðamaður og hefur lengi velt fyrir sér samfélagsmiðlum og nemur nú mannfræði við háskólann.
Svo var Arthúr Björgvin Bollason á sínum stað eftir Morgunfréttir og sagði okkur frá því sem er efst á baugi í þýsku þjóðlífi.
Umsjón:
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
Armstrong, Louis, Oliver, Sy and his Orchestra, Fitzgerald, Ella - Dream a little dream of me.
R.E.M. - Leaving New York.
Green, Freddie, Young, Snooky, Foster, Frank, Coker, Henry, Grey, Al, Count Basie and his Orchestra, Payne, Sonny, Mitchell, Billy, Basie, Count, Culley, Wendell, Fowlkes, Charlie, Newman, Joe, Jones, Eddie, Jones, Thad, Powell, Benny, Wess, Frank, Royal, Marshall, Williams, Joe - Going to Chicago.
Kraftwerk - The model.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Kristján Kristjánsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Lilja Lind Pálsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur og sérfræðingur í lífeyrismálum, stýrir námskeiðinu Á tímamótum - fjármál við starfslok hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Markmið námskeiðsins er að aðstoða fólk við að undirbúa sig fyrir starfslok og þær breytingar sem verða eftir að störfum lýkur. Það er ýmislegt sem hafa ber í huga og mikilvægt er að skoða hvaða möguleikar eru í boði og hvað ber að varast. Lilja Lind sagði okkur meira frá þessu í þættinum.
Hjartans mál er heiti á heildstæðu verki sem samanstendur af 12 lögum, sérstök fjölskylduplata þar sem áhersla er lögð á hvíld, tilfinningar og tengsl. Boðskapurinn er fallegur og uppbyggjandi og við forvitnuðumst nánar um þetta verkefni hjá Hólmfríði Samúelsdóttur í dag.
Í Heilsuspjallinu talaði Jóhanna Vilhjálms um bólgur sem eru undirliggjandi í öllum helstu sjúkdómunum, um bólguminnkandi og bólguaukandi mat og krónískar bólgur. Hvað veldur og hvernig spilar fæðan okkar í þetta?
Tónlist í þættinum í dag:
Út á stoppustöð / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon)
Your Long Journey / Allison Krauss & Robert Plant (Arthel Lane Watson & Rosalie Watson)
Pínu eins og... / Hófí Samúels og TÖFRAR VERÐA TIL (Hólmfríður Samúelsdóttir)
Latin snowfall / Henry Mancini and his orchestra (Henry Mancini)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Skjálftavirkni á Reykjanesskaga er heldur minni en síðustu tvo sólarhringa. Kynnisferðir hætta á hádegi ferðum með farþega í Bláa lónið. Dómsmálaráðherra segir að undirbúningur mögulegra varnargarða til að vernda mikilvæga innviði sé hafinn.
Forsætisráðherra Ísraels ætlar sér yfirráð yfir Gaza að stríði loknu og segir að Ísrael ætli að stjórna svæðinu um alla ókomna tíð. Mánuður er í dag liðinn frá stórfelldri árás Hamas á Ísrael, sem varð kveikjan að allsherjarstríði. Fólk safnaðist saman fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun og krafði stjórnvöld um að fordæma grimmdarverk Ísraels.
Greinileg ummerki voru um rottuskít og þvag í kringum matvæli sem voru geymd við ófullnægjandi aðstæður í kjallara í Sóltúni í Reykjavík - og talið er að hafi verið dreift til matvælafyrirtækja. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fargaði fleiri tonnum af matvælum úr kjallaranum.
Landsnet þarf að flyta rafmagn um laskaða línu á Austurlandi og hætt er við að rafmagn fari þar af í dag líkt og gerðist í nótt. Skemmdir hafa orðið á nokkrum línum á Norður- og Austurlandi vegna mikillar ísingar sem hlóðst á línur og þyngir víra.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Konur eru afar sjaldan skráðar eru fyrir býlum í íslenskum landbúnaði. Að mati Vigdísar Hasler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, skapar versnandi fjárhagsstaða bænda enn meiri hættu á að konur sinni ólaunuðum störfum í landbúnaði og safni hvorki réttindum né lífeyri. Reynir Þór Jónsson bóndi á Hurðabaki í Flóa segir nýleg dæmi sýni að nauðsynlegt sé að gera kerfisbreytingar til að tryggja réttindi allra sem standa að búrekstri.Fjallað er um hvernig ættliðaskiptum sé háttað á bæjum og hvað gæti bætt fjárhagsstöðu bændastéttarinnar. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Aðbúnaður afreksíþróttafólks á Íslandi er nú með því besta sem gerist á heimsvísu. Ástæðan er ný rannsóknastofa í íþrótta- og heilsufræðum sem var opnuð á dögunum. Við skoðum rannsóknastofuna, prófum sérhæfð tæki og ræðum við Milos Petrovic, forstöðumann rannsóknastofunnar og Þórdísi Lilju Gísladóttur, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Við ætlum að tala um frægar styttur sem standa á eyjunni Rapa Nui, sem flestir þekkja sem Páskaeyju. Og ef hlustendur muna ekki í svipinn hvernig þessar styttur líta út, gæti verið ráð að fletta upp Rapa Nui í leitarvél á netinu og þá blasa þær við í allri sinni dýrð. Við heimsækjum Svein Eggertsson, dósent í mannfræði á skrifstofu hans í Gimli í Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað þessar styttur og heimsótt Rapa Nui.
Pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.
Útvarpsfréttir.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Curver Thoroddsen hafði þekkt Einar Örn Benediktsson í allmörg ár áður en þeim datt í hug að vinna saman. Upphaflega hugðust þeir semja saman harkalega bardúnstechnotónlist með löööngum lögum, en mál þróðuðust á annan veg og úr varð tvíeykið Ghostigital. Umsjón Árni Matthíasson.
Lagalisti:
Óútgefið / SoundCloud - I am Sitting on a Long Thin Diamond
Óútgefið / SoundCloud - Ávalur sívalur
Óútgefið - Radium Hit
The Antimatter Boutique - In Deep - End Dance (remix for Björk)
The Antimatter Boutique - Hvar eru peningarnir mínir (GusGus Moneymaster remix)
Aero - Transatlantic
Óútgefið / Norðanpaunk - Veðurbarinn
Útvarpsfréttir.
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Í þessum fjórða þætti um 30 ára stríðið og þeim síðasta í bili er fjallað um herferð „ljóns norðursins“ Gustavs Adolfs Svíakóngs suður til Þýskalands til stuðnings mótmælendum, þegar keisaraherir Wallensteins og Tillys virtust þess albúnir að knésetja mótmælendur. Svíakonungur þótti glæsimenn mikið og fær herstjórnandi en jafnvel hann átti stt skapadægur í þessu blóðuga stríði.
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
"Allir líkamar eiga rétt á sér og allir eiga rétt á að taka sér pláss. Og allir eiga rétt á því að upplifa sig sexí." Þetta segir Torfi Þór Runólfsson höfundur nýrrar heimildamyndar um Burlesque-senuna á Íslandi, Hristur og fjaðrafok. Við ræðum við Torfa Þór í þætti dagsins.
Einnig verður rætt við Magnús Jochum Pálsson sem var að gefa út ljóðabókina Mannakjöt. Bókin skoðar fyrirbærið kjöt frá hinum ýmsu hliðum þá sérstaklega neyslu mannsins á því sem á það til að einkennast af firringu og blætisvæðingu.
Og Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt fjallar í pistli sínum í dag um líkama og arkitektúr.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Lóa veltir fyrir hvort hún eigi að pósta eða sleppa því að pósta í story um stríð.
Undanfarna þrjá áratugi hafa óvenjulega margir íslenskir popptónlistarmenn notið vinsælda utan landsteinana. Björk ruddi brautina og í kjölfarið komu hljómsveitir eins og Sigur Rós og Múm, seinna Of monsters and Men og Kaleo, og núna síðast Laufey. Þessum listamönnum hefur mörgum hverjum verið troðið inn í ákveðnar þjóðarklisjur en hafa líka notfært sér þær. Við spjöllum við Þorbjörg Daphne Hall og Nína Hjálmarsdóttir um þessar ímyndir Íslands og birtingarmyndir þeirra í samtímalistum.
Chanel Björk Sturludóttir horfir aftur á eina af sínum uppáhaldsmyndum úr barnæsku, The Blind Side, i ljósi nýrra upplýsinga Myndin fjallar um hvíta fjölskyldu frá suðurríkjunum í Ameríku sem tekur ungan svartan mann, Michael Oher, og undir sinn verndarvæng og gera hann að yfirburðar íþróttamanni í amerískum fótbolta. Nú hefur Oher kvartað yfir því hvernig saga hans var misnotuð.
Kvöldfréttir útvarps
Útvarpsfréttir.
Sameiningu átta framhaldsskóla hefur verið frestað. Mikil andstaða var við sameiningarnar innan skólakerfisins og utan.
Framkvæmdastjóri hjá HS Orku telur æskilegt að varanlegur varnargarður verði reistur við virkjunina. Fari að gjósa er stefnt að því að sprauta niðurdælingarvatni á hraun til að kæla það.
Ofbeldisverk ísraelska landtökumanna gegn Palestínumönnum á Vesturbakkanum færast sífellt í aukana.
Meirihlutinn í Reykjavík fagnar viðsnúningi í rekstri. Fulltrúar minnihluta segja forgangsröðun skakka. Fjárhagsáætlun borgarinnar var kynnt í dag. Sorphirðugjöld hækka að jafnaði um 13 prósent.
Forsætisráðherra Portúgals sagði af sér embætti í dag. Það gerði hann eftir að leitað var á heimili hans vegna meintrar spillingar.
Lögreglan flaug yfir Ok í dag til að skimast eftir hvítabirni, en fann ekki. Veiðimaður sá í dag fótspor sem hann taldi vera eftir björn.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
7.nóvember 2023
Ef það fer að gjósa við orkuverið í Svartsengi stefnir HS Orka að því að sprauta niðurdælingarvatni á hraunjaðra til að hægja á hraunrennsli og nýta efni úr hól í næsta nágrenni í bráðavarnargarð. Það er að segja ef hraun ógnar orkuverinu. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri framleiðslu telur æskilegt að reistur verði varanlegur varnargarður við virkjunina.
Á sama tíma og hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gazasvæðinu eru látlausar færist ofbeldi ísraelskra landtökumanna gegn íbúum á Vesturbakkanum stöðugt í aukana. Bandarísk stjórnvöld hafa áhyggjur af þessu eins og Antony Blinken utanríkisráðherra kom inn á í síðustu heimsókn sinni til Ísraels.
Halli á rekstri Reykjavíkurborgar ár verður tæpir 5 milljarðar. Þrátt fyrir halla eru Samfylkingarmaðurinn Dagur B Eggertsson borgarstjóri og Framsóknarmaðurinn Einar Þorsteinsson verðandi borgarstjóri ánægðir þar sem gert var ráð fyrir meiri halla og hallinn í fyrra var mikill tæpir 16 milljarðar. Á næsta ári er stefnt á að koma út í plús. Rætt er við Hildi Björnsdóttur leiðtoga Sjálfstæðismanna Einar og Dag.
Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.
Í þættinum í dag ætlum við að fræðast um tölvur. Það má með sanni segja að þær séu mikið þarfaþing í daglegu lífi - ekki bara til að leika okkur og skrifa ritgerðir heldur stjórna tölvur hinum ýmsu hlutum sem við gerum okkur kannski ekki grein fyrir. Við fáum að vita hvaða fyrirbæri Internetið er og hvernig það virkar, spjöllum aðeins um gervigreind og vélmenni.
Ferðumst saman inn í forvitnilegan tölvuheim.
Sérfræðingur þáttarins er: Hjálmtýr Hafsteinsson
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Hljóðritanir frá sumartónlistarhátíðum víðs vegar að úr Evrópu.
Hljóðritun frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Franska útvarpsins sem fram fóru i Útvarpshúsinu í París, 22. september s.l.
Á efnisskrá eru verk eftir Edvard Grieg, Camille Pépin og Claude Debussy.
Einleikari: Alice Sara Ott píanóleikari.
Stjórnandi: Mikko Franck.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Aðbúnaður afreksíþróttafólks á Íslandi er nú með því besta sem gerist á heimsvísu. Ástæðan er ný rannsóknastofa í íþrótta- og heilsufræðum sem var opnuð á dögunum. Við skoðum rannsóknastofuna, prófum sérhæfð tæki og ræðum við Milos Petrovic, forstöðumann rannsóknastofunnar og Þórdísi Lilju Gísladóttur, dósent við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Við ætlum að tala um frægar styttur sem standa á eyjunni Rapa Nui, sem flestir þekkja sem Páskaeyju. Og ef hlustendur muna ekki í svipinn hvernig þessar styttur líta út, gæti verið ráð að fletta upp Rapa Nui í leitarvél á netinu og þá blasa þær við í allri sinni dýrð. Við heimsækjum Svein Eggertsson, dósent í mannfræði á skrifstofu hans í Gimli í Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað þessar styttur og heimsótt Rapa Nui.
Pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.
Brekkukotsannáll kom út árið 1957. Sagan gerist í upphafi 20. aldar og er frásögn Álfgríms af afa sínum og ömmu í Brekkukoti í Reykjavík og stórsöngvaranum Garðari Hólm. Álfgrím langar að læra að syngja og finna hinn hreina tón. Garðar virðist hafa höndlað frægðina en ekki er eins víst að hann hafi fundið tóninn hreina. Hann þiggur fé af Gúðmúnsen kaupmanni og kemst áður en lýkur að niðurstöðu: „Sá maður sem er einhvers virði eignast aldrei gimstein."
Höfundur les. Hljóðritað 1963.
Lestrar Halldórs Laxness úr safni RÚV eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.
eftir Halldór Laxness.
Höfundur les.
(Hljóðritað 1963)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Lilja Lind Pálsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur og sérfræðingur í lífeyrismálum, stýrir námskeiðinu Á tímamótum - fjármál við starfslok hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Markmið námskeiðsins er að aðstoða fólk við að undirbúa sig fyrir starfslok og þær breytingar sem verða eftir að störfum lýkur. Það er ýmislegt sem hafa ber í huga og mikilvægt er að skoða hvaða möguleikar eru í boði og hvað ber að varast. Lilja Lind sagði okkur meira frá þessu í þættinum.
Hjartans mál er heiti á heildstæðu verki sem samanstendur af 12 lögum, sérstök fjölskylduplata þar sem áhersla er lögð á hvíld, tilfinningar og tengsl. Boðskapurinn er fallegur og uppbyggjandi og við forvitnuðumst nánar um þetta verkefni hjá Hólmfríði Samúelsdóttur í dag.
Í Heilsuspjallinu talaði Jóhanna Vilhjálms um bólgur sem eru undirliggjandi í öllum helstu sjúkdómunum, um bólguminnkandi og bólguaukandi mat og krónískar bólgur. Hvað veldur og hvernig spilar fæðan okkar í þetta?
Tónlist í þættinum í dag:
Út á stoppustöð / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon)
Your Long Journey / Allison Krauss & Robert Plant (Arthel Lane Watson & Rosalie Watson)
Pínu eins og... / Hófí Samúels og TÖFRAR VERÐA TIL (Hólmfríður Samúelsdóttir)
Latin snowfall / Henry Mancini and his orchestra (Henry Mancini)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Lóa veltir fyrir hvort hún eigi að pósta eða sleppa því að pósta í story um stríð.
Undanfarna þrjá áratugi hafa óvenjulega margir íslenskir popptónlistarmenn notið vinsælda utan landsteinana. Björk ruddi brautina og í kjölfarið komu hljómsveitir eins og Sigur Rós og Múm, seinna Of monsters and Men og Kaleo, og núna síðast Laufey. Þessum listamönnum hefur mörgum hverjum verið troðið inn í ákveðnar þjóðarklisjur en hafa líka notfært sér þær. Við spjöllum við Þorbjörg Daphne Hall og Nína Hjálmarsdóttir um þessar ímyndir Íslands og birtingarmyndir þeirra í samtímalistum.
Chanel Björk Sturludóttir horfir aftur á eina af sínum uppáhaldsmyndum úr barnæsku, The Blind Side, i ljósi nýrra upplýsinga Myndin fjallar um hvíta fjölskyldu frá suðurríkjunum í Ameríku sem tekur ungan svartan mann, Michael Oher, og undir sinn verndarvæng og gera hann að yfirburðar íþróttamanni í amerískum fótbolta. Nú hefur Oher kvartað yfir því hvernig saga hans var misnotuð.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Íslendingar eru ótrúlega duglegir að skrifa bækur og bókaútgáfa í hámarki þessi dægrin. Þeir eru þó færri rithöfundarnir sem skrifa bækur fyrir unga fólkið og enn færri sem skrifa meðfram bústörfum og annarri vinnu. Guðni Reynir Þorbjörnsson bóndi og stuðningsfulltrúi gaf út sína fyrstu bók í fyrra og fylgir henni nú eftir með annarri bók um söguhetjuna Gabríel. Við slógum á þráðinn austur í Grímsnes og náðum tali af Guðna áður en hann hélt út í vinnudaginn.
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands stendur í dag fyrir viðburði í hádeginu þar sem Már Wolfgang Mixa, dósent, og Kristín Erla Tryggvadóttir, viðskiptafræðingur, fara yfir niðurstöður rannsóknar sinnar á því hvort einstaklingar á leigumarkaði geti safnað fyrir íbúð og hversu langan tíma það tekur miðað við hefðbundin neysluviðmið. Þetta er mál sem marga varðar og við vildum gjarna vita svarið og þess vegna fengum við þau Má og Kristínu til okkar.
Í dag fer fram ráðstefna á vegum Millilandaráðanna sem ber yfirskriftina The Future of transportation þar sem meðal annars verður fjallað um hvernig sjálfakandi bílar henti íslenskum vetraraðstæðum og hvort gervigreind sé sé þegar farin að umbylta bílaiðnaðinum. Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, ræddi þau mál við okkur.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom fyrir dóm í New York í gær, í máli þar sem hann er sakaður um að hafa fegrað fjárhag fjölskyldufyrirtækisins til að fá hagstæðari lán. Málaferlin virðast þó hafa lítil áhrif á viðhorf til fyrrum forsetans, en samkvæmt könnunum á fylgi í forsetakosningum að ári er hann með forskot á Joe Biden, Bandaríkjaforseta, í nokkrum lykilríkjum. Við ræddum þessa stöðu við Magnús Svein Helgason, sagnfræðing og sérfræðing í málefnum Bandaríkjanna.
Nú nálgast lok annar í skólum landsins og það getur reynst mörgum kvíðavekjandi vegna komandi lokaprófa. Við spáðum í náms- og prófkvíða og hvernig best sé að taka próf til að lágmarka slíkt við sálfræðingana Nínu Björg Arnarsdóttur og Katrínu Mjöll Halldórsdóttur.
Við lokuðum svo þættinum með tæknisérfræðingi okkar Guðmundi Jóhannssyni sem talaði um gervigreind.
Tónlist:
Nýdönsk - Á plánetunni jörð.
Julian Civilian - Fyrirmyndarborgari.
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Einbúinn.
Ed Sheeran - American Town.
The Beatles - Drive my car.
Elín Hall og Una Torfa - Bankastræti.
John Cougar Mellemcamp - Hurts so good.
Prins Póló - Læda slæda.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Hjartagosar 7. nóvember 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-11-07
PÉTUR KRISTJÁNSSON - Vitskert veröld.
PÍS OF KEIK - Fiðrildi og ljón.
Laufey, Beabadoobee - A Night To Remember.
Beatles, The - Now and Then.
St. Etienne - You're In A Bad Way.
Hall and Oates - Private eyes.
VALDIMAR - Of Seint.
Kiss - New York groove.
ARCADE FIRE - Rebellion (Lies).
LAND OG SYNIR - Terlín.
HOLE - Malibu.
JONI MITCHELL - Help me.
TEXAS FEAT. WU-TANG CLAN - Say What You Want.
DIKTA - Just Getting Started.
Celebs - I Love My Siblings.
Snow - Informer.
STJÓRNIN - Ég Lifi Í Voninni.
Backstreet Boys - I want it that way.
Grace, Kenya - Strangers.
Timberlake, Justin, N SYNC - Better Place.
HLJÓMAR - Tasko Tostada.
Egill Ólafsson, Kristjana Stefánsdóttir - Undir rós / sub rosa.
Bee Gees - Too Much Heaven.
ROBBIE WILLIAMS - Feel.
Malen - Right?.
Fleetwoods, The - Come softly to me.
FLAMINGOS - I Only Have Eyes For You.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Skjálftavirkni á Reykjanesskaga er heldur minni en síðustu tvo sólarhringa. Kynnisferðir hætta á hádegi ferðum með farþega í Bláa lónið. Dómsmálaráðherra segir að undirbúningur mögulegra varnargarða til að vernda mikilvæga innviði sé hafinn.
Forsætisráðherra Ísraels ætlar sér yfirráð yfir Gaza að stríði loknu og segir að Ísrael ætli að stjórna svæðinu um alla ókomna tíð. Mánuður er í dag liðinn frá stórfelldri árás Hamas á Ísrael, sem varð kveikjan að allsherjarstríði. Fólk safnaðist saman fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun og krafði stjórnvöld um að fordæma grimmdarverk Ísraels.
Greinileg ummerki voru um rottuskít og þvag í kringum matvæli sem voru geymd við ófullnægjandi aðstæður í kjallara í Sóltúni í Reykjavík - og talið er að hafi verið dreift til matvælafyrirtækja. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fargaði fleiri tonnum af matvælum úr kjallaranum.
Landsnet þarf að flyta rafmagn um laskaða línu á Austurlandi og hætt er við að rafmagn fari þar af í dag líkt og gerðist í nótt. Skemmdir hafa orðið á nokkrum línum á Norður- og Austurlandi vegna mikillar ísingar sem hlóðst á línur og þyngir víra.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Umsjón: Siggi Gunnars
Árni Matt fór undir yfirborðið með hlustendum eins og alla þriðjudaga. Annars var boðið upp á fjölbreytt úrval af tónlist eins og venjulega.
Spiluð lög:
RAGGA GÍSLA - Við erum öll saman í þessu.
BLUR - Girls And Boys.
LEISURE - Back in Love.
CROWDED HOUSE - Fall at your feet.
HERA - Talað við gluggann.
U2 - Atomic City.
GDRN - Áður en dagur rís (ft. Birnir).
SYCEMORE TREE- Heart Burns Down.
FLOTT - L'amour.
ELTON JOHN - Island Girl.
GOSSIP - Standing In The Way Of Control.
UNA TORFA & BAGGALÚTUR - Casanova.
THE ROLLING STONES - Mess It Up.
BOMBA ESTÉREO & MANU CHAO - Me Duele.
MADONNA - Like A Prayer.
14.00 til 15.00
ÁSGEIR TRAUSTI - Hringsól.
THE BEATLES- Now and Then.
JONI MITCHELL - Big Yellow Taxi.
POST MALONE - Something Real.
DIRB & TEITUR MAGNÚSSON - Hvað heitir allt þetta fólk.
DILJÁ - Say my name.
PRINCE - When doves cry.
JÓNFRÍ - Aprílmáni.
KRISTÓFER - Vil ekki vakna.
AMPOP - My Delusions.
DAFT PUNK - Lose Yourself To Dance.
RÚNAR ÞÓR - Kóngurinn vetur.
15.00 til 16.00
STUÐMENN - Ég finn það.
FOUR TOPS - Baby I Need Your Loving.
EEE GEE - School reunion.
NIALL HORAN - Heaven.
ED SHEERAN - American Town.
MUGISON - É Dúdda Mía.
EGILL ÓLAFSSON- Bara rólegan æsing.
ASTRUD GILBERTO & STAN GETZ - The girl from Ipanema.
THE VACCINES - Heartbreak Kid.
Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson.
Pistlahöfundur: Árni Matthíasson.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við ætlum að beina sjónum okkar að fjármálalæsi ungmenna. Betra fjármálalæsi ungs fólks er sérstakt áherslumál á vettvangi Samtaka fjármálafyrirtækja en Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri SFF segir að þekking á fjármálum sé mikilvæg undirstaða þegar ungt fólk fer út í lífið og til þátttöku í samfélagi sem verður sífellt flóknara. Hún vill sjá fjármálafræðslu sem skyldunám í grunnskóla til að jafna tækifæri ungs fólks. SFF hefur keypt 17 þúsund eintök af bókinni Fyrstu skref í fjármálum eftir Gunnar Baldvinsson viðskiptafræðing og hafa samtökin dreift til kennara og nemenda í grunn og framhaldsskóla. Heiðrún Jónsdóttir kemur til okkar á eftir.
Listaháskóli Íslands hefur sett af stað námskeið í samstarfi við Fjölmennt - símenntunar- og þekkingarmiðstöð, námskeið sem heitir Brúum bilið. Námskeiðið er hugsað fyrir þau sem hafa hug á að sækja um í sviðslistum við skólann og auka þar með aðgengi ólíkra hópa að háskólanámi í þessum greinum. Diljá Ámundadóttir Zoega kynningarstjóri og jafnréttisfulltrúi Listaháskóla Íslands og Steinunn Ketilsdóttir deildarforseti sviðslistadeilda Listaháskóla Íslands koma til okkar á eftir og segja frá
Við ætlum að fjalla um bíllausan lífsstíl í þættinum en á morgun er aðalfundur samtaka um bíllausan lífstíl. Þar mun Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. halda erindi um Borgarlínu og Saga Garðarsdóttir leikkona segja reynslusögu bíllausrar konu í Reykjavík. Eru margir sem kjósa bíllausan lífsstíl og er það ekki flókið í landi þar sem einkabílnum er gert jafn hátt undir höfði og hér ? Inga Auðbjörg stjórnarmeðlimur í samtökum um bíllausan lífsstíl ræðir við okkur á eftir.
Og eins og venjan er annan hvern þriðjudag þá kynnum við okkur það sem boðið verður upp á í Kveiksþætti kvöldsins. Málin sem til umfjöllunar eru í kvöld eru annars vegar hröð og mikil fjölgun öryggis - og eftirlitsmyndavéla á vegum ríkis og sveitafélaga og hinsvegar verður fjallað um þriðju algengustu dánarorsök Íslendinga - heilaslag. Ingólfur Bjarni Sigfússon og Jóhann Bjarni Kolbeinsson koma til okkar.
Í þættinum í gær barst appið Splitwise í tal í tengslum við viðtal sem við tókum við Albert Eiríksson lífskúnstner fyrir helgi um það hvernig best sé að skipta reikningi þegar hópur fólks fer út að borða. Veltum við því fyrir okkur hvernig Splitwise er notað en á heimasíðu forritsins segir að Splitwise sé auðveldasta leiðin til að deila gjöldum með vinum og fjölskyldu. Milljónir manna um allan heim nota Splitwise til að skipuleggja hópreikninga og sú sem að veit allt um það hvern
Útvarpsfréttir.
Kvöldfréttir útvarps
Útvarpsfréttir.
Sameiningu átta framhaldsskóla hefur verið frestað. Mikil andstaða var við sameiningarnar innan skólakerfisins og utan.
Framkvæmdastjóri hjá HS Orku telur æskilegt að varanlegur varnargarður verði reistur við virkjunina. Fari að gjósa er stefnt að því að sprauta niðurdælingarvatni á hraun til að kæla það.
Ofbeldisverk ísraelska landtökumanna gegn Palestínumönnum á Vesturbakkanum færast sífellt í aukana.
Meirihlutinn í Reykjavík fagnar viðsnúningi í rekstri. Fulltrúar minnihluta segja forgangsröðun skakka. Fjárhagsáætlun borgarinnar var kynnt í dag. Sorphirðugjöld hækka að jafnaði um 13 prósent.
Forsætisráðherra Portúgals sagði af sér embætti í dag. Það gerði hann eftir að leitað var á heimili hans vegna meintrar spillingar.
Lögreglan flaug yfir Ok í dag til að skimast eftir hvítabirni, en fann ekki. Veiðimaður sá í dag fótspor sem hann taldi vera eftir björn.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
7.nóvember 2023
Ef það fer að gjósa við orkuverið í Svartsengi stefnir HS Orka að því að sprauta niðurdælingarvatni á hraunjaðra til að hægja á hraunrennsli og nýta efni úr hól í næsta nágrenni í bráðavarnargarð. Það er að segja ef hraun ógnar orkuverinu. Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri framleiðslu telur æskilegt að reistur verði varanlegur varnargarður við virkjunina.
Á sama tíma og hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna á Gazasvæðinu eru látlausar færist ofbeldi ísraelskra landtökumanna gegn íbúum á Vesturbakkanum stöðugt í aukana. Bandarísk stjórnvöld hafa áhyggjur af þessu eins og Antony Blinken utanríkisráðherra kom inn á í síðustu heimsókn sinni til Ísraels.
Halli á rekstri Reykjavíkurborgar ár verður tæpir 5 milljarðar. Þrátt fyrir halla eru Samfylkingarmaðurinn Dagur B Eggertsson borgarstjóri og Framsóknarmaðurinn Einar Þorsteinsson verðandi borgarstjóri ánægðir þar sem gert var ráð fyrir meiri halla og hallinn í fyrra var mikill tæpir 16 milljarðar. Á næsta ári er stefnt á að koma út í plús. Rætt er við Hildi Björnsdóttur leiðtoga Sjálfstæðismanna Einar og Dag.
Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Una Torfadóttir, Baggalútur - Casanova.
Óviti, Kusk og Óviti - Loka augunum.
KUSK - Loka augunum.
Kottur b5 - Mesmerized.
Draugar - Hot Pocket.
Jón Jónsson Tónlistarm. - Hluti af mér.
Axel Flóvent - When the Sun Goes Down.
Cyber - P*RN STARR.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Loksins komið þriðjudagskvöld og við fögnum því í kvöld með nýjum lögum frá Teiti, Magg, Brittany Howard, The Allergies, Úlfi Úlfi, Pixey, Yard Act, Wet Leg, Yeager, Gusgus, Floating Points, Major Pink, Baxter Dury og fleirum.
Lagalistinn
Teitur Magnússon, Dirb - Hvað heitir allt þetta fólk.
Vampire Weekend - I'm Goin Down
Jónfrí - Aprílmáni.
Bridgers, Phoebe - Motion sickness
Howard, Brittany - What Now.
Emmsjé Gauti, Aron Can - Silfurskotta.
ÚLFUR ÚLFUR - Þú hér.
DJ Shadow - You Played Me.
BEASTIE BOYS - Hey Ladies
Allergies, The, Smith, Marietta - Take Another Look At It.
Sanchez, Stephen - High.
Kvikindi - Ríða mér.
Tayo Sound, Pixey - Daisy Chain.
Yard Act - Dream Job.
BOTNLEÐJA - Farðu Í Röð.
Paramore - C'est Comme Ca (Re Wet Leg).
IDLES, LCD Soundsystem - Dancer (Clean Edit).
Hives, The - Walk idiot walk.
GORILLAZ FT. TAME IMAPALA & BOOTIE BROWN - New Gold.
Leisure - Back in Love.
Grace, Kenya - Strangers.
Quantic, Rationale - Unconditional.
Yaeger - Jaguar.
DEPECHE MODE - Personal Jesus (Alex Matric rmx).
GusGus - Unfinished Symphony.
Floating Points - Birth4000.
Dury, Kosmo, Hart, Madelaine, Dury, Baxter - Celebrate Me
Major Pink - Nothing but love.
Hackman, Marika - No Caffeine.
WEEZER - Getchoo.
Jonee Jonee - Brot.
Vaccines, The - Heartbreak Kid.
Superserious - Duckface.
Queens of the Stone Age - Negative Space.
THE STOOGES - Down On The Street.
Future Islands - The Tower.
Bombay Bicycle Club, Khan, Chaka - Tekken 2.
Polachek, Caroline - Dang.
Kneecap - Get Your Brits Out.
HUMAN LEAGUE - Never Let Me Go (Aeroplane Remix Edit).
Ty Dolla $ign, Yanga YaYa, Serpentwithfeet - Damn Gloves
Georgia - Some Things...
Celebs - I Love My Siblings
Stone Roses - Made of Stone
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Iceland Airwaves fór fram um helgina í rokkborginni Reykjavík. Rúmlega 150 listamenn og hljómsveitir spiluðu meira en 250 tónleika í aðal-dagskrá og off venue eins og það er kallað.
Rokkland var á Airwaves og við heyrum tóndæmi og spjall við Airwaves-fólk í þættinum í dag; listafólk, gesti og starfsfólk, og líka í næsta þætti eftir viku. Elín Sif Hall, Ásgeir Andri Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, Ása Dýradóttir, Árni Hjörvar ofl. koma við sögu í dag.
En Bruce Springsteen er líka fyrirferðarmikill í þættinum í dag. Bruce skrifaði fyrir nokkrum árum sjálfsævisögu; Born to Run, sem vakti mikla athygli um allan heim. Hún hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál og núna var hún að koma út á Íslensku í þýðingu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar sem var fréttamaður á RÚV í eina tíð og sat síðan á alþingi fyrir Frjálslynda flokkinn eitt kjörtímabil. Magnús sem hefur skrifað og þýtt margar bækur segir okkur frá Bruce og bókinni - og ég bað hann líka um að velja nokkur lög með Bruce sem við hlustum á.