11:03
Mannlegi þátturinn
Fjármál við starfslok, Hjartans mál og krónískar bólgur
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Lilja Lind Pálsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur og sérfræðingur í lífeyrismálum, stýrir námskeiðinu Á tímamótum - fjármál við starfslok hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Markmið námskeiðsins er að aðstoða fólk við að undirbúa sig fyrir starfslok og þær breytingar sem verða eftir að störfum lýkur. Það er ýmislegt sem hafa ber í huga og mikilvægt er að skoða hvaða möguleikar eru í boði og hvað ber að varast. Lilja Lind sagði okkur meira frá þessu í þættinum.

Hjartans mál er heiti á heildstæðu verki sem samanstendur af 12 lögum, sérstök fjölskylduplata þar sem áhersla er lögð á hvíld, tilfinningar og tengsl. Boðskapurinn er fallegur og uppbyggjandi og við forvitnuðumst nánar um þetta verkefni hjá Hólmfríði Samúelsdóttur í dag.

Í Heilsuspjallinu talaði Jóhanna Vilhjálms um bólgur sem eru undirliggjandi í öllum helstu sjúkdómunum, um bólguminnkandi og bólguaukandi mat og krónískar bólgur. Hvað veldur og hvernig spilar fæðan okkar í þetta?

Tónlist í þættinum í dag:

Út á stoppustöð / Stuðmenn (Jakob Frímann Magnússon)

Your Long Journey / Allison Krauss & Robert Plant (Arthel Lane Watson & Rosalie Watson)

Pínu eins og... / Hófí Samúels og TÖFRAR VERÐA TIL (Hólmfríður Samúelsdóttir)

Latin snowfall / Henry Mancini and his orchestra (Henry Mancini)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,