06:50
Morgunvaktin
Efnahagslegt mikilvægi Svartsengis, Berlínarspjall og internetið.
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þórður Snær Júlíusson spjallaði um efnahag og samfélag. Við ræddum um hlutabréfaverð sem hefur lækkað nokkuð og útsvar sveitarfélaga sem á að hækka í Garðabæ, sem og um möguleg efnahagsleg áhrif þess ef fer að gjósa í Svartsengi.

Mörg verjum við þónokkrum tíma á internetinu - jafnvel mjög miklum. Og ekki er það allt til gagns sem við sækjum þangað. Á fáeinum árum hafa orðið til örfá risastór fyrirtæki sem veita þjónustu á netinu - eða í tengslum við það - og er nú svo komið að þau hafa í raun náð á því ægivaldi og þar með okkur. Þessi fyrirtæki, fimm talsins, eru stærri og valdameiri en nokkurt heimsveldi hefur verið, að mati Margrétar Hugrúnar Gústafsdóttur sem um árabil var blaðamaður og hefur lengi velt fyrir sér samfélagsmiðlum og nemur nú mannfræði við háskólann.

Svo var Arthúr Björgvin Bollason á sínum stað eftir Morgunfréttir og sagði okkur frá því sem er efst á baugi í þýsku þjóðlífi.

Umsjón:

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Armstrong, Louis, Oliver, Sy and his Orchestra, Fitzgerald, Ella - Dream a little dream of me.

R.E.M. - Leaving New York.

Green, Freddie, Young, Snooky, Foster, Frank, Coker, Henry, Grey, Al, Count Basie and his Orchestra, Payne, Sonny, Mitchell, Billy, Basie, Count, Culley, Wendell, Fowlkes, Charlie, Newman, Joe, Jones, Eddie, Jones, Thad, Powell, Benny, Wess, Frank, Royal, Marshall, Williams, Joe - Going to Chicago.

Kraftwerk - The model.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,