16:05
Síðdegisútvarpið
13.október
Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Á mánudaginn verður fyrsta skóflustungan tekin að nýrri fæðingardeild - sem Ísland fjármagnar en þetta verður algjör bylting fyrir mæður og ófædd börn þeirra í Malaví. Við ætlum að hringja í Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðukonu sem starfar hjá sendiráðinu Íslands í Malaví.

Í vikunni var var lögð fram beiðni á Alþingi þess efnis að dómsmálaráðherra myndi flytja Alþingi skýrslu um vændi á Íslandi. Beiðnin barst frá Brynhildi Björnsdóttur varaþingmanni VG og var beiðnin samþykkt með 38 atkvæðum. Hvaða gögn eru það sem munu verða tekið saman í skýrslunni og hvaða þýðingu hefur þetta? Brynhildur kemur til okkar á eftir.

Í dag er alþjóðlegur dagur raftækjaúrgangs og samkvæmt nýjustu fréttum erum við Íslendingar mestu raftækjaruslarar í Evrópu - Birgitta Stefánsdóttir frá umhverfisstofnun og Margrét Kjartansdóttir frá Úrvinnslusjóði komur til okkar og fara yfir þessi mál og hvernig við getum bætt okkur og komið okkur neðar á þennan lista og jafnvel horfið af honum fyrir fullt og allt.

Kristján Hafþórsson er stundum kallaður jákvæðasti maður landsins. Hann stýrir hlaðvarpi sem kallast Jákastið og snýst einmitt um jákvæðni. í dag ætlar Krisján að segja okkkur frá íslensku barnaefni sem ætlað er leikskólaaldri 2-6 ára og verður frumsýnt um helgina. Kristján kemur til okkar á eftir.

Ísland mætir Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18:45 og spilar svo sinn síðasta heimaleik í undankeppninni á mánudaginn við Liechtenstein. Undankeppni EM lýkur svo í nóvember með útileikjum Íslands við Portúgal og Slóvakíu. Þorkell Gunnar kemur til okkar á eftir og spáir í leikinn í kvöld.

En við byrjum á Þingvöllum þar sem að Benedikt Sigurðsson fréttamaður er staddur ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG en þangað héldu stjórnarliðar til fundar fyrr í dag með rútu.

Var aðgengilegt til 12. október 2024.
Lengd: 1 klst. 54 mín.
,