11:03
Mannlegi þátturinn
Anna Svava föstudagsgestur og nammispjall
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan, grínarinn og ísbúðareigandinn Anna Svava Knútsdóttir. Hún hefur leikið í fjölda kvikmynda- og sjónvarpsverkefna, t.d. gamanþáttunum Ligelglad, Verbúðinni og fjölda áramótaskaupa. Hún hefur verið talsvert mikið í uppistandi og stofnaði svo og rekur ísbúðina Valdísi ásamt manni sínum, Gylfa Þór Valdimarssyni. Við fórum með henni aftur í tímann, forvitnuðumst um æskuna og uppvaxtarárin í Fossvoginum, grínið, ísbúðina og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag.

Svo var auðvitað matarspjallið á sínum stað, eða í dag hefði kannski frekar átt að kalla það nammispjallið. Því við hófum umræðu um nammi í síðustu viku sem við náðum bara rétt að snerta yfirborðið á. Við komumst reyndar ekki nálægt því að tæma umræðuna um nammi í dag, en við gerðum að minnsta kosti tilraun til þess.

Tónlist í þættinum í dag:

Nú er ég léttur / Geirmundur Valtýsson (Geirmundur Valtýsson)

Let Go Of Your Plans / Lukas Nelson and Promise of the Real & Madison Ryann Ward (Lukas Nelson)

You Can?t Hurry Love / Phil Collins (Brian Holland, Eddie Holland & Lamont Dozier)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,