Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Hans Guðberg Alfreðsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við fjölluðum um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs í þættinum í dag. Það er í einu orði sagt skelfilegt. Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur ræddi við okkur um stöðu mála.
Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, sagði okkur frá nýjustu vendingum í málum flugfélagsins SAS, áhrifum veikrar sænskrar krónu á ferðaþjónustuna og um það að frá lokum októbermánaðar verður hægt að fljúga milli Akureyrar og London með Easyjet.
Föstudagurinn þrettándi er í dag, og samkvæmt hjátrúnni er það alræmdur ólukkudagur. Símon Jón Jóhannsson þjóðfræðingur sagði okkur frá hjátrúnni sem tengist deginum.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
King, Carole - Come down easy.
Magnús Eiríksson, Ellen Kristjánsdóttir - Í hlekkjum.
Mahotella Queens, Tloubatla, Hilda - Ubusuku nemini.
Police, The - Every breath you take.
Wilson, Shadow, Greene, Freddie, Basie, Count, Young, Lester, Richardson, Rodney - Back home in Indiana.
Pétur Grétarsson, Gunnar Hrafnsson, Anna Pálína Árnadóttir, Gunnar Gunnarsson Píanóleikari - Haustvísa.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um Nellie Bly, frumkvöðul í blaðamennsku í Bandaríkjunum á ofanverðri nítjándu öld. Hún vakti athygli fyrir að þykjast vera veik á geði og varpa ljósi á bágar aðstæður á geðsjúkrahæli fyrir konur í New York.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan, grínarinn og ísbúðareigandinn Anna Svava Knútsdóttir. Hún hefur leikið í fjölda kvikmynda- og sjónvarpsverkefna, t.d. gamanþáttunum Ligelglad, Verbúðinni og fjölda áramótaskaupa. Hún hefur verið talsvert mikið í uppistandi og stofnaði svo og rekur ísbúðina Valdísi ásamt manni sínum, Gylfa Þór Valdimarssyni. Við fórum með henni aftur í tímann, forvitnuðumst um æskuna og uppvaxtarárin í Fossvoginum, grínið, ísbúðina og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag.
Svo var auðvitað matarspjallið á sínum stað, eða í dag hefði kannski frekar átt að kalla það nammispjallið. Því við hófum umræðu um nammi í síðustu viku sem við náðum bara rétt að snerta yfirborðið á. Við komumst reyndar ekki nálægt því að tæma umræðuna um nammi í dag, en við gerðum að minnsta kosti tilraun til þess.
Tónlist í þættinum í dag:
Nú er ég léttur / Geirmundur Valtýsson (Geirmundur Valtýsson)
Let Go Of Your Plans / Lukas Nelson and Promise of the Real & Madison Ryann Ward (Lukas Nelson)
You Can?t Hurry Love / Phil Collins (Brian Holland, Eddie Holland & Lamont Dozier)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Gaza er að breytast í helvíti á jörðu, segir talsmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Ein milljón manna hefur fengið sólarhring til að koma sér í burtu frá norðurhlutanum.
Sjálfstæðismenn hafa ekki farið fram á að breytingar verði gerðar á ráðherraskipan annarra flokka í ríkisstjórninni. Þetta segir forsætisráðherra. Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna funda á Þingvöllum í dag. Breytingar á ríkisstjórn verða kynntar á morgun.
Tveir ungir piltar eru í gæsluvarðhaldi vegna skotárásar í Stokkhólmi í Svíþjóð í nótt. Tvær konur voru skotnar til bana. Talið er að árásin tengist gengjaátökum sem geisað hafa í Svíþjóð síðan í september.
Formaður FSMA, félags fólks með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA, fagnar því að Lyfjanefnd sé að skoða að heimila fullorðnum að fá lyfið Spinraza. Núna miðast aðgangur við ungmenni undir 18 ára.
Ólíklegt er að farið verði í framkvæmdir við ný bílastæði í Landmannalaugum á þessu ári. Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur falið sveitarstjóra að taka saman kostnað sveitarfélagsins vegna málsins sem oddviti telur hlaupa á milljónum.
Sunnutorg við Langholtsveg í Reykjavík er illa farið og fáist enginn til að koma þar upp rekstri og laga húsið gæti þuft að fjarlægja það.
Ísland og Lúxemborg mætast í undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið stefnir á að hefna fyrir tapið í síðasta leik þeirra.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Tæplega tíu þúsund manns mótmæla framkvæmdunum við höfnina í Þorklákshöfn, eina staðnum á landinu þar sem brimbrettafólk gengur að góðum öldum vísum. Ástríðufullt samfélag brimbrettaelskenda hefur byggst upp í kringum þetta svæði, sem er nú í hættu. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þættinum við Ólaf Pálsson, stjórnarmann í Brimbrettafélagi Íslands.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Samfélagið sendir út frá líffræðiráðstefnu Líffræðifélagsins. Þessi stóra og fjölmenna ráðstefna fer fram annað hvert ár og er nú haldin í 11. skipti í Öskju - náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands og húsi Íslenskrar erfðagreiningar.
Á ráðstefnunni er fjallað um allt milli himins og jarðar; vísindi og sögu bjórs - drykkjarins, ekki dýrsins, mannerfðafræði og óvinsæla fugla.
Ásthildur Erlingsdóttir er situr í stjórn líffræðifélagsins og er í hópi þeirra sem skipuleggja ráðstefnuna. Við ræðum við hana um erindin á ráðstefnunni, veggspjöld og stefnur og strauma í líffræðirannsóknum á Íslandi.
Sigríður Sunna Ebenesersdóttir, doktor í líffræðilegri mannfræði hjá Íslenskri Erfðagreiningu, er ein öndvegisfyrirlesaranna á ráðstefnunni í ár, hún hefur verið að rannsaka genamengi hópa sem byggt hafa norðurslóðir síðustu árþúsundin. Rannsóknir hennar hafa meðal annars varpað nýju ljósi á uppruna og einsleitni íslensku þjóðarinnar.
Bjarni K. Kristjánsson frá Bjórsetri ræðir um sögu bjórsins, bjórgerðarlist og villiger, svo dæmi séu nefnd.
Róbert A Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, ræðir við okkur um óvinsæla fugla, en níu fuglategundir er heimilt, samkvæmt villidýralögunum frá 1994, að skjóta, vegna tjóns sem þeir valda - en sumar tegundanna valda nær engu tjóni og flestir standa stofnarnir höllum fæti.
Útvarpsfréttir.
Átta þættir um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, gengi þeirra og gildi og um bækurnar sem tilnefndar eru árið 2023 til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og til Barna- og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir.
Þátturinn hefst á viðtali við skáldið og rithöfundinn Fríðu Ísberg um Norrænar bókmenntir og um áhrif þess að vera tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en Fríða var tilnefnd árið 2020 fyrir sásagnasafn sitt Kláði.
Þá er í þættinum sagt frá tilnefningum Svía til beggja Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þær eru sérstæðar og óvenjulegar bækurnar sem Svíar tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðulandaráðs árið 2023. En til hinna rótgrónu verðlauna eru tilnefndar annars vegar teiknimyndasaga sem einnig er heimildasaga og sjálfsaga, þ.e. saga sem fjallar um eigin tilurð. Í bókinni Ihågkom os till liv er sögð saga fjölskyldu höfundarins Joana Ruben Drager, sem er Gyðingur og rekur í bókinni sögu ættingja sinna frá aldamótunum nítjánhundruð og fram á 21. öldina. Hin bókin sem Sviar tilnefna er hins vegar alls engin saga en samt einhvers konar saga manneskjunnar í heiminum með öllum sínum hugsunum, tilfinningum og þekkingu. Þetta er bók fyrir engan En bok för ingen Brev fra en underprpresterad övermenniska (Bréf frá vanmetnu ofurmenni) Bók sem sækir innblástur í verkið Hin kátu vísindi eftir þýska heimspekinginn Friedrich Nietsche. Einnig bækurnar sem tilnefndar eru til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs er óvenjulegar einkum sú sem ætluð er eldri lesendum sem er myndabók og fjallar um eina 8 eldri karlmenn og um það hvernig þeir urðu eins og þeir eru, flestir fremur litlausir og leiðir en þeir voru einu sinni börn. Óvenjulegt tema í barnabók. Bókin Farbrödre eftir Teresu Glad er þó allrar athygli verð. Hin bókin sem Svíar tilnefna til Barna - og unglingabókmenntaverlauna Norðurlandaráðs, Glömdagan eftir Söru Lundberg, er öllu hefðbundnari og fjallar um dag í lífi mæðgina þegar þau gleyma öllu, gleyma að stráksi á að fara í afmæli, gleyma húfunni í búðinni og sjálfri afælisgjöfinni í strætó.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
Lesari: Þóra Tómasdóttir og Júlía Aradóttir
Útvarpsfréttir.
Viðtal Ingu Huldar Hákonardóttur við Jakobínu Sigurðardóttur rithöfund, frá 1975, um sögu hennar, Í sama klefa, sem hefur verið á kvölddagskrá undanfarið.
Umsjón: Gunnar Stefánsson.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Fyrsta stóra plata Pretenders var gefin út 27. desember 1979 og hún er vínilplata vikunnar. Platan vakti talsverða athygli á hljómsveitinni og festi hana strax í sessi, einkum þó söngkonuna, gítarleikarann og lagasmiðinn Chrissie Hynde. Á þessari plötu eru meðal annars lögin Stop Your Sobbing, Kid og Brass in Pocket. Þrátt fyrir að nokkrir blaðamenn drægju hæfileika Chrissie Hynde í efa tókst henni að sanna hvað í hana er spunnið. Hún hefur starfað undir merkjum Pretenders frá fystu tíð til þessa dags.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Útvarpsfréttir.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
13. október 2023
Samstaða var með stjórnarflokkunum á sameiginlegum vinnufundi þeirra á Þingvöllum í dag, segja Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, forystumenn flokkanna.
Kvikugangur er að myndast undir Fagradalsfjalli að mati vísindamanna Veðurstofunnar. Það sýnir hröðun á landrisi undanfarið.
Fyrirskipun Ísraelshers um að 1,1 milljón íbúa Gazaborgar komi sér suður á bóginn fyrir miðnætti hefur vakið undrun og óhug víða um heim. Búist er við að landherinn ráðist fljótlega inn á Gazasvæðið. Hernaðurinn á eftir að reynast erfiðari en oft áður að mati Erlings Erlingssonar hernaðarsagnfræðings.
Stjórnkerfi og fyrirtæki búa sig undir snúinn þriðjudag 24. október þegar boðað er til sólarhrings kvennaverkfalls. Hvorki ríki né borg ætla að draga af launum kvenna og kvára vegna þátttöku í skipulagðri dagskrá. Rætt var við Gerði Óskarsdóttur, Helga Grímssyni og Maríu Fjólu Harðardóttir.
Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir húsakost Kaffistofu samtakanna löngu sprunginn vegna þess hve gestum hefur fjölgað síðustu mánuði. Í mars heimsóttu ríflega 200 gestir kaffistofuna. Í september fór fjöldinn upp í tæplega þúsund.
Um 70 prósent vilja að Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, hætti alfarið í ríkisstjórn. Flestir eru ánægðir með ákvörðun hans. Fólki ber ekki saman um hvort ákvörðunin styrki eða veiki ríkisstjórnina.
Sænska matvælaeftirlitið hefur varað við uppskriftum sem fólk fer eftir þegar fólk býr sig undir veturinn með því að sjóða niður, sulta og safta. Rætt var við Höllu Halldórsdóttur, gæðastjóra hjá Matís.
Brot úr Morgunvaktinni.
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Í þættinum hljómar tónlist af fyrstu plötum þjóðlagasveitarinnar Þokkabótar og söngvaskáldanna Harðar Torfasonar og Bergþóru Árnadóttur. Þokkabót flytur lögin Litlir kassar, Veislusöngur, Sveinbjörn Egilson og Möwekvæði. Hörður Torfason flytur lögin Þú ert sjálfur Guðjón, Kveðið eftir vin minn, Ég leitaði blárra blóma og Jesú Kristur og ég. Bergþóra Árnadóttir flytur lögin Þorlákshafnarvegurinn, Ráðið, Gott áttu veröld og Verkamaður.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Átta þættir um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, gengi þeirra og gildi og um bækurnar sem tilnefndar eru árið 2023 til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og til Barna- og ungmennabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Umsjónarmaður: Jórunn Sigurðardóttir.
Þátturinn hefst á viðtali við skáldið og rithöfundinn Fríðu Ísberg um Norrænar bókmenntir og um áhrif þess að vera tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs en Fríða var tilnefnd árið 2020 fyrir sásagnasafn sitt Kláði.
Þá er í þættinum sagt frá tilnefningum Svía til beggja Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þær eru sérstæðar og óvenjulegar bækurnar sem Svíar tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðulandaráðs árið 2023. En til hinna rótgrónu verðlauna eru tilnefndar annars vegar teiknimyndasaga sem einnig er heimildasaga og sjálfsaga, þ.e. saga sem fjallar um eigin tilurð. Í bókinni Ihågkom os till liv er sögð saga fjölskyldu höfundarins Joana Ruben Drager, sem er Gyðingur og rekur í bókinni sögu ættingja sinna frá aldamótunum nítjánhundruð og fram á 21. öldina. Hin bókin sem Sviar tilnefna er hins vegar alls engin saga en samt einhvers konar saga manneskjunnar í heiminum með öllum sínum hugsunum, tilfinningum og þekkingu. Þetta er bók fyrir engan En bok för ingen Brev fra en underprpresterad övermenniska (Bréf frá vanmetnu ofurmenni) Bók sem sækir innblástur í verkið Hin kátu vísindi eftir þýska heimspekinginn Friedrich Nietsche. Einnig bækurnar sem tilnefndar eru til Barna - og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs er óvenjulegar einkum sú sem ætluð er eldri lesendum sem er myndabók og fjallar um eina 8 eldri karlmenn og um það hvernig þeir urðu eins og þeir eru, flestir fremur litlausir og leiðir en þeir voru einu sinni börn. Óvenjulegt tema í barnabók. Bókin Farbrödre eftir Teresu Glad er þó allrar athygli verð. Hin bókin sem Svíar tilnefna til Barna - og unglingabókmenntaverlauna Norðurlandaráðs, Glömdagan eftir Söru Lundberg, er öllu hefðbundnari og fjallar um dag í lífi mæðgina þegar þau gleyma öllu, gleyma að stráksi á að fara í afmæli, gleyma húfunni í búðinni og sjálfri afælisgjöfinni í strætó.
Umsjón: Jórunn Sigurðardóttir
Lesari: Þóra Tómasdóttir og Júlía Aradóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Samfélagið sendir út frá líffræðiráðstefnu Líffræðifélagsins. Þessi stóra og fjölmenna ráðstefna fer fram annað hvert ár og er nú haldin í 11. skipti í Öskju - náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands og húsi Íslenskrar erfðagreiningar.
Á ráðstefnunni er fjallað um allt milli himins og jarðar; vísindi og sögu bjórs - drykkjarins, ekki dýrsins, mannerfðafræði og óvinsæla fugla.
Ásthildur Erlingsdóttir er situr í stjórn líffræðifélagsins og er í hópi þeirra sem skipuleggja ráðstefnuna. Við ræðum við hana um erindin á ráðstefnunni, veggspjöld og stefnur og strauma í líffræðirannsóknum á Íslandi.
Sigríður Sunna Ebenesersdóttir, doktor í líffræðilegri mannfræði hjá Íslenskri Erfðagreiningu, er ein öndvegisfyrirlesaranna á ráðstefnunni í ár, hún hefur verið að rannsaka genamengi hópa sem byggt hafa norðurslóðir síðustu árþúsundin. Rannsóknir hennar hafa meðal annars varpað nýju ljósi á uppruna og einsleitni íslensku þjóðarinnar.
Bjarni K. Kristjánsson frá Bjórsetri ræðir um sögu bjórsins, bjórgerðarlist og villiger, svo dæmi séu nefnd.
Róbert A Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, ræðir við okkur um óvinsæla fugla, en níu fuglategundir er heimilt, samkvæmt villidýralögunum frá 1994, að skjóta, vegna tjóns sem þeir valda - en sumar tegundanna valda nær engu tjóni og flestir standa stofnarnir höllum fæti.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan, grínarinn og ísbúðareigandinn Anna Svava Knútsdóttir. Hún hefur leikið í fjölda kvikmynda- og sjónvarpsverkefna, t.d. gamanþáttunum Ligelglad, Verbúðinni og fjölda áramótaskaupa. Hún hefur verið talsvert mikið í uppistandi og stofnaði svo og rekur ísbúðina Valdísi ásamt manni sínum, Gylfa Þór Valdimarssyni. Við fórum með henni aftur í tímann, forvitnuðumst um æskuna og uppvaxtarárin í Fossvoginum, grínið, ísbúðina og ferðalagið í gegnum lífið til dagsins í dag.
Svo var auðvitað matarspjallið á sínum stað, eða í dag hefði kannski frekar átt að kalla það nammispjallið. Því við hófum umræðu um nammi í síðustu viku sem við náðum bara rétt að snerta yfirborðið á. Við komumst reyndar ekki nálægt því að tæma umræðuna um nammi í dag, en við gerðum að minnsta kosti tilraun til þess.
Tónlist í þættinum í dag:
Nú er ég léttur / Geirmundur Valtýsson (Geirmundur Valtýsson)
Let Go Of Your Plans / Lukas Nelson and Promise of the Real & Madison Ryann Ward (Lukas Nelson)
You Can?t Hurry Love / Phil Collins (Brian Holland, Eddie Holland & Lamont Dozier)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Fyrsta alvöru snjókoman á suðvesturhorni landsins þennan veturinn féll í gær. Ótal ferðalöngum til mikilla vandræða. Ekki eru þó öll ósátt við fannfergið. Snjórinn náði að gera hlíðar bláfjalla skjannahvítar sem kitlar óneytanlega skíðataugar höfuðborgarbúa. Hvenær má búast við því að hægt verið að skella sér á skíði? Við heyrum í Einari Bjarnasyni rekstrarstjóra Bláfjalla.
Við ætlum að heyra af því hverju við erum nær um Lúsmý og ávaxtaflugur -agnarsmáu dýrin sem Íslendingar sameinast um að hata. Arnar Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands kíkir til okkar. Hann hefur í sumar ásamt samstarfsfólki rannsakað útbreiðslu og greint erfðaefni lúsmýs og ávaxtaflugna. Áherslan er m.a. að kortleggja dreifingu þessara tegunda á höfuðborgarsvæðinu og framvindu þeirra yfir sumarið.
Fyrsti snjórinn féll víða um land í gærnótt og gerði það og hálka ökumönnum erfitt fyrir. Til að mynda endaði nokkur fjöldi bíla út af eða fastur á Hellisheiði og Öxnadalsheiði. Borgarbúar gagnrýndu það síðasta vetur að mjög treglega hefði gengið að ljúka snjómokstri í Reykjavíkurborg. Í kjölfarið var greint frá því að endurskoða ætti þjónustuhandbók um vetrarþjónustu og stýrihópur skilaði af sér sextán tillögum til að efla þá þjónustu. En hefur þeim tillögum verið fylgt eftir og verður staðan öðruvísi þennan veturinn en þann síðasta? Breytir ný þjónustuhandbók leiknum? Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, verður gestur okkar og svarar þeim spurningum.
Fréttir vikunnar voru óneitanlega viðburðarríkar. Við ætlum að rekja þær með vel völdu fólki. Helgi Seljan rannsóknarblaðamaður og Hjördís Guðmundsdóttir Guðmundsdóttir hjá Almannavörnum kíkja til okkar.
Ísraelsk stjórnvöld segja minnst 1.300 Ísraela hafa farist frá því Hamas-samtökin gerðu eldflaugaárás á laugardagsmorgun. Síðan þá hafa um 1.400 Palestínumenn farist í árásum Ísraelshers á Gaza-svæðinu. Þar eru rúmlega sex þúsund særð. Átökin hafa margvísleg áhrif, þar á meðal á stríðið í Úkraínu, en Bloomberg fjallaði sérstaklega um það í fyrradag að þau gætu verið heppileg fyrir Rússa, nú þegar athygli Vesturlanda og aðstoð beinist nú mögulega frá Úkraínu um tíma. Við ræðum þau mál betur við Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing í málefnum Rússlands.
Ríkisráðsfundur verður á Bessastöðum á morgun og ekki síðar en þá kemur í ljós hvaða breytingar verða gerðar á ríkisstjórninni í kjölfar afsagnar Bjarna Benediktssonar sem fjármála- og efnahagsráðherra. Hulda Þórisdóttir, stjórnmálasálfræðingur og prófes
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 13. október 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-10-13
QUARASHI - Pro.
EASYBEATS - Friday On My Mind.
Una Torfadóttir - Fyrrverandi.
Rain Tree Crow - Blackwater.
RED RIOT - Got This Thing.
Nathaniel Rateliff and The Night Sweats - S.O.B..
Rúnar Þór - Kóngurinn vetur.
FLORENCE AND THE MACHINE - Shake it Out.
Tatjana, Joey Christ - Gufunes.
ARCHIE BELL & THE DRELLS - Tighten' up.
INXS - Need You Tonight.
Doja Cat - Paint The Town Red.
Birkir Blær - Thinking Bout You.
PRINS PÓLÓ - París Norðursins.
THE CURE - Friday I?m In Love.
JALEN NGONDA - Come Around and Love Me.
THE SPECIALS - Friday Night, Saturday Morning.
OF MONSTERS & MEN - Alligator.
ISLEY BROTHERS, ISLEY BROTHERS - Shout.
COOLIO - Gangsta's paradise.
TODMOBILE - The Riddle (ft. Nik Kershaw).
MUGISON - É Dúdda Mía.
Gibson brothers - Que sera mi vida.
SSSÓL - Síðan Hittumst Við Aftur.
GusGus - When we sing.
Grace, Kenya - Strangers.
LAUFEY - California and Me.
Sniglabandið - Éttu Úldinn Hund.
Joy Division - Love Will Tear Us Apart.
U2 - Beautiful Day.
Young, Neil - Harvest moon.
TERRY JACKS - Seasons in the Sun.
MUSE - Bliss.
The Knife - Heartbeats.
THE CURE - Lullaby (80).
FLEETWOOD MAC - Go Your Own Way.
Shakin' Stevens - You drive me crazy.
RAGE AGAINST THE MACHINE - Killing in the name of.
THE CARS - Drive.
Peaches & Herb - Reunited.
PÁLMI GUNNARSSON - Þorparinn.
ROLLING STONES - Sympathy for the Devil.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Gaza er að breytast í helvíti á jörðu, segir talsmaður flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu. Ein milljón manna hefur fengið sólarhring til að koma sér í burtu frá norðurhlutanum.
Sjálfstæðismenn hafa ekki farið fram á að breytingar verði gerðar á ráðherraskipan annarra flokka í ríkisstjórninni. Þetta segir forsætisráðherra. Þingmenn ríkisstjórnarflokkanna funda á Þingvöllum í dag. Breytingar á ríkisstjórn verða kynntar á morgun.
Tveir ungir piltar eru í gæsluvarðhaldi vegna skotárásar í Stokkhólmi í Svíþjóð í nótt. Tvær konur voru skotnar til bana. Talið er að árásin tengist gengjaátökum sem geisað hafa í Svíþjóð síðan í september.
Formaður FSMA, félags fólks með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA, fagnar því að Lyfjanefnd sé að skoða að heimila fullorðnum að fá lyfið Spinraza. Núna miðast aðgangur við ungmenni undir 18 ára.
Ólíklegt er að farið verði í framkvæmdir við ný bílastæði í Landmannalaugum á þessu ári. Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur falið sveitarstjóra að taka saman kostnað sveitarfélagsins vegna málsins sem oddviti telur hlaupa á milljónum.
Sunnutorg við Langholtsveg í Reykjavík er illa farið og fáist enginn til að koma þar upp rekstri og laga húsið gæti þuft að fjarlægja það.
Ísland og Lúxemborg mætast í undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið stefnir á að hefna fyrir tapið í síðasta leik þeirra.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Umsjón: Siggi Gunnars & Lovísa Rut
Siggi og Lovísa stjórnuðu Popplandi dagsins. Föstudag-gírun eins og gefur að skilja. Viðtal við Gunna Hilmars og slatti af nýrri tónlist. Lag af nýrri plötu Bubba, nýtt lag frá hljómsveitinni Hreyfingu, Eee Gee, Tappa Tíkarrassi, Leisure og fleirum.
Bubbi Morthens - Holan.
U2 - Atomic City.
Blondie - Call Me (Theme From American Gigolo) (80).
Tappi tíkarrass - Tekinn upp.
Stuðmenn - Gó gó partí.
Hreyfing - In Line.
Talking Heads - And she was.
ELÍN HALL - Er nauðsynlegt að skjóta þá?.
BENNI HEMM HEMM & URÐUR & KÖTT GRÁ PJÉ - Á óvart.
PRINCE - Cream.
Daði Freyr Pétursson - Limit To Love.
Leisure - Back in Love.
THE KINKS - Waterloo Sunset.
SYCAMORE TREE - Don't Let Go.
SYCAMORE TREE, SYCAMORE TREE - Home Again.
SYCAMORE TREE - Beast In My Bones.
BLUR - Song 2.
SYCAMORE TREE - Don?t Let Go.
SYCAMORE TREE - Colors.
Sycamore tree - Heart Burns Down.
Spacestation - Hver í fokkanum?.
JÓNFRÍ - Andalúsía.
VÖK - Ég Bíð Þín.
Curtis Mayfield - Move on Up.
STEREOPHONICS - Handbags And Gladrags.
PAUL SIMON - Diamonds On The Soles Of Her Shoes.
Holy Hrafn - Gult spjald.
SOUL 2 SOUL - Back to life (80).
Medina - Kun for mig.
eee gee - School reunion.
Grace, Kenya - Strangers.
palmi., Rakel Sigurðardóttir - 1000 x Já.
THE ROLLING STONES - Angry.
Gosi - Ekki spurning.
THE BAMBOOS - Ex-Files.
NANNA - How to start a Garden.
EMILÍANA TORRINI - Big Jumps.
LANGI SELI OG SKUGGARNIR - OK.
Selma Björnsdóttir - All Out Of Luck.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Living Thing.
LEN - Steal My Sunshine
KHRUANGBIN - Texas Sun (ft. Leon Bridges)
UNA TORFA & ELÍN HALL - Bankastræti.
RAYE - Escapism.?
TROYE SIVAN - Rush.
JOEY CHRIST & TATJANA - Gufunes.
MUGISON - É Dúdda Mía.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Á mánudaginn verður fyrsta skóflustungan tekin að nýrri fæðingardeild - sem Ísland fjármagnar en þetta verður algjör bylting fyrir mæður og ófædd börn þeirra í Malaví. Við ætlum að hringja í Ingu Dóru Pétursdóttur forstöðukonu sem starfar hjá sendiráðinu Íslands í Malaví.
Í vikunni var var lögð fram beiðni á Alþingi þess efnis að dómsmálaráðherra myndi flytja Alþingi skýrslu um vændi á Íslandi. Beiðnin barst frá Brynhildi Björnsdóttur varaþingmanni VG og var beiðnin samþykkt með 38 atkvæðum. Hvaða gögn eru það sem munu verða tekið saman í skýrslunni og hvaða þýðingu hefur þetta? Brynhildur kemur til okkar á eftir.
Í dag er alþjóðlegur dagur raftækjaúrgangs og samkvæmt nýjustu fréttum erum við Íslendingar mestu raftækjaruslarar í Evrópu - Birgitta Stefánsdóttir frá umhverfisstofnun og Margrét Kjartansdóttir frá Úrvinnslusjóði komur til okkar og fara yfir þessi mál og hvernig við getum bætt okkur og komið okkur neðar á þennan lista og jafnvel horfið af honum fyrir fullt og allt.
Kristján Hafþórsson er stundum kallaður jákvæðasti maður landsins. Hann stýrir hlaðvarpi sem kallast Jákastið og snýst einmitt um jákvæðni. í dag ætlar Krisján að segja okkkur frá íslensku barnaefni sem ætlað er leikskólaaldri 2-6 ára og verður frumsýnt um helgina. Kristján kemur til okkar á eftir.
Ísland mætir Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18:45 og spilar svo sinn síðasta heimaleik í undankeppninni á mánudaginn við Liechtenstein. Undankeppni EM lýkur svo í nóvember með útileikjum Íslands við Portúgal og Slóvakíu. Þorkell Gunnar kemur til okkar á eftir og spáir í leikinn í kvöld.
En við byrjum á Þingvöllum þar sem að Benedikt Sigurðsson fréttamaður er staddur ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG en þangað héldu stjórnarliðar til fundar fyrr í dag með rútu.
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
13. október 2023
Samstaða var með stjórnarflokkunum á sameiginlegum vinnufundi þeirra á Þingvöllum í dag, segja Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Bjarni Benediktsson, forystumenn flokkanna.
Kvikugangur er að myndast undir Fagradalsfjalli að mati vísindamanna Veðurstofunnar. Það sýnir hröðun á landrisi undanfarið.
Fyrirskipun Ísraelshers um að 1,1 milljón íbúa Gazaborgar komi sér suður á bóginn fyrir miðnætti hefur vakið undrun og óhug víða um heim. Búist er við að landherinn ráðist fljótlega inn á Gazasvæðið. Hernaðurinn á eftir að reynast erfiðari en oft áður að mati Erlings Erlingssonar hernaðarsagnfræðings.
Stjórnkerfi og fyrirtæki búa sig undir snúinn þriðjudag 24. október þegar boðað er til sólarhrings kvennaverkfalls. Hvorki ríki né borg ætla að draga af launum kvenna og kvára vegna þátttöku í skipulagðri dagskrá. Rætt var við Gerði Óskarsdóttur, Helga Grímssyni og Maríu Fjólu Harðardóttir.
Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, segir húsakost Kaffistofu samtakanna löngu sprunginn vegna þess hve gestum hefur fjölgað síðustu mánuði. Í mars heimsóttu ríflega 200 gestir kaffistofuna. Í september fór fjöldinn upp í tæplega þúsund.
Um 70 prósent vilja að Bjarni Benediktsson, fráfarandi fjármála- og efnahagsráðherra, hætti alfarið í ríkisstjórn. Flestir eru ánægðir með ákvörðun hans. Fólki ber ekki saman um hvort ákvörðunin styrki eða veiki ríkisstjórnina.
Sænska matvælaeftirlitið hefur varað við uppskriftum sem fólk fer eftir þegar fólk býr sig undir veturinn með því að sjóða niður, sulta og safta. Rætt var við Höllu Halldórsdóttur, gæðastjóra hjá Matís.
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Lykilorð þáttarins Fuzz er Rokk! Það er Fuzztudagskvöld og þá er Rokk á Rás 2. Hér verður allskonar rokk; nýtt rokk, kántrí-rokk, 70´s, 60´s, 80´s 50´s, 90´s rokk og þungarokk. Rokkið fær sjálft að tala og syngja og maður á að hlusta hátt.
Umsjón: Heiða Eiríks.
Plata þáttarins, í tilefni föstudagsins 13, var Casting the runes með Roky Erickson & The Explosives
Lagalisti:
Sanity - HAM
Farðu í röð - Botnleðja
Friday on my mind - The Easybeats
Angry - Rolling Stones
War Pigs - Black Sabbath
Night of the Vampire - Roky Erickson & The Explosives (af plötu þáttarins)
Master of puppets - Metallica
Panic Attack - Judas Priest
Painkiller - Judas Priest
Rock Forever - Judas Priest
Bara hrós - Börn
30 krónur - Skerðing
Gróðurhúsaáhrifin eru þér að kenna - Sóðaskapur
The Zookeepers boy - Mew
I fought the law - The Clash
Dont Shake me Lucifer - Roky Erickson & The Explosives (af plötu þáttarins)
Gimme Shelter - Rolling Stones (óskalag úr símatíma, fyrir Daða)
Sole survivor - Asia
Music - Einar Þór Jóhannsson
Jump - Van Halen
TV Glotzer (white punks on dope) - Nina Hagen
Veiðimannsbúgí - Lame dudes
Bonerbois - Chernobyl Jazz Club
Panda - Dungen (óskalag úr símatíma, fyrir Róbert)
Aragan - Kolrassa Krókríðandi
Seventh Son of a Seventh Son - Iron Maiden