
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Pistill um skáldsöguna Flesh eftir David Szalay sem hlaut Booker-verðlaunin 2025 og samtal við Grétu Sigríði Einarsdóttur fréttamann og bókmenntarýni um bókina.
Umfjöllun um Birtíng eftir Voltaire. Bókin sem kom út 1759 er ein frægasta háðsádeila sögunnar um stríð, ofbeldi, misskiptingu og óréttlæti heimsins og á hún stöðugt í samtali við samtímann. Og okkar samtími virðist oft vera fullur af tortímandi öflum, uppgangi fasisma, loftsalgskrísu og stríðsátökum. Er það fréttum að kenna? Eigum við að vera bjartsýn, svartsýn og kannski bara rækta garðinn okkar? Við skoðum hvernig Birtíngur og ferðalag hans um heiminn talar við tímana sem við lifum nú með Ásdísi Rósu Magnúsdóttur prófessor í frönskum bókmenntum við Háskóla Íslands.
Viðmælendur: Gréta Sigríður Einarsdóttir og Ásdís Rósa Magnúsdóttir.
Lesari: Halldór Laxness
Hljóðbrot úr Fréttaannál sjónvarps 2025 og Kastljósi.
Tónlist: For the damaged Coda - Blonde Redhead, It's a Mad Mad Mad Mad World - The Schirelles, Pista (Fresh Start) - Los Bitchos.