14:30
Kúrs
Útlitslækning

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.

Fjallað er um orðið útlitslækningu og hvað það þýði að hægt sé að lækna útlit. Hvaða útlit er verið að lækna og hvenær erum við búin að lækna útlitið? Tekið er viðtal við Ástríði Stefánsdóttur, prófessor og Ástu Jóhannsdóttur, dósent. Farið verður yfir hvort greinarmunur er á milli lýtalækninga og útlitslækninga ásamt því að skoðað er breytta stöðu læknisfræðinnar í markaðsdrifnu hagkerfi.

Umsjón: Þorsteinn Þór Jóhannesson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 24 mín.
,