Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Við höldum áfram að ræða kröfu Samgöngustofu um að Reykjavíkurborg láti fella þúsundir trjáa í Öskjuhlíð vegna starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður og formaður Hjartans í Vatnsmýri, verður gestur okkar í upphafi þáttar.
Við tökum stöðuna á Bárðarbungu og fræðumst um eldstöðina með Ármanni Höskuldssyni eldfjallafræðingi við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Nú liggur fyrir hvaða tónlistarmenn troða upp á innsetningarathöfn Donalds Trump næsta mánudag. Við ætlum að ræða þá listamenn sem hafa tekið afstöðu til forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum við Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistarsérfræðing og aðjúnkt í félagsfræði.
Meiri von er til að samkomulag um vopnahlé á Gaza náist milli Ísraelsstjórnar og Hamas nú en verið hefur mánuðum saman, ef marka má yfirlýsingar ráðamanna og embættismanna sem koma að viðræðunum. Við ræðum málið við Magneu Marinósdóttur alþjóðastjornmalafræðing.
Þórólfur Matthíasson, prófessor emeritus í hagfræði, ræðir við okkur um fyrirhugaða sölu á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Aðeins fjórir dagar eru í að TikTok bannið í Bandaríkjunum taki gildi. Hvað þýðir það fyrir notendur þess og hvaða áhrif mun það hafa á miðilinn? Ingunn Lára Kristjánsdóttir, TikTok fréttamaður RÚV kemur til okkar.
Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.