23:00
Úti vill jól drekka
Úti vill jól drekka

Í þættinum er fjallað um heiðin jól og tengsl þeirra við kristnu jólin. Rætt verður við Öldu Völu Ásdísardóttir um jólahald hjá Ásatrúarmönnum nútímans og lesið úr fornum textum sem segja  frá heiðnu jólahaldi á Íslandi og í Noregi fyrir kristnitöku. Einnig verður fjallað um tengsl forn-rómversku Satúrnusarhátíðarinnar við jólin og leiknir verða jólasöngvar sem taldir eru varðveita heiðin minni, en þar á meðal er gamall enskur jólasöngur: "The Boar´s Head Carol" (Villigaltar-jólasöngurinn).

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Lesarar: Hallgrímur Ólafsson og Guðrún Þórðardóttir.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 46 mín.
e
Endurflutt.
,