Líf með list

Líf með list II

Í síðari þætti Líf með list, um Laufeyju Helgadóttur listfræðing í París, er rætt við Laufeyju um einstakar sýningar sem hún stjórnaði um og eftir síðustu aldamót.

Efni þáttanna var tekið upp í vor þegar dagskrárgerðarkonan Jórunn Sigurðardóttir fygldist með uppsetningu síðustu listsýningarinnar í sýningarsalnum Appart 323 á heimili Laufeyjar og eiginmanns hennar, Bernards Ropa, á 25. hæð í háhýsi í 19. hverfi Parísar. Auk þeirra hjóna koma fram í þættinum textíllistakonan Helga Pálína Brynjólfsdóttir og aðstoðarkonur hennar Margrét Jónsdóttir leirlistakona og Svanborg Matthíasdóttir myndlistarkona.

Svolítil tónlist líka í þessum þætti:

Sous le ciel de Paris með Parisi taeva all; Le droit a la paresse með Georges Moustaki; Hljóðrás við verk Rúríar, Fossar í voða (Endangered Waters), tekið af netinu; Hljóðrás úr verki Gabríelu Friðriksdóttur við verkið Tetralógía north.

Þá heyrast fáeinir gítartónar úr prívatupptöku, Sólveig Genevois leikur.

Zao de Sagazan La sympohonie des éclairs.

Frumflutt

26. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Líf með list

Líf með list

Tveir þættir um Laufeyju Helgadóttur listfræðing í París.

Í þáttunum er rætt við Laufeyju um hlutverk listfræðingins í menningarlífinu sem og í ferðamennsku en Laufey hefur starfað sem leiðsögumaður bæði hér heima og í París um árabil.

Þættir

,