07:03
Morgunglugginn
Nýr sendiherra í Póllandi, umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs og heimskautarefurinn
Morgunglugginn

Fjallað um mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni og góðir gestir teknir tali.

Umsjón: Guðrún Hálfdánardóttir og Vera Illugadóttir.

Friðrik Jónsson er nýlega er tekinn til starfa sem sendiherra Íslands í Póllandi. Hann var á línunni frá Varsjá og sagði frá verkefnunum framundan hjá nýjum sendiherra, starfi sendiráðsins og lífinu í Varsjá.

Arnhildur Pálmadóttir arkitekt er tilnefnd til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs í ár, hún hefur þegar hlotið viðurkenningar og athygli fyrir verkefni sem hún hefur komið að en Arnhildur leggur mikið upp úr endurnýtingu byggingarefnis og sjálfbærni. Arnhildur var gestur Morgungluggans.

Í síðasta hluta þáttarins var gestur Morgungluggans Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Hún er komin úr árlegum leiðangri á Hornstrandir að fylgjast með heimskautarefnum á friðlandi hans þar og sagði fréttir af rebba.

Tónlist:

Ai Ga Bani - Ali Farka Toure & Toumani Diabate

Hope - Björk

Mississippi-Mali Blues - Taj Mahal & Toumani Diabate

You know I'm no good - Amy Winehouse

My Body's A Zombie For You - Dead Man's Bones

Refur - Svavar Knútur

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,