20:30
Samfélagið
Bómullarkynslóðin rakin upp, niðurtröppunarmóttaka, Svansmerkið
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Barnasprengjukynslóð eftirstríðsáranna, Kynslóðin sem var með húslykil um hálsinn og horfði á MTV, Þúsaldarkynslóðin eða þumalputtakynslóðin og Zeta-kynslóðin - um tíma hefur það tíðkast að gefa kynslóðum nafn. Í dag ætlum við að ræða kynslóðirnar

og einblína sérstaklega á hugtakið bómullarkynslóð - hvað felst í því? Í pallborði um þetta verða:

Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur sem lengi vann með börnum, þekkir vel til kvíða og geðrænna vandamála meðal ungmenna en hefur nú beint sjónum sínum að eldra fólki og kannski ekki síst samskiptum kynslóðanna.

Anna Guðrún Steinsen, markþjálfi og tómstunda- og félagsmálafræðingur sem hefur mikið kynnt sér Z-kynslóðina svokölluðu og þjálfað ungt fólk í aldarfjórðung.

Einar Lövdahl, rithöfundur af þúsaldarkynslóð sem hefur meðal annars fengist við kvíða og vanlíðan ungs fólks í verkum sínum.

Við heyrum af nýjung í íslenskum heilbrigðismálum; af móttöku sem var opnuð í morgun, þar sem sérstaklega er tekið á niðurtröppun ópíóíða og annarra sterkra verkjalyfja, svefn- og róandi lyfja og fleira.

Svanurinn er ekki bara umhverfismerki og það eru til fleiri svansmerktar vörur en klósettpappír og þvottaefni. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, fræðir okkur um Svaninn í umhverfispistli dagsins,

Tónlist:

THE WHO - My Generation.

BJARTMAR GUÐLAUGSSON - Týnda Kynslóðin.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 59 mín.
e
Endurflutt.
,