Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Frjósemi hefur aldrei mælst minni hér á landi en í fyrra, og er langt frá því að viðhalda mannfjölda. Staðan er sú sama víða um heim, og á Norðurlöndunum er farið að loka skólum vegna færri barna. Er eitthvað hægt að gera til að bregðast við þessu, er það raunhæft og er það æskilegt? Ólöf Garðarsdóttir prófessor í félagssögu við Háskóla Íslands ræddi þetta.
Þýsku málin voru auðvitað á sínum stað. Arthur Björgvin Bollason fjallaði um það sem er efst á baugi í þýsku þjóðlífi - og það er myndun nýrrar ríkisstjórnar - og svo sagði hann okkur frá bókamessunni í Leipzig sem haldin var á dögunum.
Við forvitnuðumst líka um nýja rannsókn Krabbameinsfélagsins - ekki á krabbameini heldur á lífsgæðum fólks sem greinst hefur með krabbamein. ?”Er líf eftir krabbamein?” spyr félagið. Sigríður Gunnarsdóttir sagði okkur frá því sem hún vill vita með þessari rannsókn.
Tónlist:
Bjarni Frímann Bjarnason, Herdís Anna Jónasdóttir - Þú eina hjartans yndið mitt.
Eric Clapton - Layla (unplugged).
Berlínarfílharmonían - Brot úr sónötu nr. 3 eftir Bach.
Eric Clapton - Let it grow.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við forvitnuðumst í dag um nýja sjónvarpsþáttaröð sem kallast A&B og er saga tvíburanna Arnars og Bjarka Gunnlaugssona. Þeir vöktu fljótt mikla athygli fyrir mikla hæfileika á knattspyrnuvellinum á Skaganum. Þeir fóru ungir í atvinnumennskuna, léku með landsliðinu og saga þeirra þar er rakin í þáttunum. Þeim er svo fylgt eftir í gegnum viðskiptaævintýri eftir atvinnumennskuna og hvernig þeir fundu báðir aftur fótboltann og nú er til dæmis Arnar orðinn landsliðsþjálfari hjá karlalandsliðinu. Þetta er saga drengja sem upplifa drauma sína, en lenda líka í hremmingum innan sem utan vallar. Gunnlaugur Jónsson, umsjónarmaður, handritshöfundur og framleiðandi þáttanna, kom í þáttinn ásamt Arnari, öðrum bróðurnum.
Steinunn Harðardóttir leiðsögukona hefur í 12 ár farið í pílagrímsgöngur áleiðis til Rómar en á miðöldum gengu fjölmargir íslenskir pílagrímar til Rómar. Einn þeirra var Nikulás ábóti á Munkaþverá í Eyjafirði en hann fór til Noregs og Danmerkur og gekk þaðan til Rómar og svo alla leið til Jerúsalem. Hann skrifaði leiðarvísi fyrir aðra pílagríma árið 1153-4, „Leiðarvísir og borgarskipan“ er sá eini sinnar tegundar frá þessum tíma sem hefur varðveist í Evrópu. Þegar Steinunn kom til Rómar síðasta haust stóðu yfir miklar viðgerðir á borginni vegna Heilags árs hátíðarhöldum sem hófust á jólum 2024 og standa út allt þetta ár. Heilög ár eru haldin af kaþólsku kirkjunni á 25 ára fresti. Steinunn kom í þáttinn og sagði okkur nánar frá.
Svo var það veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni. Það er hafið nýtt eldgos suðaustur af Þorbirni við Grindavík, því fór Einar aðeins yfir stöðuna, til dæmis hvað varðar gasdreifingu. Svo gerði hann aðeins upp veturinn, en með mars lauk veðurstofuvetrinum. Einar talaði svo að lokum um mikla hita sem nú geysa á fjarlægum slóðum, s.s. sunnarlega í Bandaríkjunum, í Kákasus og á Tælandi og merkilegt marsveður sem Madrídingar og Spánverjar hafa upplifað.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég skal bíða þín / Helgi Björnsson (Michel Legrande, texti Hjördís Morthens)
April in Paris / Count Basie orchestra (Vernon Duke)
Creepin’ in / Dolly Parton og Norah Jones (Lee Alexander)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Eldgos hófst á Reykjanesskaga við Grindavík á tíunda tímanum í morgun. Kvika kemur upp í tveimur sprungum og gýs innan við varnargarð, um hálfan kílómetra frá nyrsta húsi bæjarins. Lengri sprungan er um 700 metrar og hefur lengst til suðurs í átt að Grindavík. Gosið er minna enn fyrri gos en óvíst hvernig það þróast. Stór hluti kvikunnar sem hefur safnast upp frá síðasta gosi er ekki kominn upp.
Björgunarsveitarmönnum var ógnað með byssu í morgun þegar Grindavíkurbær var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss. Einn var handtekinn.
Jarðfræðingur segir Grindavík mögulega í hættu ef gosið heldur áfram að teygja sig til suðurs.
Innviðaráðherra segir almannavarnir vinna að undirbúningi á hraunkælingu og uppbyggingu varnargarða vegna eldgossins. Hann biður fólk að halda ró sinni og fara að tilmælum lögreglu.
Vegagerðin skoðar á næstu dögum til hvaða aðgerða er hægt að grípa til að koma í veg fyrir grjóthrun úr Steinafjalli undir Eyjafjöllum. Banaslys varð þar í gær þegar grjóthnullungur lenti á bíl á Suðurlandsvegi.
Helsta ógnin við íslenskt hagkerfi stafar af viðskiptastríðum á alþjóðamörkuðum. Seðlabankastjóri segir að áhrifin gætu orðið svipuð og af covid.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Blaðamaðurinn Helgi Steinar Gunnlaugsson hefur stúderað Kína öll sín fullorðinsár. Hann lærði alþjóðasamskipti í Pekíng og er einn fárra Íslendinga sem talar reiprennandi kínversku. Við ætlum að spyrja hann út í tollastríðið Bandaríkjanna og Kína, viðskiptatengsl Íslands og Kína og ekki síst, njósnir Kínverja á Íslandi sem ríkislögreglustjóri hefur áhyggjur af. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Skólaforðun er hugtak sem fór að heyrast fyrir nokkrum árum, en í því felst að börn forðast að mæta í skóla af ýmsum ástæðum. Þetta virðist vera nokkuð algengt, ef marka má umræðuna - en hvað veldur og hvers vegna mæta börnin ekki í skólann?
Við ræðum við Sigrúnu Harðardóttur dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands sem rannsakar skólaforðun barna í íslenskum grunnskólum ásamt fleirum.
Og í seinni hluta þáttarins ætlum við að ræða varnarmál – mjúk varnarmál, til að vera nákvæm. Í kvöld halda Samtök um mannvæna tækni viðburð um framtíð lýðræðisins á tímum tækni-auðvalds og rafræns eftirlits. Þórlaug Borg Ágústsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og vefkyrja heldur þar erindi um doktorsrannsókn sína sem snýr að vörnum Íslands gegn svokölluðum mjúkum árásum og áróðursherferðum. Þórlaug sest hjá okkur á eftir og fer betur yfir þessi mál.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Áslaug Rún Magnúsdóttir féll fyrir klarinettinu sem barn og lék meðal annars á það í hljómsveitinni Samaris forðum daga. Með tímanum fór hana þó að langa til að skapa eigin verk og hefur samið og gefið út talsvert af tónlist, ýmist ein eða í samstarfi við aðra, oftar en ekki með það að leiðarljósi að skapa augnablik sem verða trufluð um leið og þau eru að komast á flug.
Lagalisti:
mixtape_2 intimacy edition - Endless Beach House
Óútgefið - love and desire
en samling af vinterlig musik - Tarantula
Woodwind Quintet - Sensitive Town
Woodwind Quintet - Eternal Liquid Sad
I Am Here Now, When Will You Be Here Again? - Cowboy Strand
OASIS PLAYLIST - 1/ Hultas Sessions
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Áfram er haldið að taka saman efni úr sjóferðaminningum Richard Henry Dana og nú segir frá því er skip hans Pílagrímurinn er komið eftir erfiða siglingu alla leið til Kaliforníu og þar hefst kaupskapur mikill. En babb kemur fljótlega í bátinn.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Gunnar Þorri Pétursson, fræðimaður og þýðandi, stendur fyrir námskeiði við opna listaháskólann um heimskvikmyndina Stalker úr smiðju sovéska kvikmyndagerðarmannsins Andrej Tarkovskí. Á námskeiðinu mun hann rýna í myndina og skoða frá sögulegu, bókmenntalegu og pólitísku sjónarhorni en einnig setja hana í samhengi við bókmenntir, kvikmyndir og tölvuleiki svo fátt eitt sé nefnt.
Í þættinum segir Magnea Guðmundsdóttir frá hönnun borgarumhverfis sem tekur mið af þörfum viðkvæmra hópa og við rifjum upp viðtal við tónskáldið og kontrabassaleikarann Báru Gísladóttur sem hlýtur heiðursverðlaun Carl Nielsen og Anna Marie Carl-Nielsen í ár.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við fáum leikstjórann Egil Heiðar Anton Pálsson í samtal um leikhúsið, í seríuna um framtíð sviðslista. Tilkynnt var um það á dögunum að Egill Heiðar hefði verið ráðinn Borgarleikhússtjóri. Hann tekur við starfinu í lok mánaðar. En hvers vegna gerir hann leikhús? Og hvað þarf að vera til staðar í samfélaginu til að listalífið blómstri?
Katrín Helga Ólafsdóttir flytur okkur pistil um myndina Animality eftir listamanninn Ai Wei Wei, sem hún sá á CPH:DOX, alþjóðlegri heimildamyndahátíð í Kaupmannahöfn.
Fréttir
Fréttir
Eldgosið sem hófst á tíunda tímanum í morgun virðist vera að ljúka. Suðvesturhornið skalf síðdegis eftir kröftuga skjálfta við Reykjanestá.
Dómsmálaráðherra telur ekki þörf á breyttu verklagi við rýmingar eftir að björgunarsveitarmönnum var hótað með skotvopni þegar Grindavíkurbær var rýmdur í morgun. Þetta hafi verið jaðartilvik sem hún fordæmir.
Flokkur fólksins missir fimm þingmenn samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Samfylkingin mælist stærst og Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig eftir formannsskipti.
Vegstæði eftir snarbröttum Hamarsdal vegna Hamarsvirkjunar yrði skrítið og áberandi að mati þeirra sem gengið hafa um dalinn. Deilt er um hvort virkjunin hefði góð eða slæm áhrif á ferðaþjónustu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
113 dagar voru liðnir frá síðasta gosi á Sundhnúksgígaröðinni þegar byrjaði að gjósa á tíunda tímanum í morgun. Það virðist hafa verið stutt og laggott af , einhverjir vilja meina að þetta sé stysta gosið og þá vakna spurningar; var þetta stóra gosið sem allir voru að bíða eftir eða forleikur að einhverju meira?
Og hvað með Grindvíkinga; það sjáust áþreifanleg merki þess í morgun að þeir íbúar sem hafast við bænum eru langþreyttir á stöðu mála, margir hverjir ósáttir við framgöngu stjórnvalda og finnst þeir vera skildir eftir í lausu lofti.
Benedikt Ófeigsson og Fannar Jónasson ræða stöðuna í Speglinum.
Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar.
Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.
Þetta er sagan af börnunum á Titanic, eða kannski frekar sögurnar, því það voru yfir hundrað börn um borð í þessu heimsfræga skipi sem átti ekki að geta sokkið - en gerði það samt. Síðari þáttur af tveimur.
Umsjón og lestur: Ingibjörg Fríða Helgadóttir
Athugið að efni þáttarins gæti vakið óhug og því er mælt með að foreldrar hlusti með börnum sínum.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Skólaforðun er hugtak sem fór að heyrast fyrir nokkrum árum, en í því felst að börn forðast að mæta í skóla af ýmsum ástæðum. Þetta virðist vera nokkuð algengt, ef marka má umræðuna - en hvað veldur og hvers vegna mæta börnin ekki í skólann?
Við ræðum við Sigrúnu Harðardóttur dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands sem rannsakar skólaforðun barna í íslenskum grunnskólum ásamt fleirum.
Og í seinni hluta þáttarins ætlum við að ræða varnarmál – mjúk varnarmál, til að vera nákvæm. Í kvöld halda Samtök um mannvæna tækni viðburð um framtíð lýðræðisins á tímum tækni-auðvalds og rafræns eftirlits. Þórlaug Borg Ágústsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og vefkyrja heldur þar erindi um doktorsrannsókn sína sem snýr að vörnum Íslands gegn svokölluðum mjúkum árásum og áróðursherferðum. Þórlaug sest hjá okkur á eftir og fer betur yfir þessi mál.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við forvitnuðumst í dag um nýja sjónvarpsþáttaröð sem kallast A&B og er saga tvíburanna Arnars og Bjarka Gunnlaugssona. Þeir vöktu fljótt mikla athygli fyrir mikla hæfileika á knattspyrnuvellinum á Skaganum. Þeir fóru ungir í atvinnumennskuna, léku með landsliðinu og saga þeirra þar er rakin í þáttunum. Þeim er svo fylgt eftir í gegnum viðskiptaævintýri eftir atvinnumennskuna og hvernig þeir fundu báðir aftur fótboltann og nú er til dæmis Arnar orðinn landsliðsþjálfari hjá karlalandsliðinu. Þetta er saga drengja sem upplifa drauma sína, en lenda líka í hremmingum innan sem utan vallar. Gunnlaugur Jónsson, umsjónarmaður, handritshöfundur og framleiðandi þáttanna, kom í þáttinn ásamt Arnari, öðrum bróðurnum.
Steinunn Harðardóttir leiðsögukona hefur í 12 ár farið í pílagrímsgöngur áleiðis til Rómar en á miðöldum gengu fjölmargir íslenskir pílagrímar til Rómar. Einn þeirra var Nikulás ábóti á Munkaþverá í Eyjafirði en hann fór til Noregs og Danmerkur og gekk þaðan til Rómar og svo alla leið til Jerúsalem. Hann skrifaði leiðarvísi fyrir aðra pílagríma árið 1153-4, „Leiðarvísir og borgarskipan“ er sá eini sinnar tegundar frá þessum tíma sem hefur varðveist í Evrópu. Þegar Steinunn kom til Rómar síðasta haust stóðu yfir miklar viðgerðir á borginni vegna Heilags árs hátíðarhöldum sem hófust á jólum 2024 og standa út allt þetta ár. Heilög ár eru haldin af kaþólsku kirkjunni á 25 ára fresti. Steinunn kom í þáttinn og sagði okkur nánar frá.
Svo var það veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni. Það er hafið nýtt eldgos suðaustur af Þorbirni við Grindavík, því fór Einar aðeins yfir stöðuna, til dæmis hvað varðar gasdreifingu. Svo gerði hann aðeins upp veturinn, en með mars lauk veðurstofuvetrinum. Einar talaði svo að lokum um mikla hita sem nú geysa á fjarlægum slóðum, s.s. sunnarlega í Bandaríkjunum, í Kákasus og á Tælandi og merkilegt marsveður sem Madrídingar og Spánverjar hafa upplifað.
Tónlist í þættinum í dag:
Ég skal bíða þín / Helgi Björnsson (Michel Legrande, texti Hjördís Morthens)
April in Paris / Count Basie orchestra (Vernon Duke)
Creepin’ in / Dolly Parton og Norah Jones (Lee Alexander)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Við fáum leikstjórann Egil Heiðar Anton Pálsson í samtal um leikhúsið, í seríuna um framtíð sviðslista. Tilkynnt var um það á dögunum að Egill Heiðar hefði verið ráðinn Borgarleikhússtjóri. Hann tekur við starfinu í lok mánaðar. En hvers vegna gerir hann leikhús? Og hvað þarf að vera til staðar í samfélaginu til að listalífið blómstri?
Katrín Helga Ólafsdóttir flytur okkur pistil um myndina Animality eftir listamanninn Ai Wei Wei, sem hún sá á CPH:DOX, alþjóðlegri heimildamyndahátíð í Kaupmannahöfn.

Útvarpsfréttir.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Morgunvaktin var á gosvaktinni í dag vegna gossins við Grindavík
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-04-01
DAÐI FREYR - Thank You.
RIHANNA - Love on the brain.
PIXIES - Here Comes Your Man.
Mono Town - The Wolf.
NÝDÖNSK - Lærðu Að Ljúga.
SNOW PATROL - Run.
DAVID LEE ROTH - California Girls.
BAND OF HORSES - No One's Gonna Love You.
RICK ASTLEY - Never Gonna Give You Up.
Ágúst Þór Brynjarsson - Eins og þú.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
Í SVÖRTUM FÖTUM - Dag Sem Dimma Nátt.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Þú Fullkomnar Mig.
MUGISON - Haustdansinn.
BUBBI & ALDA DÍS - Í hjarta mér.
Bríet - Takk fyrir allt.
COLDPLAY - In My Place.
GDRN - Af og til.
HERBERT GUÐMUNDSSON - Með stjörnunum.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Eldgos hófst á Reykjanesskaga við Grindavík á tíunda tímanum í morgun. Kvika kemur upp í tveimur sprungum og gýs innan við varnargarð, um hálfan kílómetra frá nyrsta húsi bæjarins. Lengri sprungan er um 700 metrar og hefur lengst til suðurs í átt að Grindavík. Gosið er minna enn fyrri gos en óvíst hvernig það þróast. Stór hluti kvikunnar sem hefur safnast upp frá síðasta gosi er ekki kominn upp.
Björgunarsveitarmönnum var ógnað með byssu í morgun þegar Grindavíkurbær var rýmdur vegna yfirvofandi eldgoss. Einn var handtekinn.
Jarðfræðingur segir Grindavík mögulega í hættu ef gosið heldur áfram að teygja sig til suðurs.
Innviðaráðherra segir almannavarnir vinna að undirbúningi á hraunkælingu og uppbyggingu varnargarða vegna eldgossins. Hann biður fólk að halda ró sinni og fara að tilmælum lögreglu.
Vegagerðin skoðar á næstu dögum til hvaða aðgerða er hægt að grípa til að koma í veg fyrir grjóthrun úr Steinafjalli undir Eyjafjöllum. Banaslys varð þar í gær þegar grjóthnullungur lenti á bíl á Suðurlandsvegi.
Helsta ógnin við íslenskt hagkerfi stafar af viðskiptastríðum á alþjóðamörkuðum. Seðlabankastjóri segir að áhrifin gætu orðið svipuð og af covid.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Lovísa Rut og Margét Maack stóðu gosvaktina í Popplandi og fylgdu hlustendum inn í síðdegið. Allar helstu fréttir af Sundhnúksgígum, fjölbreytt tónlist og tónlistarfréttir og plata vikunnar á sínum stað, Everyone Left með hljómsveitinni Oyama.
HJÁLMAR - Borgin.
The Five Stairsteps - O-o-h child (things are gonna get easier).
Warren, Alex - Ordinary.
Moses Hightower - Nýfallið regn.
Árný Margrét - I miss you, I do.
JIM CROCE - I Got A Name.
STARSAILOR - Goodsouls.
Say She She, Francis, Neal - Broken Glass.
Tempest, Kae - Statue in the Square.
Balu Brigada - The Question.
Chappell Roan - Pink Pony Club.
Óviti, KUSK, Kusk og Óviti - Læt frá mér læti.
Warmland - The Very End of the End (The Beginning of Something Great).
Beatles, The - Strawberry fields forever.
Rogers, Maggie - Don't Forget Me.
Cars, The - Drive.
Oyama hljómsveit - Silhouettes.
Oyama hljómsveit - The light.
JOSÉ GONZALEZ - Heartbeats.
EMILÍANA TORRINI - Me And Armini.
HJÁLMAR - Leiðin okkar allra.
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
THE CARDIGANS - Lovefool.
JOHNNY CASH - Ring of fire.
CHRIS STAPELTON - Tennessee whiskey (radio edit).
BEATLES - Get Back.
DUSTY SPRINGFIELD - Son Of A Preacher Man.
K.óla - Vinátta okkar er blóm.
KENNY ROGERS - The Gambler.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
INXS - Need You Tonight.
GDRN - Af og til.
PRINCE - Cream.
STJÓRNIN - Ekki Segja Aldrei.
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
HARRY STYLES - Watermelon Sugar.
Oyama hljómsveit - Sundried.
AMY WINEHOUSE - Valerie (68 Version).
PATRi!K & LUIGI - Skína.
ELÍN EY & PÉTUR BEN - Þjóðvegurinn.
AMY WINEHOUSE - Valerie (68 Version).
CHEMICAL BROTHERS - Go ft. Q-Tip.
Ágúst Þór Brynjarsson - Eins og þú.
Richard, Cliff - Lucky lips.
Lizzo - Still Bad.
MITSKI - Stay Soft.
ELTON JOHN - Tiny Dancer.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við byrjuðum á eldgosinu en til okkar kom Benedikt Ófeigsson fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands.
Við heyrðum einnig í Benedikt Hermannssyni fagstjóra jarðskjálftavár hjá Veðurstofu Íslands um þrenna jarðskjálfta sem fundust víða laust fyrir kl. 17.00.
Við tókum stöðuna á borgarpólitíkinni en í dag er borgarstjórnarfundur og við heyrðum í borgarfulltrúunum Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur hjá Viðreisn og Hildi Björnsdóttur hjá Sjálfstæðisflokki.
Við fengum tæknitröllið okkar Árna Matt í heimsókn og ræddum við hann um gögnin okkar í símanum og hvar sé best að geyma þau.
Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og Erlingur Thoroddsen leikstjóri komu til okkar í kaffispjall og við ræddum sjónvarpsþáttaröðina Kulda sem sýnd verður í sjónvarpinu um páskana.
1. apríl er í dag og eitt þeirra fyrirtækja sem var að bjóða upp á heldur óhefðbundna þjónustu í dag er Hagkaup í Skeifunni. Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaups var á línunni hjá okkur.
Kveikur er á dagskrá sjónvarps í kvöld og þar á að taka fyrir öryggis og varnarmál. Við fengum Gunnhildi Kjerúlf og Ingólf Bjarna Sigfússon til að segja okkur frá þætti kvöldsins.
Það voru Gunna Dís og Siggi Gunnars sem höfðu umsjón með þætti dagsins.
Fréttir
Fréttir
Eldgosið sem hófst á tíunda tímanum í morgun virðist vera að ljúka. Suðvesturhornið skalf síðdegis eftir kröftuga skjálfta við Reykjanestá.
Dómsmálaráðherra telur ekki þörf á breyttu verklagi við rýmingar eftir að björgunarsveitarmönnum var hótað með skotvopni þegar Grindavíkurbær var rýmdur í morgun. Þetta hafi verið jaðartilvik sem hún fordæmir.
Flokkur fólksins missir fimm þingmenn samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallup. Samfylkingin mælist stærst og Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig eftir formannsskipti.
Vegstæði eftir snarbröttum Hamarsdal vegna Hamarsvirkjunar yrði skrítið og áberandi að mati þeirra sem gengið hafa um dalinn. Deilt er um hvort virkjunin hefði góð eða slæm áhrif á ferðaþjónustu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
113 dagar voru liðnir frá síðasta gosi á Sundhnúksgígaröðinni þegar byrjaði að gjósa á tíunda tímanum í morgun. Það virðist hafa verið stutt og laggott af , einhverjir vilja meina að þetta sé stysta gosið og þá vakna spurningar; var þetta stóra gosið sem allir voru að bíða eftir eða forleikur að einhverju meira?
Og hvað með Grindvíkinga; það sjáust áþreifanleg merki þess í morgun að þeir íbúar sem hafast við bænum eru langþreyttir á stöðu mála, margir hverjir ósáttir við framgöngu stjórnvalda og finnst þeir vera skildir eftir í lausu lofti.
Benedikt Ófeigsson og Fannar Jónasson ræða stöðuna í Speglinum.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
Doechii - Anxiety.
Os Mutantes - A Minha Menina.
Layo And Bushwacka! - Love Story.
Doja Cat, LISA, RAYE - Born Again (Purple Disco Machine Remix)
MANU CHAO - Me Gustas Tu.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
Alex Warren- Ordinary.
Haim - Relationships.
Say She She, Francis, Neal - Broken Glass.
Perez, Gigi - Chemistry.
Lola Young - Conceited
SINEAD O'CONNOR - The Emperor's New Clothes.
Boone, Benson - Sorry I'm Here For Someone Else.
Sam Fender- Arm's Length.
Vampire Weekend - White sky.
Fontaines D.C. - It's Amazing To Be Young.
Billy Nomates - The Test.
Tempest, Kae - Statue in the Square.
Birnir - LXS.
Kneecap - Get Your Brits Out.
FKA twigs - Childlike Things.
Daniil, Birnir - Hjörtu.
The Weeknd - I Can't Feel My Face.
BLOSSI - Milli stjarnanna.
Warmland - The Very End of the End (The Beginning of Something Great).
Árstíðir - Heyr himna smiður.
Fleet Foxes, Noah Cyrus - Don't Put It All On Me.
Harris, Calvin - Smoke the Pain Away.
CeaseTone - Only Getting Started.
Chappell Roan - The Giver.
TALKING HEADS - I Zimbra.
St. Vincent - DOA (From Death of a Unicorn).
Marie Davidson - Fun Times.
Cigarettes After Sex - Apocalypse
Men I Trust - I Come With Mud
Bon Iver, Danielle Haim - If Only I Could Wait
Balu Brigada - The Question
Japanese Breakfast - Picture Window
Perfume Genius, Aldous Harding - No Front Teeth
Momma - I Want You (Fever)
Lush - For Love
Viagra Boys - Uno ll
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Steinar Berg Ísleifsson hlaut á dögunum heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir ævistarf sitt.
Steinar var áratugum saman einn mikilvægasti maðurinn í tónlistarlífinu á Íslandi.
Hann gaf út fyrstu plötu Stuðmanna- Sumar á Sýrlandi. Hann fór með Mezzoforte til Englands. Hann gaf út fyrstu 10 plötur Bubba Morthens og svo Nýdönsk, Todmobile, Sálina hans Jóns Míns, Jet Black Joe og fleira og fleira.
Hann rak plötubúðir og flutti inn erlendar plötur, var í fararbroddi í íslensku tónlistraútrásinni og tónlistarhátíðahaldi á Íslandi. Hann er fylginn sér og hefur oft séð möguleika þegar aðrir sáu ekki. Síðustu 20 árin hefur Steinar einbeitt sér að ferðaþjónustu í Fossatúni í Borgarfirði – og hann hefur líka skrifað bækur og lög. Steinar Berg er er þúsundþjalasmiður. Hann var gestur Rokklands fyrir viku og í dag er framhald - seinni hlutinn.