Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Kanada var til umfjöllunar. Þar urðu forsætisráðherraskipti nýverið og landið hefur verið undir hótunum Trumps Bandaríkjaforseta um ofurtolla og ýmislegt fleira miður gott. Sigrún María Kristinsdóttir bjó í Kanada og fylgist vel með málum þar.
Borgþór Arngrímsson flutti okkur tíðindi frá Danmörku. Grænlandsheimsókn Mette Fredriksen forsætisráðherra í dag var á dagskrá; skipasmíðar og ýmislegt fleira.
Svo var hér sögustund. Við rifjuðum upp sögu Melavallarins.
Í ár er öld síðan framkvæmdir við þetta merka íþróttamannvirki á Melunum í Reykjavík hófust og á þjóðhátíðardaginn í júní verða 99 ár frá vígslu. Til okkar komu Halldór Einarsson Valsari (Henson) og Stefán Pálsson Framari og sögðu sögur af Melavellinum.
Tónlist:
Fritz Weisshappel, Guðmunda Elíasdóttir - Dansi dansi dúkkan mín.
Bjarni Frímann Bjarnason, Herdís Anna Jónasdóttir - Jeg elsker dig.
Arthur Lyman - Good morning starshine.
Skagakvartettinn - Skagamenn skora mörkin.
Ómar Ragnarsson - Jói útherji.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Það getur stundum verið erfitt að skilja á milli heilbrigðra og sjúkra sambanda. Þá er gott að skoða hegðun, bæði sína eigin og annarra, og meta hvert tilvik fyrir sig. Sjúk flögg er umræðuspil sem skoðar heilbrigða og óheilbrigða hegðun í samböndum og hentar ungmennum jafnt sem fullorðnum. Spilið er gefið út í tilefni af því að ný Sjúkást herferð er hafin, en Sjúk ást er fræðslu- og forvarnarverkefni á vegum Stígamóta, þar sem markmiðið er að fræða ungmenni, og bara alla um mörk, samþykki og heilbrigð sambönd með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það er framið. Svandís Anna Sigurðardóttir, verkefnastýra fræðslu og forvarna hjá Stígamótum kom í þáttinn og sagði okkur betur frá verkefninu, spilinu og herferðinni í ár.
Mörgum hefur eflaust brugðið við sjá auglýsingar frá Rauða krossinum sem nú eru sýndar í sjónvarpi og á vefnum þar sem fólk er spurt hvort það sé klárt fyrir neyðarástand til þriggja daga og hvort viðlagakassinn sé tilbúinn. Það er engin ástæða til að óttast, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, sviðstjóri Fjáröflunar‑ og kynningarsviðs hjá Rauða krossinum, því verkefnið 3dagar.is hefur verið við lýði í samvinnu við almannavarnir í mörg ár. Nú sé hins vegar talin ástæða til að dusta rykið af því ekki síst í ljósi eldsumbrota á Reykjanessskaga, vondra veðra og rafmagnsleysis. Gylfi segir eðlilegt að fólk setji þetta í samhengi við yfirvofandi stríðsástand vegna mikillar óvissu í heimsmálunum en fyrst og fremst sé verið að huga að ástandinu hér heima vegna náttúrvár. Gylfi kom í þáttinn í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Vetrarsól / Gunnar Þórðarson (Gunnar Þórðarson, texti Ólafur Haukur Símonarson)
Það brennur / Egill Ólafsson og Diddú (Egill Ólafsson)
Það styttir alltaf upp / Ragnar Bjarnason og Jón Jónsson (Jón Jónsson)
UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þétt skjálftavirkni er enn á Reykjanesskaga en hægt dregur úr henni. Vísindamenn útiloka ekki frekara eldgos því kvikan er ekki storknuð í kvikuganginum. Hann er 20 kílómetra langur og um þrjá kílómetra frá Reykjanesbraut.
Óróleiki er á hlutabréfamörkuðum vegna áforma Donalds Trumps um nýja tolla á vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skoðar hvort forsætisráðuneytið hafi brotið trúnað og hefur kallað eftir öllum gögnum um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur frá ráðuneytinu.
Fjörutíu Fáskrúðsfirðingar voru sendir í lungnamyndatöku og blóðprufu þegar berklasmit greindist í bænum í mars. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands telur að tekist hafi hindra útbreiðslu.
Ný gjaldskrá Vegagerðarinnar fyrir siglingar milli Hríseyjar og Árskógssands hefur vakið gremju Hríseyinga sem telja að hækkanir vegi að búsetu í eynni.
Lóan er komin og hefur sést til hennar um nær allt land. Fuglaskoðari í Hornafirði leggur kíkinn varla frá sér, þegar farfuglarnir koma hver af öðrum eftir vetrarfrí.
Íslenska kvennalandsliðið leikur tvo krefjandi leiki í Þjóðadeildinni hér heima á föstudag og þriðjudag. Liðið þarf nauðsynlega á stigum að halda í riðlinum.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Flugvirkjafélag Íslands er ósátt við flugfélagið Air Atlanta vegna þess að það hefur ekki viljað ráða flugvirkja sem launþega nema að litlu leyti. Aðrir eru meðal annars starfsmenn hjá áhafnarleigunni Airborne á Möltu.
Fjallað hefur verið um flugfélagið Air Atlanta í tveimur þáttum af Þetta helst síðaastliðina viku. Sá þriðji er þessi hér.
Eftir að fyrsti þátturinn af Þetta helst um Air Atlanta var birtur í síðustu vikur hafa borist margar ábendingar frá alls kyns aðilum um starfshætti félagsins.
Einn helsti rauði þráðurinn í umfjölluninni og ábendingunum snýst um það að Air Atlanta virðist í auknum mæli vilja ráða til sín starfsfólk sem verktaka.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Félagsleg einangrun er lýðheilsuvandi til jafns við reykingar, ofneyslu áfengis og fleiri stórfelldar ógnir við almenna heilsu, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Og félagsleg einangrun er frekar algeng, talið er að eitt af hverjum tíu ungmennum upplifi félagslega einangrun og um fjórðungur eldra fólks. En hverjar eru orsakirnar? Hvað er til ráða? Við ræðum við Líneyju Úlfarsdóttur, sálfræðing og sérfræðing í félagslegri einangrun um þetta lýðheilsuvandamál og hvernig hægt sé að rjúfa félagslega einangrun.
Og í seinni hluta þáttarins ætlum við að ræða leyniskjöl, morð og samsæriskenningar. Nýverið lét Trump Bandaríkjaforseti birta talsvert af leynilegum gögnum sem varða morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Það voru margir spenntir fyrir þessu og við ræðum þetta við Huldu Þórisdóttur sem er prófessor í stjórnmálasálfræði og hefur rannsakað sálfræði samsæriskenninga. Hún heldur líka úti hlaðvarpinu Skuggavaldið með Eiríki Bergmann stjórnmálafræðingi og þar hafa þau fjallað um Kennedy-fjölskylduna, sem stundum hefur verið kölluð konungsfjölskylda Bandaríkjanna.
Og síðan fáum við til okkar Eddu Olgudóttur, vísindamiðlara Samfélagsins, sem ætlar að segja okkur frá nýjustu rannsóknum um köld böð.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Rósa Guðrún Sveinsdóttir - Meiriháttar.
Ingi Bjarni Skúlason - Það sem er.
Davis, Richard, Getz, Stan, Jones, Elvin, Evans, Bill - Melinda.
Taylor, Art, Flanagan, Tommy, Barretto, Ray, Ammons, Gene, Watkins, Doug - My romance.
Sigmar Þór Matthíasson - Don.
Lehman, Steve, Octet - No neighborhood rough enough.
Danish Radio Big Band - Home.
Kvartett víbrafónleikarans Milt Jackson - Stress and trauma.
Óskar Guðjónsson, Magnús Jóhann Ragnarsson - Hundaeigandi.
Vliet, Jeroen van, Smits, Koen, Gulli Gudmundsson - Glíma.
Tónlist og talmál úr safni útvarpsins.
Í þættinum eru flutt tvö brot úr viðtali við Pál Ásmundsson eimreiðarstjóra sem ók fyrstu eimreiðinni sem kom til landsins árið 1913 og stýrði henni til ársins 1934. Sveinn Sæmundsson ræddi við hann árið 1969.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Kristinn Sigmundsson ætlaði sér lengi vel alls ekki að verða söngvari. Faðir hans var lengst af á sjó, mamma hans líka útivinnandi og sem strákur gerði hann mikið af því að passa bróður sinn og dorga niðri á höfn. Foreldrar þeirra lögðu áherslu á að bræðurnir fengju góða menntun og leið Kristins lá í Menntaskólann við Hamrahlíð, þar sem hann var plataður í kórinn hjá Þorgerði Ingólfsdóttur, en hélt svo í háskólanám í líffræði. Þrítugur lauk hann prófi frá Söngskólanum en eftir að hann tók skrefið út í heim fékk hann fljótlega fastráðningu við óperuna í Wiesbaden í Þýskalandi. Þaðan lá leiðin sífellt hærra, og áður en langt um leið var Kristinn farinn að syngja í velflestum stærstu óperu- og tónlistarhúsum heims. Líklega gera margir sér ekki grein fyrir hversu tilkomumikill ferill Kristins er. Sjálfur er hann lítillætið og hógværðin uppmáluð, rólyndismaður sem elskar fátt meira en ljóðsöng og fluguveiði og leitar í íslenska náttúru í huganum, mitt í skarkala erlendra stórborga. Stórsöngvarinn Kristinn Sigmundsson er gestur Svipmyndar í Víðsjá dagsins.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Rokkhljómsveitin Kino var ein vinsælasta rokksveit heims árið 1990 þegar söngvari hennar lést í bílslysi aðeins 28 ára gamall. Sveitin var þó lítið þekkt á vesturlöndum en var dýrkuð og dáð í Sovétríkjunum. Við rifjum upp söguna af Kino og rómantísku hetjunni Viktor Tsoi í Lestinni í dag.
Það hafa fáar heimildarmyndir vakið jafn sterk viðbrögð og palestínsk-ísraelska myndin No Other Land sem er sýnd þessa dagana í Bíó Paradís. Myndin er margverðlaunuð, meðal annars var hún valin besta heimildarmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni. Kolbeinn Rastrick rýnir í myndina.
Fréttir
Fréttir
Engin virkni hefur sést í gossprungunni á Reykjanesskaga frá því síðdegis í gær. Almannavarnastig var fært af neyðarstigi niður á hættustig í dag og bærinn opnaður íbúum.
Tveir menn voru handteknir á Íslandi í mars í alþjóðlegri lögregluaðgerð gegn dreifingu á barnaníðsefni. Aðgerðin náði til nærri fjörutíu landa.
Talsverð óvissa ríkir á hlutabréfamörkuðum í aðdraganda blaðamannafundar Donalds Trump Bandaríkjaforseta í kvöld. Fastlega er búist við að hann tilkynni víðtæka verndartolla á innflutningsvörur.
Formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands vill að frumvarp um rýmri leyfi til dýrahalds í fjölbýli verði rætt af yfirvegun, fólk með dýraofnæmi sé ekki dýrahatarar.
Engar reglur gilda um íshellaferðir utan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar verða íshellaferðir óheimilar í sumar en annars staðar liggur ákvörðun um slíkt hjá þeim sem bjóða slíkar ferðir.
Umsjón: Þorgils Jónsson og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Íslendingar hafa sýnt af sér ákveðna værukærð hvað varðar eftirlit með hafinu og auðlindum þess. Þótt ekki sé hægt að segja að við höfum trassað ábyrgð okkar í varnarmálum þurfa menn að stíga upp og tryggja við séum verðugir bandamenn í alþjóðlegu samstarfi, segir Auðunn Kristinsson, aðgerðastjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur.
Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu haft mikil áhrif í sjávarbyggðum víða um land. Vífill Karlsson, prófessor í hagfræði, telur að ef breytingarnar valdi erfiðleikum í sjávarútvegi bitni það frekar á fiskvinnslu í landi en fiskveiðum. Afar mikilvægt sé að gefa sér góðan tíma og skoða vandlega áhrif af stórum ákvörðunum eins og um hækkun veiðigjalds. Ágúst Ólafsson ræðir við Vífil.
Stjórnvöld og markaðir víða um heim bíða nánast með öndina í hálsinum eftir tilkynningu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um það, á hvaða innflutta varning hann hyggst leggja nýja eða hærri tolla en áður, og hversu háir þeir verða. Forsetinn er enda búinn að byggja upp heilmiklar væntingar - eða áhyggjur - með málflutningi sínum um boðaða frelsun Bandaríkjanna frá þeim mikla órétti sem hann telur Bandaríkin hafa verið beitt áratugum saman af nánast öllum sínum viðskiptaríkjum. Ekki eru allir sannfærðir um að forsetinn nái markmiðum sínum með tollunum og sjá nokkrar grundvallar mótsagnir í stefnu hans. Ævar Örn Jósepsson skoðaði málið.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred

Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Iestyn Davies kontratenór
Sergio Bucheli lúta
Hljóðritað á hádegistónleikum í Wigmore Hall í september 2024
Henry Purcell (1659-1695)
Strike the viol, touch the lute (1694)
By beauteous softness mixed with majesty (1689)
Lord, what is man? (A Divine Hymn)(1693)
Giovanni Girolamo Kapsberger (c.1580-1651)
Toccata No. 6 (1611)
Henry Purcell (1659-1695)
O solitude, my sweetest choice(1684-5)
Sweeter than roses (1695)
John Dowland (1563-1626)
The Frog Galliard
Behold a wonder here (1603)
Flow, my tears (1600)
Nico Muhly (b.1981) Úr 4 Traditional Songs (án undirleiks) (2011)
A brisk young lad • The cruel mother • The bitter withy
John Dowland (1563-1626)
A Fancy P73
George Frideric Handel (1685-1759)
O Lord, whose mercies numberless from Saul HWV53 (1738)
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Félagsleg einangrun er lýðheilsuvandi til jafns við reykingar, ofneyslu áfengis og fleiri stórfelldar ógnir við almenna heilsu, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Og félagsleg einangrun er frekar algeng, talið er að eitt af hverjum tíu ungmennum upplifi félagslega einangrun og um fjórðungur eldra fólks. En hverjar eru orsakirnar? Hvað er til ráða? Við ræðum við Líneyju Úlfarsdóttur, sálfræðing og sérfræðing í félagslegri einangrun um þetta lýðheilsuvandamál og hvernig hægt sé að rjúfa félagslega einangrun.
Og í seinni hluta þáttarins ætlum við að ræða leyniskjöl, morð og samsæriskenningar. Nýverið lét Trump Bandaríkjaforseti birta talsvert af leynilegum gögnum sem varða morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Það voru margir spenntir fyrir þessu og við ræðum þetta við Huldu Þórisdóttur sem er prófessor í stjórnmálasálfræði og hefur rannsakað sálfræði samsæriskenninga. Hún heldur líka úti hlaðvarpinu Skuggavaldið með Eiríki Bergmann stjórnmálafræðingi og þar hafa þau fjallað um Kennedy-fjölskylduna, sem stundum hefur verið kölluð konungsfjölskylda Bandaríkjanna.
Og síðan fáum við til okkar Eddu Olgudóttur, vísindamiðlara Samfélagsins, sem ætlar að segja okkur frá nýjustu rannsóknum um köld böð.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Það getur stundum verið erfitt að skilja á milli heilbrigðra og sjúkra sambanda. Þá er gott að skoða hegðun, bæði sína eigin og annarra, og meta hvert tilvik fyrir sig. Sjúk flögg er umræðuspil sem skoðar heilbrigða og óheilbrigða hegðun í samböndum og hentar ungmennum jafnt sem fullorðnum. Spilið er gefið út í tilefni af því að ný Sjúkást herferð er hafin, en Sjúk ást er fræðslu- og forvarnarverkefni á vegum Stígamóta, þar sem markmiðið er að fræða ungmenni, og bara alla um mörk, samþykki og heilbrigð sambönd með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi áður en það er framið. Svandís Anna Sigurðardóttir, verkefnastýra fræðslu og forvarna hjá Stígamótum kom í þáttinn og sagði okkur betur frá verkefninu, spilinu og herferðinni í ár.
Mörgum hefur eflaust brugðið við sjá auglýsingar frá Rauða krossinum sem nú eru sýndar í sjónvarpi og á vefnum þar sem fólk er spurt hvort það sé klárt fyrir neyðarástand til þriggja daga og hvort viðlagakassinn sé tilbúinn. Það er engin ástæða til að óttast, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, sviðstjóri Fjáröflunar‑ og kynningarsviðs hjá Rauða krossinum, því verkefnið 3dagar.is hefur verið við lýði í samvinnu við almannavarnir í mörg ár. Nú sé hins vegar talin ástæða til að dusta rykið af því ekki síst í ljósi eldsumbrota á Reykjanessskaga, vondra veðra og rafmagnsleysis. Gylfi segir eðlilegt að fólk setji þetta í samhengi við yfirvofandi stríðsástand vegna mikillar óvissu í heimsmálunum en fyrst og fremst sé verið að huga að ástandinu hér heima vegna náttúrvár. Gylfi kom í þáttinn í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Vetrarsól / Gunnar Þórðarson (Gunnar Þórðarson, texti Ólafur Haukur Símonarson)
Það brennur / Egill Ólafsson og Diddú (Egill Ólafsson)
Það styttir alltaf upp / Ragnar Bjarnason og Jón Jónsson (Jón Jónsson)
UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Rokkhljómsveitin Kino var ein vinsælasta rokksveit heims árið 1990 þegar söngvari hennar lést í bílslysi aðeins 28 ára gamall. Sveitin var þó lítið þekkt á vesturlöndum en var dýrkuð og dáð í Sovétríkjunum. Við rifjum upp söguna af Kino og rómantísku hetjunni Viktor Tsoi í Lestinni í dag.
Það hafa fáar heimildarmyndir vakið jafn sterk viðbrögð og palestínsk-ísraelska myndin No Other Land sem er sýnd þessa dagana í Bíó Paradís. Myndin er margverðlaunuð, meðal annars var hún valin besta heimildarmyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni. Kolbeinn Rastrick rýnir í myndina.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Um tíuleytið í gærkvöldi var engin virkni í nýjasta eldgosi Sundhnúkagígsraðarinnar. Skjálftavirkni og aflögun hélt þó áfram. Við ætlum stuttlega að taka stöðuna eftir nóttina með Benedikt Ófeigssyni fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands.
Hermann Arnar Austmar, stjórnarmaður í Astma- og ofnæmisfélaginu, ræðir við okkur um frumvarp Ingu Sæland um breytingar á ákvæðum laga um fjöleignarhús sem varða dýrahald þannig að samþykki annarra eigenda fyrir hunda- og kattahaldi sé ekki nauðsynlegt. Frumvarpið var rætt á þingi í fyrradag.
Við heyrum mikið um ásælni stórra karla í önnur lönd og landsvæði þessi misserin. En eru til lönd sem enginn vill eiga? Björn Berg Gunnarsson kemur til okkar og segir okkur frá óeftirsóknarverðu löndunum.
Þrengt hefur að stuðningi við þróunarsamvinnu og það bakslag sem við stöndum frammi fyrir í mannréttindamálum í heiminum. Hvaða áhrif hefur þessi þróun á frið og stöðugleika á heimsvísu? Við fáum til okkar Gísla Rafn Ólafsson framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi og Tótlu Sæmundsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla – Save the Children á Íslandi til að ræða stöðuna.
Bjarni Þór Hannesson, grasvallatæknifræðingur og yfirvallastjóri, verður gestur okkar fyrir átta fréttir þegar við ræðum golfsumarið framundan - og gras almennt eftir veturinn.
Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, verður gestur okkar í lok þáttar þegar við ræðum rýmingar í almannavarnaástandi - hversu langt ríkið megi ganga í því að fjarlægja þig af heimili þínu og hvort ríkið þurfi alltaf að bjarga þér.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Við heyrðum söluhæstu smáskífu Motown útgáfunnar í morgun og kom lagið nokkuð á óvart, við heyrðum lag af 50 ára gamalli plötu frá hljómsveit sem hlustendur þekkja en fáir þekkja af tónum fyrstu plötunnar.
Charles & Eddie átti einsmellinn sem fjallað var um í Einsmellungar og smellaeltar.
Við heyrðum lag frá 1978 sem unga fólkið er að uppgötva og missa sig yfir í dag og heyrðum hverjir koma fram á Bræðslunni í ár.
Plata vikunnar var á sínum stað og margt fleira skemmtilegt.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-04-02
LAND OG SYNIR - Von Mín Er Sú.
Sextett Ólafs Gauks - Villtir strengir.
ARLO PARKS - Black dog.
SOFT CELL - Tainted Love.
FOO FIGHTERS - These Days.
Haraldur Ari Stefánsson, Unnsteinn Manuel Stefánsson - Til þín.
Snorri Helgason - Ein alveg.
Nýdönsk - Fyrsta skiptið.
Hayward, Justin, Burton, Richard - The eve of the war.
LENNY KRAVITZ - Ooo Baby Baby.
Spacestation - Loftið.
Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.
THE DOORS - Spanish Caravan.
LAUFEY - Street by street.
Fontaines D.C. - Favourite.
Júníus Meyvant - Raining Over Fire.
Bay City Rollers - Bye bye baby.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
LEAVES - Catch.
Albarn, Damon, Kaktus Einarsson - Gumbri.
Ross, Diana, Richie, Lionel - Endless love.
Árný Margrét - Greyhound Station.
LHOOQ - Losing Hand.
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
LAY LOW - Little By Little.
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
TWENTY ONE PILOTS - Stressed Out.
Tijuana Brass, The, Alpert, Herb - A taste of honey.
ÁSGEIR TRAUSTI - Dýrð í dauðaþögn.
MÍNUS - The Long Face.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
Say She She, Francis, Neal - Broken Glass.
Tempest, Kae - Statue in the Square.
Balu Brigada - The Question.
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
JOURNEY - Don't Stop Believin'.
Oyama hljómsveit - She fades away.
David, Damiano - Born With A Broken Heart.
Szmierek, Antony - Yoga Teacher.
Fender, Sam - Arm's Length.
Einsmellungar og smellaeltar - Charles & Eddie - Would I lie to you

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þétt skjálftavirkni er enn á Reykjanesskaga en hægt dregur úr henni. Vísindamenn útiloka ekki frekara eldgos því kvikan er ekki storknuð í kvikuganginum. Hann er 20 kílómetra langur og um þrjá kílómetra frá Reykjanesbraut.
Óróleiki er á hlutabréfamörkuðum vegna áforma Donalds Trumps um nýja tolla á vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis skoðar hvort forsætisráðuneytið hafi brotið trúnað og hefur kallað eftir öllum gögnum um mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur frá ráðuneytinu.
Fjörutíu Fáskrúðsfirðingar voru sendir í lungnamyndatöku og blóðprufu þegar berklasmit greindist í bænum í mars. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands telur að tekist hafi hindra útbreiðslu.
Ný gjaldskrá Vegagerðarinnar fyrir siglingar milli Hríseyjar og Árskógssands hefur vakið gremju Hríseyinga sem telja að hækkanir vegi að búsetu í eynni.
Lóan er komin og hefur sést til hennar um nær allt land. Fuglaskoðari í Hornafirði leggur kíkinn varla frá sér, þegar farfuglarnir koma hver af öðrum eftir vetrarfrí.
Íslenska kvennalandsliðið leikur tvo krefjandi leiki í Þjóðadeildinni hér heima á föstudag og þriðjudag. Liðið þarf nauðsynlega á stigum að halda í riðlinum.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack
Það var vor í lofti og músík í Popplandi þennan miðvikudaginn, Margét og Lovísa stýrðu þættinum. Nýtt lag frá Snorra Helgasyni, Calvin Harris, Neil Francis og fleirum. Póstkort og nýtt lag frá frá Aroni Hannesi og Reyni Snæ. Plata vikunnar á sínum stað, Everyone Left með hljómsveitinni Oyama.
HJALTALÍN - Þú Komst Við Hjartað í Mér.
Jón Jónsson & Una Torfadóttir - Vertu hjá mér.
SPILVERK ÞJÓÐANNA - Landsímalína.
SIXPENCE NON THE RICHER - Kiss Me.
THIN LIZZY - The Boys Are Back In Town.
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
Nýdönsk - Fyrsta skiptið.
CAKE - Never there.
Oyama hljómsveit - She fades away.
FRANK SINATRA - My Way.
LAURA BRANIGAN - Self Control.
OF MONSTERS AND MEN - Little Talks (demo).
Combs, Luke, Post Malone - Guy For That.
BLUR - Girls And Boys.
Mono Town - The Wolf.
Harris, Thurston - Little bitty pretty one.
ROBERT PLANT - Big Log.
Elín Hall, RAVEN - fyllt í eyðurnar (lifandi flutningur í Hljóðriti).
Jón Jónsson - Dýrka mest.
Springfield, Dusty - Am I The Same Girl.
CARLY SIMON - You're So Vain.
Chappell Roan - The Giver.
Hjálmar - Vor.
Snorri Helgason - Ein alveg.
CeaseTone - Only Getting Started.
Good Neighbours - Ripple.
Tini, Burna Boy, Elyanna, Little Simz, Coldplay - WE PRAY.
VÉDÍS - Blow My Mind.
Say She She, Francis, Neal - Broken Glass.
Jungle - Let's Go Back.
Alon, Jacob - Liquid Gold 25.
Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.
Warren, Alex - Ordinary.
BRYAN ADAMS & MEL C - When You're Gone.
CALVIN HARRIS - Smoke the Pain Away.
STEVIE WONDER - As.
ARON HANNES & CREATURE OF HABIT - Little Me (feat. Snny)
FRANK OCEAN - Thinkin ‘bout You.
SUPERGRASS - Alright.
LOLA YOUNG - Messy.
OYAMA - Cigarettes.
MORGAN WALLEN - Love Somebody.
GIGI PEREZ - Chemistry.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar í kvöld að kynna fjölmarga nýja tolla á vörur sem eru fluttar inn til Bandaríkjanna. Trump mun kynna áform sín á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld klukkan 20 að íslenskum tíma - Oddur Þórðarson fréttamaður kom til okkar.
Í gær var samþykkt í Borgarstjórn tillaga Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar í Reykjavík um að einkaþotum og þyrluflugi á Reykjavíkurflugvelli verði fundinn nýr staður. Og á borgarstjóri að beita sér fyrir að færa umferðina frá Reykjavíkurflugvelli. Við ræddum þessa tillögu við Þórdísi Lóu í gær en fengum til okkar Matthías Sveinbjörnsson flugmann og forseta Flugmálafélags Íslands í þættinum.
Í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær var fjallað um öryggis og varnarmál Íslands. Þar kom meðal annars fram að nýjasta viðbótin við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna var hvortki rædd opinberlega né birt hérlendis þegar undir hana var ritað. Samingurinn hefur verið meginstoð varna Íslands. Við ætlum að ræddum þennan samning og varnar og öryggismál landsins við Bjarna Má Magnússon prófessor í lögfræði.
Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Reykjavík Fusion verður heimsfrumsýnd á hinni virtu Cannes Series-hátíð sem fer fram í lok apríl. Þáttaröðin er sú fyrsta frá Íslandi sem valin er til frumsýningar á Cannes Series, en hún er framleidd af íslenska fyrirtækinu ACT4 og verður sýnd á Sjónvarpi Símans Premium í haust. Ólafur Darri Ólafsson leikari kom til okkar ásamt Millu Ósk Magnúsdóttur yfirframleiðanda hjá ACT4.
Við lásum um það á fotbolta.net að Pétur Georg Markan bæjarstjóri í Hvergerði ætli að spila með knattspyrnuliði Hamars í sumar. Pétur kíkti í kaffi.
Hríseyingar segja óvæntar miklar gjaldskrárhækkanir í ferjuna Sævar vera ólíðandi. Ekkert samráð hafi verið við haft við íbúa, sem ætlast til þess að hækkanirnar verði endurskoðaðar. Við heyrðum í Ingólfi Sigfússyni formanni hverfisráðs Hríseyjar og Hilmari Stefánssyni forstöðumanni almenningssamganga hjá Vegagerðinni.
Siggi Gunnars, Gunna Dís og Hrafnhildur Halldórs höfðu umsjón með þættinum.
Fréttir
Fréttir
Engin virkni hefur sést í gossprungunni á Reykjanesskaga frá því síðdegis í gær. Almannavarnastig var fært af neyðarstigi niður á hættustig í dag og bærinn opnaður íbúum.
Tveir menn voru handteknir á Íslandi í mars í alþjóðlegri lögregluaðgerð gegn dreifingu á barnaníðsefni. Aðgerðin náði til nærri fjörutíu landa.
Talsverð óvissa ríkir á hlutabréfamörkuðum í aðdraganda blaðamannafundar Donalds Trump Bandaríkjaforseta í kvöld. Fastlega er búist við að hann tilkynni víðtæka verndartolla á innflutningsvörur.
Formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands vill að frumvarp um rýmri leyfi til dýrahalds í fjölbýli verði rætt af yfirvegun, fólk með dýraofnæmi sé ekki dýrahatarar.
Engar reglur gilda um íshellaferðir utan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar verða íshellaferðir óheimilar í sumar en annars staðar liggur ákvörðun um slíkt hjá þeim sem bjóða slíkar ferðir.
Umsjón: Þorgils Jónsson og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Íslendingar hafa sýnt af sér ákveðna værukærð hvað varðar eftirlit með hafinu og auðlindum þess. Þótt ekki sé hægt að segja að við höfum trassað ábyrgð okkar í varnarmálum þurfa menn að stíga upp og tryggja við séum verðugir bandamenn í alþjóðlegu samstarfi, segir Auðunn Kristinsson, aðgerðastjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við Önnu Kristínu Jónsdóttur.
Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu haft mikil áhrif í sjávarbyggðum víða um land. Vífill Karlsson, prófessor í hagfræði, telur að ef breytingarnar valdi erfiðleikum í sjávarútvegi bitni það frekar á fiskvinnslu í landi en fiskveiðum. Afar mikilvægt sé að gefa sér góðan tíma og skoða vandlega áhrif af stórum ákvörðunum eins og um hækkun veiðigjalds. Ágúst Ólafsson ræðir við Vífil.
Stjórnvöld og markaðir víða um heim bíða nánast með öndina í hálsinum eftir tilkynningu Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um það, á hvaða innflutta varning hann hyggst leggja nýja eða hærri tolla en áður, og hversu háir þeir verða. Forsetinn er enda búinn að byggja upp heilmiklar væntingar - eða áhyggjur - með málflutningi sínum um boðaða frelsun Bandaríkjanna frá þeim mikla órétti sem hann telur Bandaríkin hafa verið beitt áratugum saman af nánast öllum sínum viðskiptaríkjum. Ekki eru allir sannfærðir um að forsetinn nái markmiðum sínum með tollunum og sjá nokkrar grundvallar mótsagnir í stefnu hans. Ævar Örn Jósepsson skoðaði málið.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á föstudögum er sulta dagsins indie disco.

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Spacestation - Loftið.
The National - Bloodbuzz Ohio.
Sam Fender - Arm's Length.
Future Islands - A dream of you and me.
Benson Boone - Sorry I'm Here For Someone Else.
Cat Burns - GIRLS!.
Idol, Billy - Eyes without a face.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
Phantogram - Black out days.
Good Neighbours - Ripple.
Árstíðir - Heyr himna smiður.
Fleet Foxes, Noah Cyrus - Don't Put It All On Me.
Auður - Sofðu rótt.
Snorri Helgason - Ein alveg.
Leon Bridges - Laredo.
Doechii - Anxiety.
Porno For Pyros - Pets
IDLES - Gift Horse
Viagra Boys - Uno II.
Culture Club - Victims.
Balu Brigada - The Question.
Warmland - The Very End of the End (The Beginning of Something Great).
Mark Pritchard, Thom Yorke - This Conversation Is Missing Your Voice.
CARIBOU - Odessa.
St. Vincent - DOA (From Death of a Unicorn).
BLOSSI - Milli stjarnanna.
Rolling Stones, The - Heaven.
Men I Trust - I Come With Mud.
MASSIVE ATTACK - Better Things.
Greentea Peng - Stones Throw
Haim - Relationships.
Say She She, Neal Francis - Broken Glass.
DAVID BOWIE - Ashes to ashes.
Billy Nomates - The Test.
Cease Tone - Only Getting Started
Kae Tempest - Statue In the Squere
Birnir - LXS
Little Dragon - Wildfire
Kusk & Óviti - Læt frá mér læti
FKA Twigs, North West - Childlike Things
Yello - I Love You
Lizzo - Still Bad
Mura Masa - Jump

Umsjón: Andrea Jónsdóttir.