07:03
Morgunvaktin
Vill klára fjárlög en hleypa þingmönnum í kosningabaráttu
Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Nú liggur fyrir hvernig skipulagið í stjórnmálunum verður næstu vikur. Kosið verður laugardaginn 30. nóvember og fram að kosningum starfar starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Við fjölluðum um aðdraganda þessarar stöðu sem nú er uppi, þær ákvarðanir sem teknar hafa verið, fyrirbærið starfsstjórn og útlitið almennt í stjórnmálunum: Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, og Gísli Tryggvason lögmaður, sem er vel að sér í stjórnskipun landsins, komu til okkar.

Borgþór Arngrímsson fjallaði um dönsk málefni. Við sögu kom heimsókn forseta Íslands til Danmerkur, bílastæðavandi í Kaupmannahöfn og gengjastríð.

Í síðasta hluta þáttarins var rætt meira um stöðuna sem upp er komin í stjórnmálunum. Hvernig sér forseti Alþingis þingstörfin ganga fyrir sig? Birgir Ármannsson ræddi við okkur.

Tónlist;

Van Morrison - Into the mystic.

Van Morrison - Crazy love.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 2 klst. 10 mín.
,