18:30
Hvað ertu að lesa?
Fjölbreytileiki í barnabókum
Hvað ertu að lesa?

Þættir um barnabækur úr öllum áttum, gamlar og nýjar. Embla ræðir við höfunda, þýðendur, myndhöfunda, leikara og alls konar fólk sem kemur að barnabókum á einn eða annan hátt, að ógleymdum lesendunum sjálfum.

Umsjón: Embla Bachmann

Af hverju er fjölbreytileiki í barnabókum mikilvægur? Við fáum að heyra mörg góð svör við þessari spurningu í þættinum. Hjónin Ingileif og María segja frá bókunum sínum og hún Sólborg sömuleiðis. Elísabet Thoroddsen les upp úr bókinni sinni, Á eftir dimmum skýjum, og bókaormurinn Alex talar um Hjartastopp bækurnar og þættina.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,