Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Viðræður um frið í Úkraínu fóru fram í Sádí-Arabíu í gær, án Úkraínumanna og Evrópu. Þýða virðist komin í samskipti Bandaríkjanna og Rússlands, og margir virðast þeirrar skoðunar að miklar breytingar hafi orðið undanfarið í alþjóðamálum. Við ræddum þessi mál í þættinum í dag, fyrst við Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, og svo við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Þessi mál komu líka við sögu í spjalli okkar við Borgþór Arngrímsson um dönsk málefni, enda hafa Danir tilkynnt um mikla aukningu útgjalda í varnarmál. Borgþór ræddi þó líka um fleiri mál, umhverfismál, ferðamenn og það hvernig á að sjóða egg.
Tónlist:
Bruno Canino, Lynn Harrell - Sicilienne, op. 78.
Stefán Helgi Stefánsson, Davíð Ólafsson - Borgarfjarðarminning.
Chris Potter - Cloud message.
![Fréttayfirlit 7:30](/spilari/DarkGray_image.png)
![Fréttayfirlit 8:30](/spilari/DarkGray_image.png)
Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Arna býr að sérkennilegri lífsreynslu en alvarleg veikindi í æsku settu svip sinn á líf hennar og þegar hún lítur til baka var leitin aðplöntumiðuðu mataræði ákveðið haldreipi sem hún þurfti til að tengjast náttúrunni og sjálfri sér á ný. Hún segir frá veikindunum sínum og nýrri matreiðslubók sem hún var að skrifa.
![Veðurfregnir](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við höfum fjallað talsvert um samfélagsmiðlanotkun og snjalltækjanotkun, ekki síst unga fólksins, í þættinum og þær afleiðingar sem hún getur haft. Þórhildur Halldórsdóttir, dósent við Sálfræðideild HR og barnasálfræðingur og Berglind Sveinbjörnsdóttir, lektor við Sálfræðideild HR og forstöðukona MSc námsins í hagnýtri atferlisgreiningu HR komu í þáttinn í dag og fræddu okkur um niðurstöður íslenskra rannsókna á tengslum samfélagsmiðla og tölvunotkunar við líðan ungmenna og hagnýt ráð fyrir foreldra barna.
Söngleikur um ævi Marlene Dietrich var frumsýndur fyrir nokkrum dögum á Hótel Parliament, í Sjálfsstæðissalnum, sem margir þekkja betur sem gamla Nasa salinn. Höfundur og aðalleikona verksins, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir leikkona og söngkona, féll fyrir ævisögu Dietrich sem hún fékk í jólagjöf frá systur sinni. Í sýningunni notar hún lög Dietrich til að segja söguna, en Sigríður syngur á fjórum tungumálum en leiknu atriðin eru á íslensku. Farið er í gegn um líf Marlene Dietrich, ástir og ævintýri, örvætingarfulla vonbiðla og harmþrungið ævikvöld. Við ræddum við Sigríði Ástu Olgeirsdóttur í þættinum.
Tónlist í þætti dagsins:
Hæ vinur minn / Fjallabræður (Halldór Gunnar Pálsson, texti Halldór Gunnar Pálsson og Magnús Þór Sigmundsson)
Harvest moon / Neil Young (Neil Young)
Lili Marlene / Marlene Diethrich (Norbers Schultze)
Ich bin von kopf bis fuzz auf Liebe eingestellt / Marlene Dietrich (Frederick Hollaender)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
![Útvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forseti Úkraínu segir að forseti Bandaríkjanna hafi látið blekkjast af Rússum. Á blaðamannafundi í Kyiv sagðist Zelensky vilja fá tryggingu fyrir öryggi Úkraínu, svo hægt verði að stöðva átökin við Rússa á þessu ári.
Olíugjald verður fellt niður um mitt ár og nýtt kílómetragjald kemur í staðinn. Fjármálaráðherra segir breytingarnar óumflýjanlegar.
Litlu munaði að sjúkraflugvél þyrfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í gær vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Reykjavíkurflugvelli. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir einu lausnina að fella trén í Öskjuhlíð og opna flugbrautina aftur.
Kaldvík gæti þurft að endurskoða eitt af fyrirhuguðum laxeldissvæðum sínum í Seyðisfirði, meðal annars vegna snjóflóðahættu. Í hættumati Veðurstofunnar var aðeins fjallað um mögulegan mannskaða ekki umhverfisslys.
Ríkissáttasemjari hefur kallað samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands að samningaborðinu í dag. Víðtæk verkföll hefjast að óbreyttu á föstudag.
Fyrrverandi dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp, sem ráðuneytið vann í hans tíð, um fækkun sýslumanna. Nýr ráðherra leggur sams konar frumvarp fram í næsta mánuði.
Rófustappa olli veikindum hátt í áttatíu manns eftir þorrablót í Brúarási um helgi. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands segir að stappan geti verið varasöm.
Við eigum skilið að komast á stórmót, segir landsliðsmaður í körfubolta. Ísland mætir Ungverjalandi á morgun og getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Við heyrum sögu tveggja kvenna sem hafa með aðstoð tækninnar náð að skapa sér góðar tekjur fyrir listsköpun með hekli og prjóni. Þær eiga það sameiginlegt að hafa vakið áhuga fólks á gömlum hefðum og hreinlega komið þeim aftur í tísku. Þær selja stafrænar uppskriftir í netverslun og á veitum á borð við Ravelry. Viðmælendur: Heléne Magnússon og Tinna Þórudóttir Þorvaldar. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Reykur er ný skaðaminnkandi þjónusta fyrir fólk sem reykir ópíóíða og örvandi efni. Þjónustan er á vegum skaðaminnkunarsamtakanna Matthildar, og þykir frekar nýstárleg á íslenskan mælikvarða. Samfélagið heimsótti hálfgerðar höfuðstöðvar Reyks í Andrými á Bergþórugötu, og ræddi við Svölu Jóhannesdóttur, forgöngukonu verkefnisins, um þjónustuna, vímuefnareykingar og skaðaminnkun.
Edda Olgudóttir kemur til okkar í lok þáttar - við verðum á ljúffengum nótum í spjalli dagsins og afhjúpum raunverulega staðsetningu hins svokallaða eftirréttarhólfs.
Tónlist:
Guðmundur Pétursson Tónlistarm., Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
TRACY CHAPMAN - Smoke And Ashes [Radio Edit].
ZZ TOP - Brown Sugar.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Shearing, George - I see nothing to laugh about.
Waters, Muddy - Got my mojo working.
Mezzoforte - Beyond the horizon.
Sigurður Flosason, Legardh, Cathrine - Fyr og flamme.
New Air - Apricots on their wings.
Afro-Latin Jazz Orchestra, O'Farrill, Arturo - Clump, unclump.
Kári Egilsson Band - Óróapúls.
Ásgeir Ásgeirsson Tónlistarm., Qvick, Erik, Agnar Már Magnússon, Bjarni Sveinbjörnsson - Conversations.
O.N.E. - I See You.
Svetlana Marinchenko Trio - Berlin moment.
Leikin er tónlist, ljóð og viðtöl úr safni útvarpsins.
Endurflutt eru viðtöl Stefáns Jónssonar við Strandamenn sem hljóðrituð voru árið 1962. Rætt er við Andrés Guðmundsson, gamlan sjómann og kvæðamann í Norðurfirði á Ströndum sem segir frá lífshlaupi sínu og kveður nokkrar stemmur. Einnig ræðir Stefán við Þorstein Guðmundsson, refaskyttu á Finnbogastöðum í Árneshreppi á Ströndum. sem segir frá göldrum, refaveiðum, sjóskrímsli og vetrarferðum við erfiðar aðstæður.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Síðustu ár hefur hópur íslenskra listamanna heimsótt Varanasi á Indlandi og dvalið þar á vinnustofum Kriti gallerísins, sótt sér næringu og innblástur. Afrakstur dvalarinnar má sjá á sýningu sem nú stendur yfir í Listasafni Árnesinga og hefur yfirskriftina Meðal guða og manna. Um sýningarstjórn sér Pari Stave, en hópurinn telur sex mótaða og margreynda íslenska listamenn, þau Margréti H. Blöndal, Guðjón Ketilsson, Eygló Harðardóttur, Sólveigu Aðalsteinsdóttur, Sigurð Árna Sigurðsson og Einar Fal Ingólfsson, sem er forsprakkinn að þessu viðamikla verkefni.
Það finnast varla ólíkari lönd og menningarheimar en Ísland og Indland og íslensku listamennirnir sem héldu til Varanasi fetuðu í fótspor margra annarra listamanna og hugsuða sem hafa farið þangað í leit að áhrifum og upplifunum. Varanasi er borg öfga, lita og fjölskrúðugs mannlífs, þar sem dauðinn er alltaf nálægur við hið helga Gangesfljót. Við heyrum af upplifunum listamannnanna sex, ásamt stofnanda gallerísins og vinnustofunnar, Navneet Raman. Svipmynd dagsins er af vinnustofu í Varanasi.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir
Fréttir
Fréttir
Forsetar Bandaríkjanna og Úkraínu vanda hvor öðrum ekki kveðjurnar. Trump kallar Zelensky einræðisherra, sem á móti segir Trump lifa í rússneskri upplýsingaóreiðu.
Leikskólakennarar í tveimur sveitarfélögum til viðbótar hafa samþykkt verkfallsboðun. Samninganefndir kennara, ríkis og sveitarfélaga sitja á fundi til að reyna að afstýra næstu verkföllum sem eiga að hefjast á föstudag.
Enn eru nokkrar vikur í að lausn fáist í deilu ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Ákvörðun fyrri ráðherra torveldar málið.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins þarf að greiða fimm milljóna króna stjórnvaldssekt vegna þess að hún veitti einkareknum heilsugæslustöðvum og fleirum aðgang að sjúkraskrárkerfi sínu.
Og traust almennings í garð þjóðkirkjunnar hefur aukist en embætti forseta nýtur minna trausts en áður.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Brynjólfur Þór Guðmundsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í síðustu viku var sérstök umræða á þingi um alvarlega stöðu í orkumálum, flestir tóku undir að staðan væri það sannarlega og viku líka að rammaáætlun og viðruðu um hana efasemdir. Mikilvægt væri að sameinast um næstu skref en þau yrðu ekki tekin á grundvelli rammaáætlunar sagði málshefjandinn. Orkumálaráðherra sagði að núverandi stjórn ætlaði að rjúfa kyrrstöðu sem ríkt hefði. Rammaáætlun hefur oft verið þrætuepli og átök um virkjanir hverfast gjarnan um hana - en í raun er ekki hægt að búast við að rammaáætlun geri meira en að leggja grunn fyrir upplýsta umræðu og ákvörðun Alþings um virkjanakosti að dómi Jóns Geirs Péturssonar formanns verkefnisstjórnarinnar. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hann.
Aukin notkun á gervigreind, styrkir til að kaupa reiðhjól en fyrst og fremst sameining stofnana og einfaldara stjórnkerfi eru meðal þeirra hugmynda sem ráðuneytin leggja til um hagræðingu í ríkisrekstri. Starfshópur forsætisráðherra er kominn með drög og ætlar að skila fullgerðum tillögum á tilsettum tíma. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman og ræddi við Björn Inga Victorsson, forstjóra Steypustöðvarinnar, löggiltan endurskoðanda og formann starfsfhóps forsætisráðherra.
Þjóðverjar ganga til kosninga sunnudaginn 23. febrúar, hálfu ári fyrr en ætlað var, þar sem stjórn Jafnaðarmanna, Frjálslyndra demókrata og Græningja liðaðist í sundur. Ævar Örn Jósepsson fer yfir stöðu flokkanna eins og hún er í skoðanakönnunum nokkrum dögum fyrir kosningar og líkleg stjórnarmynstur.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá fólki, fyrirbærum og hugmyndum á upplýsandi hátt.
Hvað er bylting? Hvaðan kemur þetta orð og hvað þýðir það? Hverjar eru helstu byltingarnar? Hvað þýðir að byltingin éti börnin sín? Hvað er ógnarstjórn, valdarán og uppþot? Í gamla daga dóu oft margir í byltingum hver er þá munurinn á byltingu og stríði? Hvað lærðum við af Frönsku byltingunni og hvaða áhrif hafði hún?
Þetta og margt fleira spennandi í þættinum.
Sérfræðingur þáttarins er:
Njörður Sigurjónsson byltingarfræðingur
![Veðurfregnir](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurfregnir kl. 18:50.
Tónleikahljóðritanir með innlendum og erlendum flytjendum.
Hljóðritun frá tónleikum Eistnesku hátíðarhljómsveitarinnar sem fram fóru á tónlistarhátíðinni í Pärnu í Eistlandi í júlí sl.
Á efnisskrá eru verk eftir Helenu Tulve, Edward Elgar og Felix Mendelssohn.
Einleikari: Alisa Weilerstein sellóleikari.
Stjórnandi: Paavo Järvi.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Reykur er ný skaðaminnkandi þjónusta fyrir fólk sem reykir ópíóíða og örvandi efni. Þjónustan er á vegum skaðaminnkunarsamtakanna Matthildar, og þykir frekar nýstárleg á íslenskan mælikvarða. Samfélagið heimsótti hálfgerðar höfuðstöðvar Reyks í Andrými á Bergþórugötu, og ræddi við Svölu Jóhannesdóttur, forgöngukonu verkefnisins, um þjónustuna, vímuefnareykingar og skaðaminnkun.
Edda Olgudóttir kemur til okkar í lok þáttar - við verðum á ljúffengum nótum í spjalli dagsins og afhjúpum raunverulega staðsetningu hins svokallaða eftirréttarhólfs.
Tónlist:
Guðmundur Pétursson Tónlistarm., Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
TRACY CHAPMAN - Smoke And Ashes [Radio Edit].
ZZ TOP - Brown Sugar.
![Kvöldsagan: Minningar Guðrúnar Borgfjörð](/spilari/DarkGray_image.png)
Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)
![Fréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
![Veðurfregnir](/spilari/DarkGray_image.png)
Veðurfregnir kl. 22:05.
![Passíusálmar](/spilari/DarkGray_image.png)
Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Við höfum fjallað talsvert um samfélagsmiðlanotkun og snjalltækjanotkun, ekki síst unga fólksins, í þættinum og þær afleiðingar sem hún getur haft. Þórhildur Halldórsdóttir, dósent við Sálfræðideild HR og barnasálfræðingur og Berglind Sveinbjörnsdóttir, lektor við Sálfræðideild HR og forstöðukona MSc námsins í hagnýtri atferlisgreiningu HR komu í þáttinn í dag og fræddu okkur um niðurstöður íslenskra rannsókna á tengslum samfélagsmiðla og tölvunotkunar við líðan ungmenna og hagnýt ráð fyrir foreldra barna.
Söngleikur um ævi Marlene Dietrich var frumsýndur fyrir nokkrum dögum á Hótel Parliament, í Sjálfsstæðissalnum, sem margir þekkja betur sem gamla Nasa salinn. Höfundur og aðalleikona verksins, Sigríður Ásta Olgeirsdóttir leikkona og söngkona, féll fyrir ævisögu Dietrich sem hún fékk í jólagjöf frá systur sinni. Í sýningunni notar hún lög Dietrich til að segja söguna, en Sigríður syngur á fjórum tungumálum en leiknu atriðin eru á íslensku. Farið er í gegn um líf Marlene Dietrich, ástir og ævintýri, örvætingarfulla vonbiðla og harmþrungið ævikvöld. Við ræddum við Sigríði Ástu Olgeirsdóttur í þættinum.
Tónlist í þætti dagsins:
Hæ vinur minn / Fjallabræður (Halldór Gunnar Pálsson, texti Halldór Gunnar Pálsson og Magnús Þór Sigmundsson)
Harvest moon / Neil Young (Neil Young)
Lili Marlene / Marlene Diethrich (Norbers Schultze)
Ich bin von kopf bis fuzz auf Liebe eingestellt / Marlene Dietrich (Frederick Hollaender)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
![Útvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Eflaust eru einhver sem líta út um gluggann hjá sér og það síðasta sem þeim dettur í hug er að ráðast í garðverkin. Hvaða verkefni er best að ráðast í á þessum árstíma -áður en brumið birtist? Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur lítur við hjá okkur.
Björn Berg Gunnarsson verður með hálfsmánaðarlegt fjármálahorn.
Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði verður á línunni frá París.
Í gær fór fram sérstök umræða um strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi á Alþingi. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi og hann verður gestur okkar ásamt Lilju Rafney Magnúsdóttur, þingmanni Flokks fólksins.
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, ræða við okkur um stöðuna í borginni og meirihlutaviðræður.
![Fréttayfirlit 7:30](/spilari/DarkGray_image.png)
![Fréttayfirlit 8:30](/spilari/DarkGray_image.png)
Létt spjall og lögin við vinnuna.
Söngvakeppnin, plata vikunnar og Strax í Kína.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-02-19
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Himinn Og Jörð.
MATT BIANCO - Get Out Your Lazy Bed (80).
Sigríður Beinteinsdóttir, Celebs - Þokan.
SOUL 2 SOUL - Back to life (80).
Lumineers, The - Same Old Song.
U2 - The Unforgettable Fire.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
MARK RONSON - Ooh Wee.
Carpenter, Sabrina - Bed Chem.
PETER GABRIEL - Games Without Frontiers (80).
A FRIEND IN LONDON - New Tomorrow (danska júrovision lagið 2011).
Kristó - Svarti byrðingurinn.
Perez, Gigi - Sailor Song.
Una Torfadóttir, Sigurður Halldór Guðmundsson Tónlistarm. - Þetta líf er allt í læ.
Tinna Óðinsdóttir - Words.
KÁRI EGILSSON - Midnight Sky.
SMOKEY ROBINSON & THE MIRACLES - The Tears Of A Clown.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
KARL ORGELTRIO - Ladyshave (ft. Raggi Bjarna).
Elín Hall - barnahóstasaft.
Chappell Roan - Pink Pony Club.
QUEEN - Who Wants To Live Forever.
Isadóra Bjarkardóttir Barney, Matthews, Tom Hannay, Örn Gauti Jóhannsson, Vilberg Andri Pálsson - Stærra.
JAMIROQUAI - Deeper Underground (Radio Edit).
GusGus - Breaking Down (Radio Edit).
Fat Dog - Peace Song.
GEORGE MICHAEL - Praying For Time.
Greiningardeildin, Bogomil Font - Bíttu í það súra.
Bjarni Arason - Aðeins lengur.
GOO GOO DOLLS - Iris.
Portishead - All Mine.
TOTO - Hold The Line.
Adele - Set Fire to the Rain.
Teitur Magnússon Tónlistarmaður - Fegurð.
HLJÓMAR, HLJÓMAR - Heyrðu Mig Góða.
GDRN - Hvað er ástin.
Hreimur - Sólin er sest.
UNDERTONES - Teenage kicks.
JET BLACK JOE - Starlight.
THE CURE - Catch.
THE BEATLES - Across The Universe.
Á MÓTI SÓL - Hvar Sem Ég Fer.
Valgeir Guðjónsson, Þórður Árnason, Egill Ólafsson, Strax, Ragnhildur Gísladóttir, Jakob Frímann Magnússon, Tómas M. Tómasson, Ásgeir Óskarsson - Keep it up.
CELESTE - Love Is Back.
![Útvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Forseti Úkraínu segir að forseti Bandaríkjanna hafi látið blekkjast af Rússum. Á blaðamannafundi í Kyiv sagðist Zelensky vilja fá tryggingu fyrir öryggi Úkraínu, svo hægt verði að stöðva átökin við Rússa á þessu ári.
Olíugjald verður fellt niður um mitt ár og nýtt kílómetragjald kemur í staðinn. Fjármálaráðherra segir breytingarnar óumflýjanlegar.
Litlu munaði að sjúkraflugvél þyrfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í gær vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Reykjavíkurflugvelli. Flugrekstrarstjóri Norlandair segir einu lausnina að fella trén í Öskjuhlíð og opna flugbrautina aftur.
Kaldvík gæti þurft að endurskoða eitt af fyrirhuguðum laxeldissvæðum sínum í Seyðisfirði, meðal annars vegna snjóflóðahættu. Í hættumati Veðurstofunnar var aðeins fjallað um mögulegan mannskaða ekki umhverfisslys.
Ríkissáttasemjari hefur kallað samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands að samningaborðinu í dag. Víðtæk verkföll hefjast að óbreyttu á föstudag.
Fyrrverandi dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp, sem ráðuneytið vann í hans tíð, um fækkun sýslumanna. Nýr ráðherra leggur sams konar frumvarp fram í næsta mánuði.
Rófustappa olli veikindum hátt í áttatíu manns eftir þorrablót í Brúarási um helgi. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands segir að stappan geti verið varasöm.
Við eigum skilið að komast á stórmót, segir landsliðsmaður í körfubolta. Ísland mætir Ungverjalandi á morgun og getur tryggt sér sæti á Evrópumótinu.
![Poppland](/spilari/DarkGray_image.png)
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson og Lovísa Rut Kristjánsdóttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Skiptir stærðin skiptir máli ? Reynt verður að leitast við að svara þessari spurningu á morgun þegar verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu um risaframkvæmdir og mikilvægi vandaðrar verkefnastjórnsýslu. Á ráðstefnunni verður kastljósi beint að opinberum stórframkvæmdum sem rannsóknir sýna að fara mjög oft langt fram úr kostnaðar- og tímaáætlunum.
Helgi Þór Ingason er verkfræðingur Prófessor við Háskólann í Reykjavík og hann kom til okkar á eftir og sagði okkur betur frá.
Ólöf Arnalds heldur tónleika í Kornhlöðunni á konudaginn. Þar mun hún spila eigin lög ásamt ástarlögum eftir aðra. Hún heimsótti okkur og spilaði eitt þessara ástarlaga.
Svo ætlum við að kynna okkur Nördaveislu Stangó sem haldin er í kvöld - en stangveiði er sennilega eitt það nördalegasta sem til eða hvað ? Jakob Sindri Þórðarson formaður fræðslunefndar Stangaveiðfélags Reykjavíkur var á línunni hjá okkur.
Við heyrðum líka í Röggu Nagla sem er búin að fá sig fullsadda á áhrifavöldum í ræktinni fólki sem er að glenna sig jafnvel með farsímann í hendi og raunveruleikinn í langt í burtu frá þessum veruleika sem þau eru að sýna.
Una Kristjánsdóttir er í meistaranámi í fatahönnun í Florens.Hún lenti nýlega í því að vera rænd, tölvan hennar var tekin. Hún tók málin í sínar hendur, elti ræningjann og hvernig sagan endaði fengum við heyra í Síðdegisútvarpinu í dag.
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir kom til okkar og fór yfir það helsta úr erlendum fréttum dagsins.
Fréttir
Fréttir
Forsetar Bandaríkjanna og Úkraínu vanda hvor öðrum ekki kveðjurnar. Trump kallar Zelensky einræðisherra, sem á móti segir Trump lifa í rússneskri upplýsingaóreiðu.
Leikskólakennarar í tveimur sveitarfélögum til viðbótar hafa samþykkt verkfallsboðun. Samninganefndir kennara, ríkis og sveitarfélaga sitja á fundi til að reyna að afstýra næstu verkföllum sem eiga að hefjast á föstudag.
Enn eru nokkrar vikur í að lausn fáist í deilu ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Ákvörðun fyrri ráðherra torveldar málið.
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins þarf að greiða fimm milljóna króna stjórnvaldssekt vegna þess að hún veitti einkareknum heilsugæslustöðvum og fleirum aðgang að sjúkraskrárkerfi sínu.
Og traust almennings í garð þjóðkirkjunnar hefur aukist en embætti forseta nýtur minna trausts en áður.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Brynjólfur Þór Guðmundsson
Tæknimaður: Mark Eldred
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Í síðustu viku var sérstök umræða á þingi um alvarlega stöðu í orkumálum, flestir tóku undir að staðan væri það sannarlega og viku líka að rammaáætlun og viðruðu um hana efasemdir. Mikilvægt væri að sameinast um næstu skref en þau yrðu ekki tekin á grundvelli rammaáætlunar sagði málshefjandinn. Orkumálaráðherra sagði að núverandi stjórn ætlaði að rjúfa kyrrstöðu sem ríkt hefði. Rammaáætlun hefur oft verið þrætuepli og átök um virkjanir hverfast gjarnan um hana - en í raun er ekki hægt að búast við að rammaáætlun geri meira en að leggja grunn fyrir upplýsta umræðu og ákvörðun Alþings um virkjanakosti að dómi Jóns Geirs Péturssonar formanns verkefnisstjórnarinnar. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hann.
Aukin notkun á gervigreind, styrkir til að kaupa reiðhjól en fyrst og fremst sameining stofnana og einfaldara stjórnkerfi eru meðal þeirra hugmynda sem ráðuneytin leggja til um hagræðingu í ríkisrekstri. Starfshópur forsætisráðherra er kominn með drög og ætlar að skila fullgerðum tillögum á tilsettum tíma. Freyr Gígja Gunnarsson tók saman og ræddi við Björn Inga Victorsson, forstjóra Steypustöðvarinnar, löggiltan endurskoðanda og formann starfsfhóps forsætisráðherra.
Þjóðverjar ganga til kosninga sunnudaginn 23. febrúar, hálfu ári fyrr en ætlað var, þar sem stjórn Jafnaðarmanna, Frjálslyndra demókrata og Græningja liðaðist í sundur. Ævar Örn Jósepsson fer yfir stöðu flokkanna eins og hún er í skoðanakönnunum nokkrum dögum fyrir kosningar og líkleg stjórnarmynstur.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Mark Eldred
![Sjónvarpsfréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
Fréttastofa RÚV.
![Kvöldvaktin](/spilari/DarkGray_image.png)
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
![Fréttir](/spilari/DarkGray_image.png)
![Pressan](/spilari/DarkGray_image.png)
Umsjón: Andrea Jónsdóttir.