22:10
Litla flugan
After you've gone
Litla flugan

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.

Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.

Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.

Litla flugan sveimar um plötusafnið og rifjar upp nokkra listamenn sem lítið ber á nú til dags. Norski söngvarinn Ragnar Asbjörnsen eða Ray Adams syngur nokkur lög frá sjöunda áratugnum og sænska söngkonan Alice Babs tekur dúetta með Svend Asmussen og Charlie Norman. Harmónikuleikarararnir Olle Johnny og Jo Basile galdra fram eitt og annað, Django Reinhardt svíngar með Coleman Hawkins og Stephane Grappelli og kvintett víbrafónleikarans Lars Erstrand leikur sveiflu af árgerð 1971. Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 51 mín.
e
Endurflutt.
,