Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Hönnunarmars stendur nú yfir, hátíð hönnunar og arkitektúrs. Við ræddum við Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, um hagræn áhrif lista og menningar, stefnur stjórnvalda, fjármögnun og ýmislegt fleira.
Við forvitnuðumst líka um blessaða farfuglana, þeir eru að tínast til landsins þessa dagana. Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði fylgist með komu þeirra í gegnum sjónaukann sinn.
Tónlist Camile Saint-Saëns var á dagskránni þegar Magnús Lyngdal kom til okkar og sagði frá frá franska tónskáldinu og lék fyrir okkur brot úr nokkrum verkum.
Tónlist:
Elly Vilhjálms - Það er svo ótalmargt.
Svanhildur Jakobsdóttir, Sextett Ólafs Gauks - Vor við sæinn (Bjartar vonir vakna).



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Silja Bára R. Ómarsdóttir, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands. Silja á langan akademískan feril að baki í stjórnmálafræði og alþjóðastjórnmálum. Flestir þekkja hana sem sérfræðing í bandarískum stjórnmálum og alþjóðamálum og er hún tíður gestur í fjölmiðlum fyrir kosningar úti í heimi. Silja tók BA próf og MA gráðu í Bandaríkjunum en þegar hún var í doktorsnámi í Californiu gerðist alvarlegt atvik í hennar lífi sem hafði mikil áhrif á hana og varð til þess að hún flutti til Íslands og seinkaði doktorsgráðunni sem hún tók þó síðar á Írlandi. Silja sagði okkur frá því og öðru sem hefur mótað hana eins og uppvextinum í Ólafsfirði, bókum sem hún las í æsku og kennslu sem hún segist hafa mikla ánægju af. Hún sagði okkur líka hvernig hún vill sjá Háskóla Íslands fyrir sér sem næsti rektor, en hún tekur við embættinu 1.júlí næstkomandi.
Svo var það matarspjallið, Sigurlaug Margrét var stödd við landamæri Spánar og Frakklands og hún ákvað því að tala um matvöruverslanir þar og erlendis yfir höfuð. Á ferðalögum getur verið mjög gaman og að minnsta kosti áhugavert að fara í matvöruverslanir og sjá aðrar vörur en við erum vön hér úti í búð. Sem sagt matvöruverslanir erlendis í matarspjalli dagsins.
Tónlist í þættinum í dag:
Heim í Búðardal / Ðe lónlí bú bojs (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)
Purple Rain / Prince (Prince)
Just a Girl / No Doubt (Gwen Stefani & Tom Dumont)
UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Vaxandi þrýstingur er innan Atlantshafsbandalagsins á að Ísland verji meira fé til varnar- og öryggismála, segir utanríkisráðherra. Hún sat fund utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í Brussel í gær og í dag. Ráðherra boðar aukið samstarf við Evrópusambandið um varnarmál.
Kínversk stjórnvöld leggja hefndartolla á Bandaríkin í næstu viku. Nánast allar tölur á evrópskum hlutabréfamörkuðum eru rauðar og heimsmarkaðsverð á olíu hríðféll í morgun.
Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir að fjöldi hinsegin fólks hafi leitað til samtakanna vegna ferðatakmarkana. Fólkið sé áhyggjufullt og hrætt.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur opnað fyrir alla umferð til og frá Grindavík. Spennubreytingar vegna eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni ollu skjálftahrinu við Kleifarvatn í gærkvöld.
Verið er að koma upp varnargarði við nýtt brúarstæði yfir Ölfusá. Áin er ólíkindatól, segir staðarstjórinn. Þar verður sprengt í næstu viku.
Foreldrar eiga alltaf að trúa barninu sínu, segja tíundu bekkingar sem hófu átak Barnaheilla í dag. Átakinu er ætlað að vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum.
Nýliðinn marsmánuður var hægviðrasamur og hlýr um allt land. Sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri og hiti yfir meðallagi.
Uppselt er á leik Íslands og Noregs í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Um tíma var tvísýnt hvort að uppselt yrði og þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sagði það skandal.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Háhyrningar sem veiddir voru við strendur Íslands og seldir í dýragarða, eignuðust afkvæmi sem nú er tekist á um hvað eigi að gera við. Þeir hafa verið í dýragörðum alla ævi og náð háum aldri. Við ræðum við Eddu Elísabetu Magnúsdóttur, Sigurstein Másson og Ragnhildi Jónsdóttur. Þetta er annar þáttur af þremur um háhyrningaviðskiptin. Umsjón Þóra Tómasdóttir.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Við heilsum frá Íshúsinu í Hafnarfirði – þar eru vinnustofur listamanna, hönnuða, handverksmanna og fleiri og hér verðum við í dag. Íshús Hafnarfjarðarer viðeigandi staður á sjálfum Hönnunarmars, sem hófst á miðvikudag og lýkur á sunnudag. Hér í Íshúsinu við smábátahöfnina í Hafnarfirði er sannarlega nóg af hönnun og ýmsu öðru sem við ætlum að kynna okkur í dag.
Tónlist úr þættinum:
ARETHA FRANKLIN - Rescue Me.
THE BEATLES - From Me to You.
Sylvan Esso - Ferris Wheel.
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Lagalisti:
Taraf de Haidouks - Duba Duba... Si hora
Listafólk frá Egyptalandi - El Helwa (The beauty).
Lebrijano, Juan Pena - Amigo mio, no.
Los Amigos, Valdez, Merceditas - Quirino.
Women of Mambazo - Vimba.
Mitchala, Mounira - Al Sahara.
Baca, Susana - Mario Lando.
Traoré, Rokia - Yere uolo.
Ensemble Volnitza de Rostov - Champ vert, pourquoi as-tu noirci? = Green field, why have you darkene.
Shajarian, Homayoun, Ghorbani, Alireza - Parishan Khial.
Ókunnur - Tante Miranda.
Greenwood, Jonny - Taq ou-Dub (feat. Nour Freteikh).
Skáldsagan Silas Marner kom út í Englandi árið 1861. Hún vakti þegar mikla hrifningu lesenda og gagnrýnenda, en raunsæislegar samfélags- og persónulýsingar og mannleg hlýja hafa þótt einkenna söguna ofar öðru. Aðalpersónan, vefarinn Silas Marner, sest að í smábænum Raveloe eftir að hafa verið útskúfað úr trúarsamfélagi sínu. Hann treystir ekki mönnunum lengur, einangrar sig, og er fyrir vikið litinn hornauga af öðrum bæjarbúum. Eina gleði hans í þessum einmanalega heimi er að safna peningum og vinna. Þegar peningarnir hans hverfa með dularfullum hætti og lítil stúlka birtist fyrirvaralaust á heimili hans, umturnast hins vegar tilvera hans og hann áttar sig á því að þátttaka í mannlegu samfélagi, með öllum göllum þess og kostum, gefur lífi hans raunverulegt gildi.
Þegar Silas Marner kom út hafði höfundurinn, George Eliot, þegar gefið út þrjár bækur sem allar höfðu slegið í gegn. Þegar þarna var komið sögu var einnig orðið ljóst að George Eliot var höfundarnafn fertugrar konu að nafni Marian Evans, sem vakið hafði mikla hneykslun vegna sambanda við gifta karlmenn. Það varð þó ekki til að draga úr vinsældum bóka hennar og er George Eliot enn talin meðal fremstu skáldsagnahöfunda Englands.
Árið 2010 kom Silas Marner. Vefarinn í Raveloe loks út í íslenskri þýðingu Atla Magnússonar. Af því tilefni verður í tveimur þáttum fjallað um rithöfundinn George Eliot og þessa 150 ára gömlu sögu um það hvernig útskúfun og einangrun getur breyst í samkennd þegar fordómar ráða ekki lengur för. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir. Lesari: Vigdís Másdóttir.

Útvarpsfréttir.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir Endastöðvarinnar eru að þessu sinni Arnar Dan Kristjánsson leikari og Hjalti Vigfússon sviðshöfundur. Fjallað er um vorveðrið, Tvíhleypuna í Tjarnarbíói, hlaðvarpið Konungssinar í Kísildal, leiksýninguna Fjallabak og eitraða karlmennsku sem birtist í Netflix-þáttaröðinni Adolescence.
Umsjón: Anna María Björnsdóttir og Júlía Margrét Einarsdóttir.
Fréttir
Fréttir
Stúlka á táningsaldri er sakborningur í risastóru fíkniefnamáli sem kom upp á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því hversu umfangsmikil skipulögð brotastarfsemi er orðin hér á landi.
Annan daginn í röð eftir að Bandaríkjaforseti kynnti innflutningstolla gegn nánast öllum ríkjum heims tóku hlutabréf vestanhafs dýfu. Dow Jones-vísitalan fór niður fyrir fjörutíu þúsund í fyrsta sinn síðan í ágúst.
Skólastjóri Ásgarðsskóla segir það hafa komið flatt upp á sig þegar hún heyrði um fyrirætlanir Reykjavíkurborgar um að taka yfir fjarnám elstu bekkja grunnskóla. Hún gagnrýnir borgina fyrir samráðsleysi.
Nýtt húsnæði undir geðsvið Landspítalans er hvergi að finna í nýrri fjármálaáætlun og óljóst er hvar það verður.
Landris er hafið á ný í Svartsengi eftir stutt eldgos. Óvenjumikil jarðskjálftavirkni hefur verið eftir gosið.
Framkvæmdastjóri Carbfix vonast eftir að ná betra samtali við Húsvíkinga en Hafnfirðinga þar sem verkefnið mætti mikilli andstöðu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
við heyrum í Húsvíkingum eftir íbúafund með Carbfix, verkefni sem Hafnfirðingar vildu ekki sjá í bakgarðinum hjá sér, heyrum af atburðum í Úkraínu og á Gaza síðasta sólarhringinn en byrjum á geðheilbrigðismálum -
Ekki er fyllilega ljóst hvar ný bygging undir geðþjónustu Landspítala verður og hennar er hvergi getið í þeirri fjármálaáætlun sem kynnt var í vikunni.. Kostnaður við að reisa bygginguna og kaupa þann búnað sem þarf er áætlaður um 24 milljarðar og framkvæmdatíminn um fimm ár og á meðan er geðdeildin með starfsemi á tveimur stöðum í húsnæði sem allir vita að er úr sér gengið og hentar hvorki sjúklingum né starfsmönnum.
Formaður Geðráðs segir þörfina brýna og að nýtt hús verði að vera á næstu fjármálaáætlun

Veðurfregnir kl. 18:50.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Rokkabillýtónlistin naut vinsælda í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar á árunum 1980 til 1981 og talsvert lengur. Nokkur lög frá þessum tíma hljóma í þættinum. Fyrsta lagið er Greased Lightning með John Tavolta úr kvikmyndinni Grease. Stray Cats flytja lögin Runaway Boys, Rock This Town, Your Baby Blue Eyes og My One Desire. Billy Burnette flytur lögin Tear It Up, Honey Hush. Don't Say No og Gimme You og Shakin' Stevens syngur lögin This Ole House, Marie Marie, You Drive Me Crazy og Green Door.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Skáldsagan Silas Marner kom út í Englandi árið 1861. Hún vakti þegar mikla hrifningu lesenda og gagnrýnenda, en raunsæislegar samfélags- og persónulýsingar og mannleg hlýja hafa þótt einkenna söguna ofar öðru. Aðalpersónan, vefarinn Silas Marner, sest að í smábænum Raveloe eftir að hafa verið útskúfað úr trúarsamfélagi sínu. Hann treystir ekki mönnunum lengur, einangrar sig, og er fyrir vikið litinn hornauga af öðrum bæjarbúum. Eina gleði hans í þessum einmanalega heimi er að safna peningum og vinna. Þegar peningarnir hans hverfa með dularfullum hætti og lítil stúlka birtist fyrirvaralaust á heimili hans, umturnast hins vegar tilvera hans og hann áttar sig á því að þátttaka í mannlegu samfélagi, með öllum göllum þess og kostum, gefur lífi hans raunverulegt gildi.
Þegar Silas Marner kom út hafði höfundurinn, George Eliot, þegar gefið út þrjár bækur sem allar höfðu slegið í gegn. Þegar þarna var komið sögu var einnig orðið ljóst að George Eliot var höfundarnafn fertugrar konu að nafni Marian Evans, sem vakið hafði mikla hneykslun vegna sambanda við gifta karlmenn. Það varð þó ekki til að draga úr vinsældum bóka hennar og er George Eliot enn talin meðal fremstu skáldsagnahöfunda Englands.
Árið 2010 kom Silas Marner. Vefarinn í Raveloe loks út í íslenskri þýðingu Atla Magnússonar. Af því tilefni verður í tveimur þáttum fjallað um rithöfundinn George Eliot og þessa 150 ára gömlu sögu um það hvernig útskúfun og einangrun getur breyst í samkennd þegar fordómar ráða ekki lengur för. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir. Lesari: Vigdís Másdóttir.

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Við heilsum frá Íshúsinu í Hafnarfirði – þar eru vinnustofur listamanna, hönnuða, handverksmanna og fleiri og hér verðum við í dag. Íshús Hafnarfjarðarer viðeigandi staður á sjálfum Hönnunarmars, sem hófst á miðvikudag og lýkur á sunnudag. Hér í Íshúsinu við smábátahöfnina í Hafnarfirði er sannarlega nóg af hönnun og ýmsu öðru sem við ætlum að kynna okkur í dag.
Tónlist úr þættinum:
ARETHA FRANKLIN - Rescue Me.
THE BEATLES - From Me to You.
Sylvan Esso - Ferris Wheel.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Silja Bára R. Ómarsdóttir, nýkjörinn rektor Háskóla Íslands. Silja á langan akademískan feril að baki í stjórnmálafræði og alþjóðastjórnmálum. Flestir þekkja hana sem sérfræðing í bandarískum stjórnmálum og alþjóðamálum og er hún tíður gestur í fjölmiðlum fyrir kosningar úti í heimi. Silja tók BA próf og MA gráðu í Bandaríkjunum en þegar hún var í doktorsnámi í Californiu gerðist alvarlegt atvik í hennar lífi sem hafði mikil áhrif á hana og varð til þess að hún flutti til Íslands og seinkaði doktorsgráðunni sem hún tók þó síðar á Írlandi. Silja sagði okkur frá því og öðru sem hefur mótað hana eins og uppvextinum í Ólafsfirði, bókum sem hún las í æsku og kennslu sem hún segist hafa mikla ánægju af. Hún sagði okkur líka hvernig hún vill sjá Háskóla Íslands fyrir sér sem næsti rektor, en hún tekur við embættinu 1.júlí næstkomandi.
Svo var það matarspjallið, Sigurlaug Margrét var stödd við landamæri Spánar og Frakklands og hún ákvað því að tala um matvöruverslanir þar og erlendis yfir höfuð. Á ferðalögum getur verið mjög gaman og að minnsta kosti áhugavert að fara í matvöruverslanir og sjá aðrar vörur en við erum vön hér úti í búð. Sem sagt matvöruverslanir erlendis í matarspjalli dagsins.
Tónlist í þættinum í dag:
Heim í Búðardal / Ðe lónlí bú bojs (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)
Purple Rain / Prince (Prince)
Just a Girl / No Doubt (Gwen Stefani & Tom Dumont)
UMSJÓN HELGA ARNARDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir Endastöðvarinnar eru að þessu sinni Arnar Dan Kristjánsson leikari og Hjalti Vigfússon sviðshöfundur. Fjallað er um vorveðrið, Tvíhleypuna í Tjarnarbíói, hlaðvarpið Konungssinar í Kísildal, leiksýninguna Fjallabak og eitraða karlmennsku sem birtist í Netflix-þáttaröðinni Adolescence.
Umsjón: Anna María Björnsdóttir og Júlía Margrét Einarsdóttir.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Mikil umræða hefur skapast um þá áhrifavalda sem hafa aðgang að hugum barnanna okkar að undanförnu. Daðey Albertsdóttir og Silja Björk Egilsdóttir , sálfræðingar á Geðheilsumiðstöð barna - HH ætla að gefa okkur nokkur góð ráð um það hvernig við komumst betur inn í hugarheimi barnanna okkar.
Tollaáætlanir Bandaríkjaforseta höfðu áhrif á markaði um allan heim í gær og ekki hefur sést jafn skörp dýfa á hlutabréfamörkuðum vestan hafs síðan 2020. Hvað gerist næst? Við ræðum málið við Jón Bjarka Bentsson aðalhagfræðing Íslandsbanka.
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir því norska í Þjóðadeild Evrópu í dag. Edda Sif Pálsdóttir stýrir umfjöllun fyrir leik og kemur við hjá okkur.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar venju samkvæmt á föstudegi, í þetta skiptið með Sveini Waage, ráðgjafa og fyrirlesara, og Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi þingmanni og leikskólastjóra.


Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 á föstudögum.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Að vanda var mikil gleði og stemning í Hjartagosum dagsins.
Pétur Jóhann og Sveppi krull mættu í heimsókn, sögðu sögur og kepptu í uppistandi í beinni útsendingu. Hlustendur kusu síðan sigurvegara.
Margrét Erla Maack sagði okkur frá söfnunarþætti Á allra vörum í sjónvarpinu á morgun.
Lagalisti fólksins var á sínum stað þar sem varir vöru meginþema listans en "varamaðurinn" Heiðar Örn mætti í miðjum lista og flutti varalag frá britpop árunum.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-04-04
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Hvar Er Draumurinn?.
Nýdönsk - Fyrsta skiptið.
STEELY DAN - Reelin' in the Years.
Chappell Roan - The Giver.
Dacus, Lucy - Ankles.
THE DANDY WARHOLS - Bohemian Like You.
Aron Can - Monní.
Júníus Meyvant - Raining Over Fire.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Don't bring me down.
Bon Iver - Everything Is Peaceful Love.
Young, Lola - Messy.
David, Damiano - Born With A Broken Heart.
Fleet Foxes, Cyrus, Noah - Don't Put It All On Me.
St. Vincent - DOA (From Death of a Unicorn).
Birnir - LXS.
BLUE ÖYSTER CULT - Don't fear the reaper.
MÚGSEFJUN - Lauslát.
TEITUR MAGNÚSSON & HILDUR - Mónika.
KALEO - Automobile.
SSSÓL - Blautar varir.
Morrissey - Let me kiss you.
Richard, Cliff - Lucky lips.
KISS - Lick It Up.
SEAL - Kiss from a Rose.
ECHO AND THE BUNNYMEN - Lips Like Sugar.
THE FLAMING LIPS - Yoshimi Battles The Pink Robots.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Vaxandi þrýstingur er innan Atlantshafsbandalagsins á að Ísland verji meira fé til varnar- og öryggismála, segir utanríkisráðherra. Hún sat fund utanríkisráðherra NATO-ríkjanna í Brussel í gær og í dag. Ráðherra boðar aukið samstarf við Evrópusambandið um varnarmál.
Kínversk stjórnvöld leggja hefndartolla á Bandaríkin í næstu viku. Nánast allar tölur á evrópskum hlutabréfamörkuðum eru rauðar og heimsmarkaðsverð á olíu hríðféll í morgun.
Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir að fjöldi hinsegin fólks hafi leitað til samtakanna vegna ferðatakmarkana. Fólkið sé áhyggjufullt og hrætt.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur opnað fyrir alla umferð til og frá Grindavík. Spennubreytingar vegna eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni ollu skjálftahrinu við Kleifarvatn í gærkvöld.
Verið er að koma upp varnargarði við nýtt brúarstæði yfir Ölfusá. Áin er ólíkindatól, segir staðarstjórinn. Þar verður sprengt í næstu viku.
Foreldrar eiga alltaf að trúa barninu sínu, segja tíundu bekkingar sem hófu átak Barnaheilla í dag. Átakinu er ætlað að vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum.
Nýliðinn marsmánuður var hægviðrasamur og hlýr um allt land. Sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri og hiti yfir meðallagi.
Uppselt er á leik Íslands og Noregs í Þjóðadeild kvenna í fótbolta. Um tíma var tvísýnt hvort að uppselt yrði og þjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sagði það skandal.
Matthías Már og Ólafur Páll spila alla helstu smeillina og öll hin lögin líka
Hárrétt blanda til að koma hlustendum inn í helgina.
Hit(t) & Þetta á Allra vörum - Óli P og Margrét Erla Maack
Mannakorn - Óralangt í burt
NÝdönsk - Flugvélar
Cease Tone - Just getting started
Sabrina Carpenter - Please please please
Richard Hawley - Valentine
Marvin Gaye - What´s going on
Bubbi - Ástrós
REM - Supernatural Superserious
JÓN GNARR Í SPJALLI UM GALLABUXURNAR SÍNAR
Billy Joel - It´s still rock´n roll to me
Bryan Ferry - Dont stop the dance
++++
Spacestation - Loftið
Birnir - LXS
LINDA FORSTÖÐUMAÐUR KVENNAATHVARFSINS Í HEIMSÓKN
Billie Eilish - Bad guy
ALDÍS FJÓLA OG BIGGI ÞÓRIS ÓSKALAGASTUND
Simply Red - Something got me started
++++
Írafár - Stórir hiringir
Á ALLRA VÖRUM SYSTUR Í SPJALLI
Dúkkulísur - Ástin
Robyn - Dancing on my own
TOMMI STEINDÓRS Á LÍNUNNI
AC/DC - High voltage
The Beatles - Across the universe
The Bee Gees - To love somebody
Britney Spears - Toxic
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Landsleikur í Fótbolta stelpurnar okkar að mæta Noregi niðrá Þróttaravelli og á línunni hjá okkur var Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður sem ætlar að lýsir leiknum.
Sigursteinn Másson mætti og sagði okkur frá sakamálum.
Kristinn Guðmundsson var íslendingurinn okkar í útlöndum. Flest þekkjum við Kristinn sem soðkokkinn. Hann er búsettur í Belgíu
Edda Björgvinsdóttir leikkona og gleðigjafi kom til okkar rétt uppúr klukkan 5 og fékk sér kaffibolla með okkur.
Nýkrýnd ungfrú Ísland Helena Hafþórsdóttir O’connor kom til okkar ásamt Manúelu Ósk framkvæmdastjóra ungfrú Ísland. Keppnin fór fram í Gamla Bíó í gær.
Þjóðarsálin var á sínum stað.

Útvarpsfréttir.
Fréttir
Fréttir
Stúlka á táningsaldri er sakborningur í risastóru fíkniefnamáli sem kom upp á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því hversu umfangsmikil skipulögð brotastarfsemi er orðin hér á landi.
Annan daginn í röð eftir að Bandaríkjaforseti kynnti innflutningstolla gegn nánast öllum ríkjum heims tóku hlutabréf vestanhafs dýfu. Dow Jones-vísitalan fór niður fyrir fjörutíu þúsund í fyrsta sinn síðan í ágúst.
Skólastjóri Ásgarðsskóla segir það hafa komið flatt upp á sig þegar hún heyrði um fyrirætlanir Reykjavíkurborgar um að taka yfir fjarnám elstu bekkja grunnskóla. Hún gagnrýnir borgina fyrir samráðsleysi.
Nýtt húsnæði undir geðsvið Landspítalans er hvergi að finna í nýrri fjármálaáætlun og óljóst er hvar það verður.
Landris er hafið á ný í Svartsengi eftir stutt eldgos. Óvenjumikil jarðskjálftavirkni hefur verið eftir gosið.
Framkvæmdastjóri Carbfix vonast eftir að ná betra samtali við Húsvíkinga en Hafnfirðinga þar sem verkefnið mætti mikilli andstöðu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
við heyrum í Húsvíkingum eftir íbúafund með Carbfix, verkefni sem Hafnfirðingar vildu ekki sjá í bakgarðinum hjá sér, heyrum af atburðum í Úkraínu og á Gaza síðasta sólarhringinn en byrjum á geðheilbrigðismálum -
Ekki er fyllilega ljóst hvar ný bygging undir geðþjónustu Landspítala verður og hennar er hvergi getið í þeirri fjármálaáætlun sem kynnt var í vikunni.. Kostnaður við að reisa bygginguna og kaupa þann búnað sem þarf er áætlaður um 24 milljarðar og framkvæmdatíminn um fimm ár og á meðan er geðdeildin með starfsemi á tveimur stöðum í húsnæði sem allir vita að er úr sér gengið og hentar hvorki sjúklingum né starfsmönnum.
Formaður Geðráðs segir þörfina brýna og að nýtt hús verði að vera á næstu fjármálaáætlun

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á föstudögum er sulta dagsins indie disco.

Fréttastofa RÚV.
Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Dansvorkvöld í Reykjavík þegar við kveikjum á diskókúlunni og Dj græjunum í Efstaleitinu á föstudagskvöldi. Dansþáttur þjóðarinnar, Party Zone, verður drekkhlaðinn
af frábærri tónlist úr heimi danstónlistarinnar.
Í fyrri hluta þáttarins spilum við helling af ný útkominni tónlist úr ýmsum áttum. Þrenna kvöldsins er geggjuð, við spilum þrjú efstu lögin á PZ listanum vikuna 25.mars - 1.apríl á hinu herrans dansári 1995. 30 ára bombur. Múmíur kvöldsins eru síðan af PZ listanum síðan 2010. Þáttastjórnendur fara svo sjálfir í DJ búrið í lok þáttar og láta nokkrar vel valdar nýlegar bombur vaða. Þegar þeir stelast svona í búrið kalla þeir sig jafnan Plötusnúða Ríkisins.