Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Þorvaldur Víðisson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Hlustendum voru færð nýjustu tíðindi af eldgosinu í og við Grindavík.
Endurleikið var ávarp forseta frá í gærkvöldi.
Leikið var brot úr viðtali við Þóru Sigfríði Einarsdóttur sálfræðing frá 14. nóvember.
Tónlist:
Il postino - Gunnar Gunnarsson,
Stúlkan mín - Gunnar Gunnarsson,
Anja - Pétur Östlund,
Orða vant - Gunnar Gunnarsson,
Upptíningur - Stórsveit Reykjavíkur,
Blítt er undir björkunum - Gunnar Gunnarsson,
Misty - Gunnar Gunnarsson.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög með Tómasi R. Einarssyni og Ragnhldi Gísladóttur, Salsakommúnunni, Karl orgeltríói og söngkonunum Katrínu Halldóru Sigurðardóttur og Rebekku Blöndal, Slagarasveitinni, Rúnari Þór Péturssyni og Breiðbandinu.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Þegar neyðarástand ríkir, eins og núna út af eldgosinu hjá Grindavík, er mikilvægt að nauðsynlegar upplýsingar komist til skila til ólíkra hópa. Það er til dæmis gert með aðstoð túlka, eins og þeirra Martynu Ylfu Suzko og Aleksöndru Karwowska, en þær hafa undanfarið túlkað aukafréttatíma RÚV og upplýsingafundi Almannavarna yfir á pólsku í beinni útsendingu á ruv.is. Þær Martyna og Aleksandra komu til okkar í dag og sögðu okkur betur frá störfum sínum.
Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Að þessu sinni talaði Guðjón Helgi um vefinn ísmús, sem er hafsjór af fróðleik, og svo bar hann líka vinkilinn við boðskap ævintýra, velti fyrir sér hvaða tilgangur gæti hafa verið með sumum ævintýrum til forna. Svo heyrðum við gamalt ævintýri sem finna má á ísmús.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir handritshöfundur. Hún hefur verið ein handritshöfunda fjölda sjónvarpsþátta, til dæmis þáttanna Venjulegt fólk, Arfurinn minn og svo í síðasta áramótaskaupi RÚV. Og nú er búið að frumsýna nýja sjónvarpsþáttaröð, Kennarastofuna, þar sem hún er einnig í höfundateyminu. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Karen talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Þögli sjúklingurinn e. Alex Michaelides
Everything I Know bout Love e. Dolly Alderton
Duft e. Bergþóru Snæbjörnsdóttur
Leyndardómur ljónsins e. Þorgrím Þráinsson
Disneybækurnar
Tónlist í þættinum í dag:
Ramóna / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Wayne & Gilbert, texti Þorsteinn Gíslason)
Lonestar / Norah Jones (Lee Alexander)
Á æðruleysinu / KK (Kristján Kristjánsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Talsvert hefur dregið úr eldgosinu ofan Grindavíkur. Minna hraun kemur upp en í gær, en merki eru um áframhaldandi landris við Svartsengi. Varnargarðar hafa gert sitt gagn við að beina hraunflæðinu í réttar áttir.
Ríkisstjórnin ætlar að framlengja tímabundnar stuðningsaðgerðir fyrir Grindvíkinga og vinna að húsnæðismálum. Allt kapp verður lagt á að vinna hratt úr tjónauppgjöri á komandi dögum.
Grindavík er enn án vatns og rafmagns. Dómsmálaráðherra segir erfitt að koma verðmætabjörgun við í bænum vegna hættuástands.
Sálfræðingur sem býr í Grindavík segir bæjarbúa í áfalli. Nú ríði á að fólk standi saman. Rúmlega fjórar milljónir hafa safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins á hálfum sólarhring.
Framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur ríki heims til að gleyma ekki Úkraínu, þrátt fyrir að hörmungar annars staðar í heiminum hafi aukist.
Karlalandsliðsins í handbolta bíður úrslitaleikur við Ungverjaland um sigur í riðli liðanna á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tap á morgun getur þýtt að íslenska liðið falli úr keppni.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Það er drungi yfir landinu. Snemma í gærmorgunn, sunnudaginn 14. janúar, opnaðist jörðin aftur á Reykjanesskaganum. En þetta var öðruvísi en síðustu eldgos. Þarna sýndi náttúran á sér aðra hlið, eða kannski bara alveg sömu hlið, bara á verri stað. Í þætti dagsins hvílir Sunna Valgerðardóttir áhyggjuraddir ráðamanna, dramatískar lýsingar fjölmiðlanna, skipanir yfirvalda og vangaveltur vísindamanna. Þessi fyrsti þáttur eftir eldgosið er tileinkaður Grindvíkingum, bænum þeirra og því einstaka æðruleysi sem þau búa yfir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Það hefur dregið mikið úr virkni eldgossins sem hófst norðan við Grindavík í gærmorgun en það eru enn merki um áframhaldandi landris við Svartsengi. Við ræðum eldgosið og stöðuna á Reykjanesskaga við Bergrúnu Örnu Óladóttur, jarðfræðing hjá Veðurstofunni.
Margt er óljóst eftir atburðina í Grindavík síðasta sólarhring og íbúar í mikilli óvissu um heimili sín og eigur. Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands ræðir næstu skref stofnunarinnar.
Fjöldi Grindvíkinga er nú saman kominn í Tollhúsinu við Tryggvagötu. Það er margt sem liggur fólki á hjarta, margt óljóst varðandi framtíðina. Við ræðum líðan fólks, óvissu og úrræði við Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar.
Tónlist:
MARK KNOPFLER - True Love Will Never Fade.
GDRN, MAGNÚS JÓHANN RAGNARSSON - Morgunsól.
TRACY CHAPMAN - Fast car.
Í heimildarþáttunum Fangar Breta, sem sýndir eru á sunnudagskvöldum í janúar á RÚV, er fjallað um þá Íslendinga sem handteknir voru af Bretum í seinni heimsstyrjöld og vistaðir í breskum fangelsum án dóms og laga. Í útvarpsþáttunum Fangar Breta: Bakvið rimlana, er skyggnst enn frekar inn í líf þeirra sem þurftu að þola þessar hremmingar og kafað nánar ofan í baksögur fólksins sem flest sat í fangelsi fyrir litlar sem engar sakir.
Umsjón: Snærós Sindradóttir.
Handrit: Sindri Freysson.
Tónlist úr sjónvarpsþáttum um Fanga Breta: Sigurður Helgi Pálmason.
Í þættinum er fjallað nánar um handtökur ritstjóra og blaðamanna Þjóðviljans og þær ástæður sem Bretar sögðu að baki þeim. Einar Olgeirsson, annar ritstjóra Þjóðviljans, var þingmaður á Alþingi Íslendinga þegar handtókan fór fram og því reyndi á lög um þinghelgi sem og samstöðu ólíkra flokka í handtöku sem þótti ekkert annað en pólitísk afskipti Breta og alvarleg aðför að tjáningarfrelsinu.
Viðmælendur þáttarins eru: Skafti Ingimarsson, Þórhallur Sigurðsson og Sólveig Einarsdóttir.
Umsjón: Snærós Sindradóttir.
Handrit: Sindri Freysson.
Tónlist í þáttunum: Sigurður Helgi Pálmason.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Við hefjum þáttinn á Auði Haralds sem lést í byrjun árs, höfund sem gerði allt vitlaust í bókmenntunum 1979 með bókinni Hvunndagshetjan. Auður var rithöfundur og grínisti sem með sínum flugbeitta blýanti horfðist í augu við kvaðir og tepruskap borgarastéttarinnar og hæddist að úreltum hugmyndum um hvað má og á að gera við líkama sinn og hugsanir. Fyrsta skáldsaga Auðar, Hvunndagshetjan: þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn, kom út árið 1979 og vakti strax mikla athygli. Hún opnaði umræðu í samfélaginu um heimilisofbeldi og kvennakúgun. Á útgáfuári bókarinnar gerði Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur og ritstjóri útvarpsþátt hér í ríkisútvarpinu þar sem lesið var upp úr nýjum bókum og ræddi við höfundana. Auður var þar meðal upplesara og við ætlum að hefja þáttinn á litlu broti úr þessum þætti, förum á útvarpsbylgjunum aftur til 1979 þegar Hvunndagshetjan reið um héruð…
Næst opnum við nýja ljóðabók sem Draumey Aradóttir var að senda frá sér og kallast Einurð - þar heldur lesandinn inn í móðurlíf þaðan sem ljóðmælandi er staddur í flestum ljóðanna. Þetta er bók um upphafið, um það sem við erfum, kynslóðaáföll, og um hughrif og kenndir sem móta einstaklinginn á fyrsta og viðkvæmasta skeiði ævinnar í móðurlífinu. Þetta eru heimspekileg ljóð um það hvernig persóna verður til, ekki aðeins af holdi og blóði heldur allar þær óteljandi breytur sem gera okkur okkur. Einurð er sjöunda bók Draumeyjar Aradóttur og með Einurð og Varurð ljóðabók frá 2022 kemur Draumey fílefld inn á ljóðasviðið eftir nokkuð hlé en hún hefur verið að gefa út þýðingar og ljóð jöfnum höndum auk barna- og unglingabóka. Ég settist niður með Draumeyju og vitandi það að hún er logophile eða orðaunnandi, orðafíkill nánast fannst mér liggja beinast við að spyrja út í nafn bókarinnar, Einurð.
„Megir þú lifa áhugaverða tíma,“ segir kínverska bölbænin fræga og var það eitt af því sem skaust upp í hugann við að sjá titilinn á nýrri bók Bjarna Þórs Péturssonar, Megir þú upplifa, sem er jafnframt hans fyrsta bók. Bjarni Þór hafði áður stungið niður penna, til að mynda í blöð og tímarit en hér tekst hann á við form stuttu skáldsögunnar, nóvelluna. Sagan er fremur hefðbundin athugun á huga karls í krísu, tilvistarlegt ferðalag hans í leit að sjálfum sér og fegurðinni. Textinn er snarpur og fullur af vísunum í poppmenningu, tónlist og skáldskap sem dregur upp mynd af manni á krossgötum sem þráir frelsi æskunnar og fegurð innan um harm, missi og gráan hversdagsleika.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Í Gerðarsafni var fyrsti fasi sjónlistasýningarinnar Venjulegir staðir opnaður um síðustu helgi. Venjulegir staðir er sýning þar sem sjónarhorn ljósmyndarinnar er kannað með verkum sem vísa í staðleysur, hversdagsleika og brenglun hans. Við ræðum við ljósmyndarann Ívar Brynjólfsson og sýningarstjórann Brynju Sveinsdóttur í þættinum.
Einnig fáum við að heyra hvað Trausta Ólafssyni finnst um nýtt íslenskt Dansverk; Árstíðirnar sem frymsýnt var í Borgarleikhúsinu um helgina.
Danska verðlaunaverkið Kannibalen, sem frumsýnt verður í Tjarnarbíói í vikunni, fjallar um einn umtalaðasta mannátsglæp síðari ára. Aðstandendur verksins segja það ekki vera neitt hryllingsklám, heldur einlæga leit að skilningi á slíkum verknaði. Ekkert sé skafað af ofbeldinu en jafnvel meira sláandi er það sem mæti áhorfendum þegar kafað sé undir yfirborð þessara einstaklinga. Við ræðum við leikstjórann Adolf Smára Unnarsson og leikarana tvo, Fjölni Gíslason og Jökul Smára Jakobsson, í þætti dagsins.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Við fáum að heyra hvernig undanfarinn sólarhringur hefur verið í lífi þeirra Teresu, Siggeirs og Andreu, en þau eiga öll heimili í Grindavík.
Facebook-hópurinn Nýleg íslensk tónlist var settur á fótinn í desember 2020. Birgir Örn Steinarsson, Biggi Maus, heldur úti spilunarlista á Spotify undir sama nafni, enda er hann einn virkasti meðlimur hópsins.
Didda Flygenring, grafískur hönnuður, hefur verið að velta fyrir sér internetinu. Skömmu fyrir áramót færði hún okkur pistil um internetið sem framlengingu á heilanum, en í dag pælir hún í því hvernig spegla megi persónuleika okkar í algrímum samfélagsmiðla á borð við TikTok og Instagram.
Lagalisti:
Lorde - Mood ring
Ókindarhjarta - Dystópíski draumurinn
Dýrðin - Brottnumin
Ástrún - Blómabreiða
Ari Árelíus - Sumar gleymist
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Dregið hefur út virkni á gosstöðvunum við Grindavík í dag. Nú gýs úr einu gosopi. Þrátt fyrir að dregið hafi úr skjálftavirkni er hreyfing í kvikuganginum undir Grindavík og nýjar sprungur gætu opnast án mikils fyrirvara. Miklar skemmdir eru í bænum.
Á þriðja hundrað dýra eru innlyksa á lokuðu svæði í Grindavík án vatns og matar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir undirbúning að björgun dýranna hafinn. Fjáreigandi er lagður af stað með kerru og ætlar að láta á það reyna hvort honum verði leyft að sækja kindurnar sínar.
Gert er ráð fyrir að það dragi hægt og sígandi úr rennsli í Gígjukvísl næstu daga, þar til hlaupinu líkur. Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið síðustu daga í Grímsvötnum.
Bændur bauluðu á þýska fjármálaráðherrann í mótmælum í Berlín í dag. Um fimm þúsund dráttarvélar töfðu umferð í borginni.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn er tileinkaður Grindavík.
Halldór Geirsson dósent í jarðeðlisfræði segir að enn streymi kvika inn í Svartsengi og það geti gosið reglulega á þeim slóðum.
Heitavatnslögnin til Grindavíkur skemmdist í gosinu, heitavatnslaust er í bænum, en rafmagn er komið á í vesturhluta bæjarins, í bili að minnsta kosti.
Það á að skoða hvort hækka þurfi varnargarðana við bæinn, því hraun rann upp að þeim og meðfram. Ef hraun rennur á ný þarf því minna til að það komist yfir garðana.
Inga Guðlaug Helgadóttir, yfirsálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býr í götunni sem hraun rann inn í í gær. Hún segir að engann Grindvíking hafi órað fyrir því í raun og veru að það myndi gjósa svona nálægt þeim.
Í Krakkakiljunni er fjallað um barnabækur úr öllum áttum, bæði gamlar og nýjar. Fulltrúar bókaormaráðs KrakkaRÚV koma í heimsókn til okkar, segja frá og spyrja höfundinn út í bókina.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Sigyn Blöndal
Í Krakkakiljunni í dag hitta þau Emma Nardini og Auðunn Sölvi þrjá rithöfunda og ræða við þau um bækur þeirra. Arndís Þórarinsdóttir kemur með verðlaunabókina sína Kollhnís, Sverrir Norland segir frá þýðingu sinni á bókinni Eldhugar og Hilmar Örn Óskarsson ræðir bók sína Holupotvoríur alls staðar!
Bókaormar: Emma Nardini Jónsdóttir og Auðunn Sölvi Hugason
Rithöfundar: Arndís Þórarinsdóttir, Sverrir Norland og Hilmar Örn Óskarsson
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Veðurstofa Íslands.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Við heyrum í þættinum tvær útgáfur af lagi sem samið var árið 1937. Aðra frá 1962 og hina frá 2023. Þar koma við sögu mikilvægir saxófónleikarar tenórsins.
Tenórsaxinn kemur líka við sögu í spjalli við Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino sem heimsóttu stúdíó 12 síðastliðið sumar. Þeir ræða við Pétur Grétarsson um lífið og tilveruna -tónlistina og bræðralagið auk þess að spila og syngja.
Svo skjótum við inn einum strengjakvartetti Atla Heimis til að minna hlustendur á mikilvæga útgáfu á tónlist þess mikla meistara.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Það hefur dregið mikið úr virkni eldgossins sem hófst norðan við Grindavík í gærmorgun en það eru enn merki um áframhaldandi landris við Svartsengi. Við ræðum eldgosið og stöðuna á Reykjanesskaga við Bergrúnu Örnu Óladóttur, jarðfræðing hjá Veðurstofunni.
Margt er óljóst eftir atburðina í Grindavík síðasta sólarhring og íbúar í mikilli óvissu um heimili sín og eigur. Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands ræðir næstu skref stofnunarinnar.
Fjöldi Grindvíkinga er nú saman kominn í Tollhúsinu við Tryggvagötu. Það er margt sem liggur fólki á hjarta, margt óljóst varðandi framtíðina. Við ræðum líðan fólks, óvissu og úrræði við Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar.
Tónlist:
MARK KNOPFLER - True Love Will Never Fade.
GDRN, MAGNÚS JÓHANN RAGNARSSON - Morgunsól.
TRACY CHAPMAN - Fast car.
Skáldsagan Tómas Jónsson: Metsölubók eftir Guðberg Bergsson kom út árið 1966. Bókin er af mörgum talin tímamótaverk í íslenskri skáldsagnagerð.
Guðbergur Bergsson les úr bók sinni Tómas Jónsson - Metsölubók.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
Þegar neyðarástand ríkir, eins og núna út af eldgosinu hjá Grindavík, er mikilvægt að nauðsynlegar upplýsingar komist til skila til ólíkra hópa. Það er til dæmis gert með aðstoð túlka, eins og þeirra Martynu Ylfu Suzko og Aleksöndru Karwowska, en þær hafa undanfarið túlkað aukafréttatíma RÚV og upplýsingafundi Almannavarna yfir á pólsku í beinni útsendingu á ruv.is. Þær Martyna og Aleksandra komu til okkar í dag og sögðu okkur betur frá störfum sínum.
Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni. Að þessu sinni talaði Guðjón Helgi um vefinn ísmús, sem er hafsjór af fróðleik, og svo bar hann líka vinkilinn við boðskap ævintýra, velti fyrir sér hvaða tilgangur gæti hafa verið með sumum ævintýrum til forna. Svo heyrðum við gamalt ævintýri sem finna má á ísmús.
Svo var það lesandi vikunnar, í þetta sinn var það Karen Björg Eyfjörð Þorsteinsdóttir handritshöfundur. Hún hefur verið ein handritshöfunda fjölda sjónvarpsþátta, til dæmis þáttanna Venjulegt fólk, Arfurinn minn og svo í síðasta áramótaskaupi RÚV. Og nú er búið að frumsýna nýja sjónvarpsþáttaröð, Kennarastofuna, þar sem hún er einnig í höfundateyminu. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Karen talaði um eftirfarandi bækur og höfunda:
Þögli sjúklingurinn e. Alex Michaelides
Everything I Know bout Love e. Dolly Alderton
Duft e. Bergþóru Snæbjörnsdóttur
Leyndardómur ljónsins e. Þorgrím Þráinsson
Disneybækurnar
Tónlist í þættinum í dag:
Ramóna / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Wayne & Gilbert, texti Þorsteinn Gíslason)
Lonestar / Norah Jones (Lee Alexander)
Á æðruleysinu / KK (Kristján Kristjánsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Við fáum að heyra hvernig undanfarinn sólarhringur hefur verið í lífi þeirra Teresu, Siggeirs og Andreu, en þau eiga öll heimili í Grindavík.
Facebook-hópurinn Nýleg íslensk tónlist var settur á fótinn í desember 2020. Birgir Örn Steinarsson, Biggi Maus, heldur úti spilunarlista á Spotify undir sama nafni, enda er hann einn virkasti meðlimur hópsins.
Didda Flygenring, grafískur hönnuður, hefur verið að velta fyrir sér internetinu. Skömmu fyrir áramót færði hún okkur pistil um internetið sem framlengingu á heilanum, en í dag pælir hún í því hvernig spegla megi persónuleika okkar í algrímum samfélagsmiðla á borð við TikTok og Instagram.
Lagalisti:
Lorde - Mood ring
Ókindarhjarta - Dystópíski draumurinn
Dýrðin - Brottnumin
Ástrún - Blómabreiða
Ari Árelíus - Sumar gleymist
Útvarpsfréttir.
Við vorum með hugann við Grindavík og nágrenni í dag. Við tókum stöðuna jafnt á íbúum og viðbragðsaðilum.
Viðmælendur:
Alda Margrét Hauksdóttir -Íbúi við Efrihóp.
Úlfar Lúðvíksson -Lögreglustjórinn á Suðurnesjum.
Magnús Tumi Guðmundsson - Jarðeðlisfræðingur.
Gylfi Þór Þorsteinsson - Forstöðumaður fjöldahjálparstöðva Rauða Kross Íslands.
Fannar Jónasson -Bæjarstjóri Grindavíkur.
Ari Guðmundsson -Verkfræðingur í innviðahópi almannavarna.
Helga Margrét Höskuldsdóttir -Talar frá Muchen um EM.
Sunna Jónína Sigurðardóttir -Íbúi við Efrihóp.
Lagalisti:
HJALTALÍN - Þú Komst Við Hjartað í Mér.
SPRENGJUHÖLLIN - Verum í sambandi.
Gilberto, Astrud, Getz, Stan - The girl from Ipanema.
MANNAKORN - Elska þig.
Teitur Magnússon - Kamelgult.
PETER GABRIEL - Solsbury Hill.
GEORGE EZRA - Budapest.
PAUL SIMON - 50 Ways To Leave Your Lover.
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Veðurgosa dagsins var Karitas Harpa beint frá Reyðarfirði. Fréttastofan var dugleg að uppfæra þjóðna um stöðu mála í Grindavík, einnig hringdum við í Grindvíkinginn Jón Gauta Dagbjartsson sem og Gylfa Þór Þorsteinsson varðandi söfnun Rauða krossins.
Spekingar spjölluðu svo um handbolta, það voru Einar Örn Jónsson og Logi Geirsson.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-01-16
STUÐMENN - Mikki.
HARRY NILSON - Everybody's Talkin'.
Jung Kook - Standing Next to You.
Marvin Gaye - What's Going On.
HELGI JÚLÍUS & VALDIMAR GUÐMUNDSSON - Stöndum saman.
Ex.girls - Manneskja.
Backstreet Boys - I want it that way.
HAPPY MONDAYS - Step On.
RUN DMC & AEROSMITH - Walk This Way.
Mitski - My Love Mine All Mine.
MUGISON - Kletturinn.
The Stranglers - Skin Deep.
BOB MARLEY & THE WAILERS - One Love-People Get Ready.
THE DOORS - Love Street.
Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir - Quiet the Storm.
DAVID BOWIE & PAT METHENY - This Is Not America.
Sheeran, Ed - American Town.
BJÖRK - Isobel.
PRINS PÓLÓ - Er of seint að fá sér kaffi núna.
PHIL COLLINS - You Can't Hurry Love.
Sébastien Tellier - Divine.
FLOTT - L'amour.
BLUR - The universal.
Karitas - All the things you said.
GEORGE HARRISON - When We Was Fab.
THE CARDIGANS - Erase/Rewind.
Eels, Meija - Possum.
VANILLA FUDGE - You Keep Me Hangin' On.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Talsvert hefur dregið úr eldgosinu ofan Grindavíkur. Minna hraun kemur upp en í gær, en merki eru um áframhaldandi landris við Svartsengi. Varnargarðar hafa gert sitt gagn við að beina hraunflæðinu í réttar áttir.
Ríkisstjórnin ætlar að framlengja tímabundnar stuðningsaðgerðir fyrir Grindvíkinga og vinna að húsnæðismálum. Allt kapp verður lagt á að vinna hratt úr tjónauppgjöri á komandi dögum.
Grindavík er enn án vatns og rafmagns. Dómsmálaráðherra segir erfitt að koma verðmætabjörgun við í bænum vegna hættuástands.
Sálfræðingur sem býr í Grindavík segir bæjarbúa í áfalli. Nú ríði á að fólk standi saman. Rúmlega fjórar milljónir hafa safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins á hálfum sólarhring.
Framkvæmdastjóri mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur ríki heims til að gleyma ekki Úkraínu, þrátt fyrir að hörmungar annars staðar í heiminum hafi aukist.
Karlalandsliðsins í handbolta bíður úrslitaleikur við Ungverjaland um sigur í riðli liðanna á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tap á morgun getur þýtt að íslenska liðið falli úr keppni.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Siggi Gunnars og Lovísa flökkuðu um Poppland að þessu sinni. Fréttastofan kíkti inn með nýjustu fréttir úr Grindavík, plata vikunnar kynnt til leiks, Pottþétt Flott með hljómsveitinni Flott, póstkort frá Hafdísi Huld og fullt af nýrri tónlist.
Helgi Björnsson - Besta útgáfan af mér.
FLOTT & UNNSTEINN - Ef þú hugsar eins og ég (Áramótaskaupslagið 2021).
Dina Ögon - Det läcker.
Gosi - Ófreskja.
Bryan, Zach, Musgraves, Kacey - I Remember Everything.
JOHN MAYER - Last Train Home.
Una Torfadóttir, Baggalútur - Casanova.
Rolling Stones, The - Mess It Up.
FLORENCE AND THE MACHINE - Shake it Out.
Dodo and The Dodos - Gi Mig Hvad Du Har.
ROBBIE WILLIAMS - Millennium.
Julian Civilian - Þú straujar hjarta mitt.
PREFAB SPROUT - Cars and Girls.
Johann, JóiPé - Kallinn á tunglinu.
RIHANNA - Diamonds.
Flott - Ég vildi (óður til viðtengingarháttar).
Júníus Meyvant & KK - Skýjaglópur.
Japanese House, The - Super Trouper.
Harlow, Jack - Lovin On Me.
Sivan, Troye - One Of Your Girls.
Big Thief - Born For Loving You.
Teitur Magnússon Tónlistarmaður - Sumargestur.
BEN HOWARD - Keep Your Head Up.
NORAH JONES - Don?t Know Why.
Friðrik Ómar - Svefninn laðar.
Lana Del Rey - Take Me Home, Country Roads.
HIPSUMHAPS - Á hnjánum.
K. Óla - Seinasti dansinn okkar.
Björk & Rosalia - Oral.
Inspector Spacetime - Smástund.
LONDON GRAMMAR - How Does It Feel.
NÝDÖNSK - Apaspil.
Flott - Við sögðum aldrei neitt.
THE EMOTIONS - Best Of My Love.
Una Torfadóttir - Fyrrverandi.
The Staves - All Now.
Billy Stewart - Sitting in the park.
Sakaris - Things Could Be Better.
Mitski - My Love Mine All Mine.
KALEO - All the pretty girls.
Ilsey - No California.
Ímyndið ykkur að vera í þeirri stöðu að mega ekki fara heim. Horfa upp á húsið sitt brenna í beinni útsendingu, húsið sem þú skapaðir minningar með fjölskyldunni þinni eða sem þú ætlaðir að skapa fallegar minningar með fjölskyldunni þinni. Þetta er ein af fjölmörgum færslum á samfélagsmiðlum sem birtust í kjölfar eldgossins sem hófst í gærmorgun við Grindavík. Það er erfitt fyrir okkur hin að setja okkur í spor þeirra sem þarna búa og eiga allt sitt undir. Kristín María Birgisdóttir er upplýsingafulltrúi Grindavíkurbæjar við heyrum í henni hér eftir smá stund.
Guðrún Sóley Gestsdóttir dagskrárgerðarkona hefur verið á ferð í Grindavík í dag og hún talaði þar við Hafþór Örn Kristófersson úr Björgunarsveit Suðurnesja og við fáum að heyra það hér á eftir.
Tugir þúsunda komu saman í miðborg Kaupmannahafnar í gær til að hylla nýjan konung, Friðrik tíunda. Konungurinn sagðist taka við embættinu með þakklæti og gleði í hjarta. Sú sem veit allt um málið og fylgdist vel með heitir Birta Björnsdóttir og hún er fréttamaður hér á RÚV, við ætlum að fá Birtu til okkar á eftir til að fara yfir þetta með okkur.
Refurinn Jarl hefur slegið í gegn í EM stofunni hér á RÚV, en Jarl hefur verið spannspár um leiki Íslands á EM í handbolta hingað til. Hann spaír fyrir um alla leiki Íslands á mótiu og hann er búsettur í Fjölskyldu og húsdýragarðinum í Reykjavík. Við ætlum að forvitnast betur um Jarl og sú sem veit allt um hann heitir Unnur Sigurþórsdóttir en hún sér um fræðslu og kynningarmál fyrir Fjölskyldu og húsdýragarðinn.
Færeyingar sem eru á sínu fyrsta stórmóti í handbolta eiga enn möguleika á komast í milliriðla á EM karla í Þýskalandi en það ræðst í kvöld. Færeyingar mæta Pólverjum klukkan fimm og Norðmenn mæta svo slóvenum klukkan 19:30 og eru báðir leikirnir sýndi beint á RÚV 2.
Stemningin meðal Færeyinga hefur verið góð á mótinu og stemningin í Færeyjum hefur eflaust líka verið mjög mikil. Við ætlum að hringja í Jógvan Hansen á eftir en hann er kom heim frá Færeyjum í dag en þar hefur hann dvalið síðustu þrjár vikurnar og spyrja hann út í hvort færeyingar séu ekki að missa sig úr spenningi fyrir leiknum á eftir.
Í upphafi árs 2023 var mikið um að vera á Dalvík en þá var Hafnarbrautinni breytt í leikmynd, þar og víðar annarstaðar í bænum var hluti af þáttunum Night Country sem er fjórða þáttaröðin í sakamálaþáttunum True Detective tekin upp. Í kvöld verður fyrsti þátturinn af sex sýndur á Stöð 2 og það ríkir mikil spenna ekki síst á Dalvík en Júlíus Júlíusson skrifar um þetta á vefnum sínum Julli.is við heyrum í honum.
Heitavatnslaust hefur verið í Grindavík síðan í gær þegar að hraun flæddi yfir heitavatnslögn bæjarins en hvað þýðir þetta fyrir lagnakerfi húsa í bænum og hversu mikil hætta er á að lagnir frostspringi við þessar aðstæður ? Á línunni hjá okkur er Böðvar Ingi Guðbjartsson pípulagningameistari og formaður félags pípulagningameistara.
Kvöldfréttir útvarps
Kvöldfréttir útvarps
Dregið hefur út virkni á gosstöðvunum við Grindavík í dag. Nú gýs úr einu gosopi. Þrátt fyrir að dregið hafi úr skjálftavirkni er hreyfing í kvikuganginum undir Grindavík og nýjar sprungur gætu opnast án mikils fyrirvara. Miklar skemmdir eru í bænum.
Á þriðja hundrað dýra eru innlyksa á lokuðu svæði í Grindavík án vatns og matar. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir undirbúning að björgun dýranna hafinn. Fjáreigandi er lagður af stað með kerru og ætlar að láta á það reyna hvort honum verði leyft að sækja kindurnar sínar.
Gert er ráð fyrir að það dragi hægt og sígandi úr rennsli í Gígjukvísl næstu daga, þar til hlaupinu líkur. Lítil jarðskjálftavirkni hefur verið síðustu daga í Grímsvötnum.
Bændur bauluðu á þýska fjármálaráðherrann í mótmælum í Berlín í dag. Um fimm þúsund dráttarvélar töfðu umferð í borginni.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Spegillinn er tileinkaður Grindavík.
Halldór Geirsson dósent í jarðeðlisfræði segir að enn streymi kvika inn í Svartsengi og það geti gosið reglulega á þeim slóðum.
Heitavatnslögnin til Grindavíkur skemmdist í gosinu, heitavatnslaust er í bænum, en rafmagn er komið á í vesturhluta bæjarins, í bili að minnsta kosti.
Það á að skoða hvort hækka þurfi varnargarðana við bæinn, því hraun rann upp að þeim og meðfram. Ef hraun rennur á ný þarf því minna til að það komist yfir garðana.
Inga Guðlaug Helgadóttir, yfirsálfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja býr í götunni sem hraun rann inn í í gær. Hún segir að engann Grindvíking hafi órað fyrir því í raun og veru að það myndi gjósa svona nálægt þeim.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Að venju er allt löðrandi í fersku nýmeti á Kvöldvaktinni og meðal þess sem fer undir geislan í kvöld eru ný lög frá; Flott, Troye Sivan, Red Clay Strays, Jamie xx, Lana Del Rey, NewDad, Underworld, Genesis Owusu, Killers, Liam Gallagher og John Squire og mörgum fleirum.
Lagalistinn
Flott - Með þér líður mér vel.
HANNES FT. WATERBABY - Stockholmsvy.
Sivan, Troye - One Of Your Girls.
Gaye, Marvin - I heard it through the grapevine.
Ngonda, Jalen - Rapture.
Ásgeir Trausti Einarsson - Part of me.
Bryan, Zach - Hell Or Highwater
Red Clay Strays, The - Wondering Why
Del Rey, Lana - Take Me Home, Country Roads.
Kahan, Noah - Stick Season.
UXI - Bridges.
NewDad - Nightmares.
FM Belfast - Streamers.
Yard Act - Petroleum.
Ex.girls - Manneskja.
Owusu, Genesis - Leaving The Light.
Úlfur Úlfur, Herra Hnetusmjör - Sitt sýnist hverjum
Depeche Mode - John the revelator (Unkle reconstruction).
Barry Can't Swim - Dance of the Crab.
Killers, The - Spirit.
KETTAMA, Underworld - G-town euphoria (luna)
Hives, The - Walk idiot walk.
Katrín Helga Ólafsdóttir - Seinasti dansinn okkar.
Gossip, The - Crazy Again.
Last Dinner Party, The - Caesar on a TV Screen.
THE BREEDERS - Drivin' on 9.
Ratboys - It's Alive!.
Kills, The - Kingdom Come (bonus track wav).
Japanese House, The - Super Trouper.
Bryan, Zach, Musgraves, Kacey - I Remember Everything.
ROLLING STONES - Play With Fire.
Cigarettes After Sex - Motion Picture Soundtrack.
ANOHNI and The Johnsons - Can't [UK Radio Edit].
CMAT - California (Lyrics!).
Dina Ögon - Det läcker.
St. Etienne - Nothing can stop us.
Gallagher, Liam, Squire, John - Just Another Rainbow.
Cannons - Loving You.
Wilson, Charlotte Day, BADBADNOTGOOD - Sleeper.
Holy Hrafn - Vel, vel, vel....
XXX Rottweiler hundar - Bent nálgast
Channel Tres - Walked In The Room
Jamie xx - It´s So Good
Tónlist að hætti hússins.