23:05
Lestin
Eldgosadagbækur, tómatastelpur og möndlumömmur, nýleg íslensk tónlist
Lestin

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Popp og pólitík

Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson

Við fáum að heyra hvernig undanfarinn sólarhringur hefur verið í lífi þeirra Teresu, Siggeirs og Andreu, en þau eiga öll heimili í Grindavík.

Facebook-hópurinn Nýleg íslensk tónlist var settur á fótinn í desember 2020. Birgir Örn Steinarsson, Biggi Maus, heldur úti spilunarlista á Spotify undir sama nafni, enda er hann einn virkasti meðlimur hópsins.

Didda Flygenring, grafískur hönnuður, hefur verið að velta fyrir sér internetinu. Skömmu fyrir áramót færði hún okkur pistil um internetið sem framlengingu á heilanum, en í dag pælir hún í því hvernig spegla megi persónuleika okkar í algrímum samfélagsmiðla á borð við TikTok og Instagram.

Lagalisti:

Lorde - Mood ring

Ókindarhjarta - Dystópíski draumurinn

Dýrðin - Brottnumin

Ástrún - Blómabreiða

Ari Árelíus - Sumar gleymist

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
e
Endurflutt.
,