13:00
Samfélagið
Eldsumbrot í Grindavík, Náttúruhamfaratrygging Íslands, líðan Grindvíkinga og óvissan framundan
Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er nú að mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess að margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram að fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig að kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Það hefur dregið mikið úr virkni eldgossins sem hófst norðan við Grindavík í gærmorgun en það eru enn merki um áframhaldandi landris við Svartsengi. Við ræðum eldgosið og stöðuna á Reykjanesskaga við Bergrúnu Örnu Óladóttur, jarðfræðing hjá Veðurstofunni.

Margt er óljóst eftir atburðina í Grindavík síðasta sólarhring og íbúar í mikilli óvissu um heimili sín og eigur. Hulda Ragnheiður Árnadóttir forstjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands ræðir næstu skref stofnunarinnar.

Fjöldi Grindvíkinga er nú saman kominn í Tollhúsinu við Tryggvagötu. Það er margt sem liggur fólki á hjarta, margt óljóst varðandi framtíðina. Við ræðum líðan fólks, óvissu og úrræði við Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar.

Tónlist:

MARK KNOPFLER - True Love Will Never Fade.

GDRN, MAGNÚS JÓHANN RAGNARSSON - Morgunsól.

TRACY CHAPMAN - Fast car.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,