16:05
Víðsjá
Fegurðin í flæðinu, Rofnar, rökkurrými í arkitektúr
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Ester Hilmarsdóttir var nýverið tilnefnd til Fjöruverðlauna fyrir ljóðabókina Fegurðin í flæðinu. Ljóðin fjalla öll á einhvern hátt um blæðingar kvenna. Ester segist alltaf hafa skrifað en aldrei trúað því að hún gæti orðið skáld eða rithöfundur, fyrr en núna. Hún er nýflutt aftur í Aðaldal í Þingeyjarsýslu eftir 15 ára heimshornaflakk og störf í útgáfubransanum í Edinborg og Hong Kong og hún ætlar að leggja lokahönd á sína fyrstu skáldsögu um jólin. Við ræðum við Ester í þætti dagsins

Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt fjallar um rökkurrými og hvernig hinir ýmsu hugsuðir hafa skoðað það frá ólíkum sjónarhornum.

Einnig heyrum við af nýútkominni plötu Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar. Platan kallast Rofnar og á rætur að rekja til leiksýningarinnar Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson, sem Magnús samdi tónlist við.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,