Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Dagur Fannar Magnússon flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Ríkisfjármálin voru til umfjöllunar þegar Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, kom í vikulegt spjall. Fjárlagafrumvarpið hefur breyst töluvert frá því það var lagt fram og enn eru útgjöld þessa árs aukin, eins og sjá má í frumvarpi til fjáraukalaga. Við ræddum líka um gengi frumkvöðla í viðskiptalífinu vestan hafs, sem er fallvalt, eins og við komumst að.
Olaf Scholz er óvinsælasti kanslari Þýskalands frá upphafi mælinga. Arthúr Björgvin Bollason sagði okkur hvernig á því stendur í Berlínarspjalli. Pisa-könnunin var einnig á dagskrá en það er engu minni óánægja með niðurstöður hennar í Þýskalandi en hér.
Afskaplega kalt hefur verið í Skagafirðinum undanfarið, svo að þurft hefur að biðja íbúa að spara heita vatnið og láta ekki renna í heita potta. En það er ýmislegt fleira á seyði þar, eins og Sólborg S. Borgarsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Skagafirði, ræddi við okkur.
Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Tónlist:
It's a blue world - Ray Eberle
River - Joni Mitchell
Angstfrei - Herbert Grönemeyer
Veðrið er herfilegt - Sigurður Guðmundsson og Memfismafían, Andrea Gylfadóttir.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Við fræddumst í dag um verkefnið Gott aðgengi í ferðaþjónustu sem Ferðamálastofa stendur fyrir í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands, Sjálfsbjörgu og Mannvirkjastofnun. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni búa 15% mannkyns við einhvers konar fötlun. Og það er auðvitað alls ekki nógu gott ef stór hluti þess fólks getur ekki ferðast og skoðað það sem það vill vegna slæms aðgengis. Ásbjörn Björgvinsson ferðamálafrömuður kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessu verkefni.
Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur kom svo í heimsókn til okkar og við rifjuðum upp með henni jólaminningar frá æsku hennar í Garðahreppi, eins og við ætlum að gera nokkrum sinnum í aðdraganda jólanna. Kristín Helga reið á vaðið en hún er einmitt höfundur barnabókanna um Fíusól og í síðustu viku var leikritið Fíasól frumsýnt í Borgarleikhúsinu.
Veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni var svo á sínum stað í lok þáttar. Miklir kuldar hafa verið víðs vegar norðanlands það sem af er desember. Greinileg umskipti eru framundan í veðrinu og stóra spurningin var auðvitað borin fram: Fá landsmenn jólasnjó? Við töluðum svo að lokum um vonir og væntingar varðandi árangur á loftslagsráðstefnunni, COP28, sem er að ljúka.
Tónlist í þættinum í dag:
Jólin með mér / Góðu molarnir (Þorgrímur Þorsteinsson og Sæmundur Rögnvaldsson)
I?ll Be Home For Christmas / Dean Martin & Scarlett Johansson (Buck Ram, Kim Gannon & Walter Kent)
Rudolph, The Red-Nosed Reindeer / Ella Fitzgerald (Johnny Marks)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Flugumferð er hafin á ný eftir sex tíma vinnustöðvun flugumferðastjóra í morgun. Ferðum var ýmist seinkað eða aflýst. Viðræður hefjast á ný hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. Fjármálaráðherra segir að tímasetning verkfallsins sé slæm og vonast eftir skjótri lausn á deilunni.
Stjórnarþingmenn í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vilja draga úr fyrirhugaðri hækkun á gjaldtöku á sjókvíaeldi um allt að helming.
Ný drög að lokasamþykkt COP28 verða lögð fram í dag. Mikil óánægja var með drög sem kynnt voru í gær og þau sögð ganga of skammt. Ráðstefnunni átti að ljúka í morgun en niðurstað hefu enn ekki náðst.
Læknir telur ólíklegt að Tómas Waagfjörð, sem lést af völdum stungusára á Ólafsfirði í október í fyrra, hafi rekið hníf í sjálfan sig. Seinni hluti aðalmeðferðar í málinu hófst í héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun.
Samkeppniseftirlitið telur að nýtt frumvarp um forgang almennings að raforku geti skert samkeppni og styrkt stöðu Landsvirkjunar á kostnað minni orkufyrirtækja.
Donald Tusk, verðandi forsætisráðherra Póllands, tekur að líkindum formlega við embætti í fyrramálið. Síðdegis í dag verður stuðningsyfirlýsing við nýja stjórn Tusks borin upp á pólska þinginu þar sem bandalag nýrra stjórnarflokka fer með meirihluta.
Ekkert fannst af íslenskri sumargotssíld fyrir austan og suðaustan land í rannsóknaleiðangri í lok nóvember. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir algengt að óvissa sé um vetursetu Íslandssíldarinnar.
Átta liða úrslit á HM kvenna í handbolta hefjast í dag. Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, mætir Hollandi og Frakkar og Tékkar eigast við.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Snyrtivöruiðnaðurinn veltir gífurlegum fjárhæðum. Markaðurinn er einn sá stöðugasti, traustasti og stærsti í heimi. Í fyrra nam veltan á heimsvísu um 20 þúsund milljörðum íslenskra króna - 20 billjónum - og samkvæmt hagfræðispám mun hann bara halda áfram að stækka. Snyrtivöruframleiðendur beina nú sjónum sínum að börnum, því allir hinir markhóparnir eru mettaðir. Sunna Valgerðardóttir ræðir í þætti dagsins við Maríönnu Pálsdóttur snyrtifræðing og Rakel Garðarsdóttur, stofnanda Vakandi, um serumvæðingu og húðrútínu ungra stúlkna og þær afleiðingar sem það getur haft.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Síðasti dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er runninn upp - eða hvað? Í dag átti allt að vera klárt, lokayfirlýsingin undirrituð af hátt í 200 þjóðum en eins og svo oft áður virðist ráðstefnan ætla að dragast á langinn, fundað fram á nótt og þreyttir samningamenn rýna í tyrfinn texta. Utan við fundarherbergin mótmæla svo langþreyttir fulltrúar félagasamtaka og bauka ýmislegt annað. Við tökum púlsinn á einum slíkum, Finni Ricart Andrasyni, forseta Ungra umhverfissinna, sem hefur verið í Dúbaí í tvær vikur.
Hvað verður í matinn á þriðjudegi árið 2050? Þannig spurði Birgir Örn Smárason fagstjóri hjá Matís í fyrirlestri á Matvælaþingi á dögunum. Hann lagði þessa spurningu meðal annars fyrir gervigreind og fékk bara býsna trúverðug svör. Við förum yfir matseðil framtíðarinnar með Birgi.
Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpið kemur svo til okkar - við ætlum að ræða um orð ársins 2023.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Tumi Árnason og Magnús Tryggvason Elíassen kynntust þegar spunasafnið Úsland varð til fyrir rúmum áratug. Þeir hafa brallað margt síðan, þar á meðal á breiðskifunum ALLT ER ÓMÆLIÐ, sem kom út fyrir fjórum árum, og á Gleypir tígur gleypir ljón, sem er glæný. Umsjón: Árni Mathíasson.
Lagalisti:
Allt er ómælið - You Can Have it
Allt er ómælið - Hrollurinn
Allt er ómælið - Perfect Animal
Allt er ómælið - múm næs 32
Gleypir tígur, gleypir ljón - Möttull
Gleypir tígur, gleypir ljón - Skytturnar
Gleypir tígur, gleypir ljón - lion vs tiger
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Enn er umsjónarmaður staddur í fylgd breska dátans Norman Lewis í Napólí haustið 1943. Þótt Þjóðverjar hafi verið hraktir burt frá borginni eftir innrás Bandamanna á Ítalíu eru flugumenn þýskra nasista og/eða ítalskra fasista enn sagðir vera á kreiki og Lewis og menn hans halda niður í katakomburnar undir borginni í leit að þeim. En uppi á yfirborðinu leitar til hans kona út af líki í garði hennar.
Umsjón: Illugi Jökulsson.
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Ester Hilmarsdóttir var nýverið tilnefnd til Fjöruverðlauna fyrir ljóðabókina Fegurðin í flæðinu. Ljóðin fjalla öll á einhvern hátt um blæðingar kvenna. Ester segist alltaf hafa skrifað en aldrei trúað því að hún gæti orðið skáld eða rithöfundur, fyrr en núna. Hún er nýflutt aftur í Aðaldal í Þingeyjarsýslu eftir 15 ára heimshornaflakk og störf í útgáfubransanum í Edinborg og Hong Kong og hún ætlar að leggja lokahönd á sína fyrstu skáldsögu um jólin. Við ræðum við Ester í þætti dagsins
Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt fjallar um rökkurrými og hvernig hinir ýmsu hugsuðir hafa skoðað það frá ólíkum sjónarhornum.
Einnig heyrum við af nýútkominni plötu Magnúsar Jóhanns Ragnarssonar. Platan kallast Rofnar og á rætur að rekja til leiksýningarinnar Helgi Þór rofnar eftir Tyrfing Tyrfingsson, sem Magnús samdi tónlist við.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Tómas Ævar Ólafsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Á föstudag fóru Lóa og Kristján í strætó-rúnt með upptökutæki meðferðis. Hugmyndin var að ræða við farþega strætó, komast að því hvert þau væru að fara, hvaðan þau voru að koma. Meðan sá þáttur verður til rifjum við upp vídjóleiguþáttinn frá því í vor.
Kvöldfréttir útvarps
Útvarpsfréttir.
Engin niðurstaða fékkst á fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Næsta vinnustöðvun verður á fimmtudag.
Hvenær má flytja heim? Er öruggt að flytja heim? Er óhætt að búa í sigdal? Þetta er meðal spurninga sem brenna á Grindvíkingum á íbúafundi sem nú stendur yfir í Laugardalshöll. Enn rís land í Svartsengi.
Forystufólk félaga og landssambanda innan ASÍ stefnir að því að ganga saman til kjaraviðræðna við SA þegar samningar losna í janúar. Formaður VR er bjartsýnn á að það takist.
Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta er milli tveggja elda í þinginu. Óvíst er hvort flokkssystkini hans muni greiða atkvæði með frumvarpi hans um flutning flóttafólks til Rúanda. Atkvæðagreiðslan hefst eftir klukkustund
Kindum með verndandi arfgerð gegn riðu var nú í fyrsta sinn hlíft í niðurskurði fjár vegna riðu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Rússar voru í fyrra útilokaðir frá þátttöku í Eurovision að áeggjan nokkurra sjónvarpsstöðva sem aðild eiga að EBU Evrópusamtökum útvarpsstöðva. Norrænu ríkisstöðvarnar, þar á meðal RÚV, fóru þar fremstar í flokki undir forystu Finna. Að lokum lét EBU undan, meinaði Rússum þátttöku og rak úr samtökunum. Nú eru uppi háværar raddir um að útiloka skuli Ísrael frá þátttöku í Eurovision vegna þeirra stríðsglæpa sem ljóst þykir að Ísraelsher hafi framið í stríðsrekstri sínum á Gaza. Er þetta sambærilegt? Spegillinn ræddi við Kára Hólmar Ragnarsson, lektor í alþjóðarétti og Stefán Eiríksson útvarpsstjóra.
Norska flutningaskipið Strinda er á leið til hafnar eftir að uppreisnarmenn Húta í Jemen skutu á það með flugskeyti í gær. Eldur kviknaði í skipinu, en engan sakaði.
Í skýrslu um helstu niðurstöður PISA eru settar fram tillögur um aðgerðir, vegna þess að árangur íslenskra nemenda í stærðfræðilæsi, lesskilningi og læsi á náttúruvísindi er talsvert lakari en áður hefur mælst. Þar segir að meðal annars sé nauðsynlegt að endurskoða aðalnámsskrá grunnskóla. Spegillinn leit við í Hagaskóla, hitti þar skólastjórann og doktorsnemann Ómar Örn Magnússon og bað hann að útskýra námskrár málin.
Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson.
Þáttur fyrir forvitna krakka og aðra fjölskyldumeðlimi. Sigyn Blöndal segir frá uppfinningum og algengum hlutum í umhverfi okkar á upplýsandi hátt.
Hvernig byrjaði þetta allt saman með aðventuljósin, jólagjafirnar, jólafötin og þetta helsta sem við tengjum við jólin? Hvað er aðventa? Hvað er jólafasta? Hvernig voru jól í torfbæ?
Það sem er svo skemmtilegt við jólin er að flestir hafa sínar eigin hefðir og hugmyndir um það hvernig jólin eiga að vera en samt eigum við nokkrar sameiginlegar hefðir, t.d. jólatré, að borða góðan mat, skreytingar, seríur og kertaljós, svo dæmi séu nefnd. Já og svo auðvitað jólagjafir, jólakort, jólakökur, fara á jólaball, jólatiltekt, jólaföt svo við förum ekki í jólaköttinn, jólasveinar, skór úti í glugga, aðventukrans og aðventuljós en svo þegar það er búið að græja þetta eða ekki þá er nú sennilega það besta við jólin að vera í faðmi fjölskyldu og vina og njóta samverunnar.
Sérfræðingur þáttarins er: Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður.
Veðurstofa Íslands.
Tónleikahljóðritanir frá Sambandi evrópskra útvarpsstöðva.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir og Guðni Tómasson.
Hljóðritun frá tónleikum La Scintilla barokksveitarinnar sem fram fóru í Óperuhúsinu í Zürich í október.
Á efnisskrá eru verk eftir Pere Oriola, Antonio Valente, Francesco Provenzale, Giuseppe Avitrano, Georg Friedrich Händel, Alessandro Scarlatti ofl.
Einsöngvari: Maria Grazia Schiavo sópran.
Stjórnandi: Riccardo Minasi.
Umsjón: Bergljót Haraldsdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: [email protected]
Síðasti dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er runninn upp - eða hvað? Í dag átti allt að vera klárt, lokayfirlýsingin undirrituð af hátt í 200 þjóðum en eins og svo oft áður virðist ráðstefnan ætla að dragast á langinn, fundað fram á nótt og þreyttir samningamenn rýna í tyrfinn texta. Utan við fundarherbergin mótmæla svo langþreyttir fulltrúar félagasamtaka og bauka ýmislegt annað. Við tökum púlsinn á einum slíkum, Finni Ricart Andrasyni, forseta Ungra umhverfissinna, sem hefur verið í Dúbaí í tvær vikur.
Hvað verður í matinn á þriðjudegi árið 2050? Þannig spurði Birgir Örn Smárason fagstjóri hjá Matís í fyrirlestri á Matvælaþingi á dögunum. Hann lagði þessa spurningu meðal annars fyrir gervigreind og fékk bara býsna trúverðug svör. Við förum yfir matseðil framtíðarinnar með Birgi.
Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpið kemur svo til okkar - við ætlum að ræða um orð ársins 2023.
Brekkukotsannáll kom út árið 1957. Sagan gerist í upphafi 20. aldar og er frásögn Álfgríms af afa sínum og ömmu í Brekkukoti í Reykjavík og stórsöngvaranum Garðari Hólm. Álfgrím langar að læra að syngja og finna hinn hreina tón. Garðar virðist hafa höndlað frægðina en ekki er eins víst að hann hafi fundið tóninn hreina. Hann þiggur fé af Gúðmúnsen kaupmanni og kemst áður en lýkur að niðurstöðu: „Sá maður sem er einhvers virði eignast aldrei gimstein."
Höfundur les. Hljóðritað 1963.
Lestrar Halldórs Laxness úr safni RÚV eru færðir þjóðinni að gjöf í samstarfi við Guðnýju Halldórsdóttur og Sigríði Halldórsdóttur, dætur skáldsins.
eftir Halldór Laxness.
Höfundur les.
(Hljóðritað 1963)
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: [email protected]
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson
Við fræddumst í dag um verkefnið Gott aðgengi í ferðaþjónustu sem Ferðamálastofa stendur fyrir í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands, Sjálfsbjörgu og Mannvirkjastofnun. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni búa 15% mannkyns við einhvers konar fötlun. Og það er auðvitað alls ekki nógu gott ef stór hluti þess fólks getur ekki ferðast og skoðað það sem það vill vegna slæms aðgengis. Ásbjörn Björgvinsson ferðamálafrömuður kom í þáttinn í dag og sagði okkur meira frá þessu verkefni.
Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur kom svo í heimsókn til okkar og við rifjuðum upp með henni jólaminningar frá æsku hennar í Garðahreppi, eins og við ætlum að gera nokkrum sinnum í aðdraganda jólanna. Kristín Helga reið á vaðið en hún er einmitt höfundur barnabókanna um Fíusól og í síðustu viku var leikritið Fíasól frumsýnt í Borgarleikhúsinu.
Veðurspjallið með Einari Sveinbjörnssyni var svo á sínum stað í lok þáttar. Miklir kuldar hafa verið víðs vegar norðanlands það sem af er desember. Greinileg umskipti eru framundan í veðrinu og stóra spurningin var auðvitað borin fram: Fá landsmenn jólasnjó? Við töluðum svo að lokum um vonir og væntingar varðandi árangur á loftslagsráðstefnunni, COP28, sem er að ljúka.
Tónlist í þættinum í dag:
Jólin með mér / Góðu molarnir (Þorgrímur Þorsteinsson og Sæmundur Rögnvaldsson)
I?ll Be Home For Christmas / Dean Martin & Scarlett Johansson (Buck Ram, Kim Gannon & Walter Kent)
Rudolph, The Red-Nosed Reindeer / Ella Fitzgerald (Johnny Marks)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Á föstudag fóru Lóa og Kristján í strætó-rúnt með upptökutæki meðferðis. Hugmyndin var að ræða við farþega strætó, komast að því hvert þau væru að fara, hvaðan þau voru að koma. Meðan sá þáttur verður til rifjum við upp vídjóleiguþáttinn frá því í vor.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Stekkjastaur kom fyrstur segir í kvæðinu og í dag er einmitt dagurinn sem Stekkjastaur kemur til byggða og gleður börn með gjöf í skóinn. En hvaðan koma íslensku jólasveinarnir? Sumir halda því a.m.k. fram að þeir eigi uppruna sinn að rekja í Dalina enda nátengdir jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum sem var einmitt fæddur og uppalin í Dölum. Við slógum á þráðinn til Þorgríms Einars Guðbjartssonar bónda á Erpsstöðum sem vissi meira um málið.
Mikið hefur verið rætt um námsárangur íslenskra barna undanfarna daga og sitt sýnist hverjum. Einn þeirra sem lagt hefur orð í belg er Heiðar Ingi Svansson framkvæmdastjóri Iðnú bókaútgáfu og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, sem bendir á að sú aðferðarfræði að ríkið hafi einokun á útgáfu námsbóka fyrir grunnskóla sé löngu úrelt og stuðli að versnandi námsárangri íslenskra grunnskólabarna. Heiðar Ingi kom til okkar.
Mannanafnanefnd heimilaði á dögunum nafnið Strympa. Þá má nú líka heita Íviðja, Doddi og Gjöll, svo nokkur nöfn séu nefnd, en ekki Talia eða Leah. Við ræddum við Jóhannes Bjarna Sigtryggsson, rannsóknarlektor við Stofnun Árna Magnússonar, sem situr í mannanafnanefnd, um nýju nöfnin og þær reglur sem gilda um mannanöfn hér á landi.
Við ræddum stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs við Magneu Marinósdóttur, alþjóðastjórnmálafræðing. Samningamenn í Katar segja að nú virðist vilji til samkomulags um vopnahlé ekki sá sami og undanfarnar vikur. Við ræddum stöðu mála og næstu daga og vikur á Gaza.
Til stóð að ræða frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir á Alþingi í gær, en frumvarpið bíður nú þriðju umræðu. Við höfum áður rætt við Viðar Jensson, verkefnastjóra tóbaksvarna hjá embætti landlæknis, sem fagnaði frumvarpinu, en í dag ræddum við málið við formann Flokks fólksins, Ingu Sæland, sem segir forræðishyggjuna ganga of langt í þessum efnum.
Sævar Helgi Bragason leit svo við hjá okkur með skemmtilegan vísindafróðleik í farteskinu að venju, m.a. um rauðvínshausverk, jólatungl o.fl.
Tónlist:
Andrea Gylfadóttir - Glæddu jólagleði.
Daði Freyr - Allir dagar eru jólin með þér.
Bing Crosby - Merry Christmas.
Brunaliðið - Jóla, jólasveinn.
Kacey Musgraves og Leon Bridges - Present without a bow.
Joey Christ og Tatjana - Gufunes.
Eurythmics - Winter Wonderland.
Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 alla virka daga.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Hjartagosar 12. desember 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson
Hjálmar Örn og Helgi jean kynntu "Heita sætið" fyrir hlustendum og Gosarnir keppti innbyrðis en náðu samt að tapa fyrir gestunum.
Stelpurnar í Raddbandinu kíktu í heimsókn og sungu listilega fallegt lag
Gosarnir héldu áfram að fá tilnefningar hlustenda á "Manneskju ársins"
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-12-12
JÓLARÁS 2 - Jingle kvk í jólaskapi.
Guðrún Gunnarsdóttir - Kæri jóli.
SEAL - This Christmas.
SMITHS - Shoplifters of the world unite.
TOM ODELL - Real Love.
GEIR ÓLAFS - Jóladraumur.
GUS GUS - David [Radio Edit].
LED ZEPPELIN - Ramble On.
Tvíhöfði - Fyrirgefðu að ég rotaði þig um jólin (Úr Vikunni með Gísla Marteini).
KUNG FÚ ásamt ÞÓREY HEIÐDAL - Gemmér Jól.
ICEGUYS - Þessi týpísku jól.
Kravitz, Lenny - TK421.
Ylja - Dansaðu vindur.
GYDA - Andstæður.
HUMAN LEAGUE - Don't You Want Me.
VALDIMAR - Fyrir jól (Live - Aðventugleði Rásar 2 ?19).
HANNES FT. WATERBABY - Stockholmsvy.
BEYONCÉ - Halo.
Gossip, The - Crazy Again.
DAÐI FREYR - Allir dagar eru jólin með þér.
KK - Þjóðvegur 66.
Loreen - Is It Love.
Axel Flóvent - When the Sun Goes Down.
Edgar Smári Atlason, Jóladraumur, Íris Lind Verudóttir - Jólin verða hvít.
ERASURE - A little respect.
Bubbi Morthens - Holan.
HLJÓMAR - Jólasveinninn Minn.
Þórir Baldursson - Klukknahljóm.
SOLOMON BURKE - Presents For Christmas.
THE STONE ROSES - Waterfall.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Flugumferð er hafin á ný eftir sex tíma vinnustöðvun flugumferðastjóra í morgun. Ferðum var ýmist seinkað eða aflýst. Viðræður hefjast á ný hjá ríkissáttasemjara eftir hádegi. Fjármálaráðherra segir að tímasetning verkfallsins sé slæm og vonast eftir skjótri lausn á deilunni.
Stjórnarþingmenn í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vilja draga úr fyrirhugaðri hækkun á gjaldtöku á sjókvíaeldi um allt að helming.
Ný drög að lokasamþykkt COP28 verða lögð fram í dag. Mikil óánægja var með drög sem kynnt voru í gær og þau sögð ganga of skammt. Ráðstefnunni átti að ljúka í morgun en niðurstað hefu enn ekki náðst.
Læknir telur ólíklegt að Tómas Waagfjörð, sem lést af völdum stungusára á Ólafsfirði í október í fyrra, hafi rekið hníf í sjálfan sig. Seinni hluti aðalmeðferðar í málinu hófst í héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun.
Samkeppniseftirlitið telur að nýtt frumvarp um forgang almennings að raforku geti skert samkeppni og styrkt stöðu Landsvirkjunar á kostnað minni orkufyrirtækja.
Donald Tusk, verðandi forsætisráðherra Póllands, tekur að líkindum formlega við embætti í fyrramálið. Síðdegis í dag verður stuðningsyfirlýsing við nýja stjórn Tusks borin upp á pólska þinginu þar sem bandalag nýrra stjórnarflokka fer með meirihluta.
Ekkert fannst af íslenskri sumargotssíld fyrir austan og suðaustan land í rannsóknaleiðangri í lok nóvember. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir algengt að óvissa sé um vetursetu Íslandssíldarinnar.
Átta liða úrslit á HM kvenna í handbolta hefjast í dag. Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, mætir Hollandi og Frakkar og Tékkar eigast við.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Umsjón: Siggi Gunnars, Lovísa Rut og Gígja
Siggi og Lovísa voru í góðum gír í Popplandi dagsins. Jólaplata dagsins tekin fyrir sem og plata vikunnar, Jóladraumur með Guðmundi Jónssyni. Svo var opnað fyrir símann og tekið á móti tilnefningum fyrir manneskju ársins.
BAGGALÚTUR - Jólin eru okkar (ft. Valdimar Guðmundsson & Bríet).
SIGRÚN STELLA - Circles.
Lipa, Dua - Houdini.
Inspector Spacetime - Smástund.
HARRY BELAFONTE - Mary?s Boy Child.
Addison Villa - Skál fyrir Vésteini.
Ragnhildur Gísladóttir - Það Á Að Gefa Börnum Brauð.
Pálmi Gunnarsson, Brunaliðið - Yfir fannhvíta jörð.
Ragnhildur Gísladóttir, Brunaliðið - Lítið jólalag.
Brunaliðið, Sigrún Hjálmtýsdóttir - Hvít jól.
Ragnhildur Gísladóttir, Börn úr Öldutúnsskóla, Brunaliðið - Jóla jólasveinn.
Þórhallur Sigurðsson, Brunaliðið - Leppalúði.
Brunaliðið, Sigrún Hjálmtýsdóttir - Einmana á jólanótt.
Pálmi Gunnarsson, Brunaliðið - Náin kynni (Vitavon).
Ragnhildur Gísladóttir, Brunaliðið - Þorláksmessukvöld.
Brunaliðið - Óli Lokbrá.
Pálmi Gunnarsson, Kór Söngskólans í Reykjavík, Brunaliðið - Faðir vor.
THE BLACK KEYS - Howlin' For You.
BAGGALÚTUR - Sagan Af Jesúsi.
Laufey, Beabadoobee - A Night To Remember.
Sivan, Troye - Got Me Started.
Loreen - Tattoo.
Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius - Gömul kynni.
ÁRNASON & GDRN - Sagt er.
UNA TORFA & ELÍN HALL - Vegbúi.
Kahan, Noah - Stick Season.
Allergies, The, Smith, Marietta - Take Another Look At It.
Laufey, Jones, Norah - Better Than Snow.
Jóladraumur, Íris Lind Verudóttir - Jólin þau koma senn.
STEVIE WONDER - The Christmas Song.
Dina Ögon - Det läcker.
HERRA HNETUSMJÖR & BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Þegar þú blikkar.
Superserious - Duckface.
BROTHER GRASS - Jól (Jólalagakeppni Rásar 2 - 2010) 1.sæti.
BJÖRK & RÓSALIA - Oral.
LÓN & RAKEL - Hátíðarskap.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Endómetríósa (legslímuflakk) er alvarlegur sjúkdómur sem veldur verkjum, ófrjósemi og skerðir lífsgæði. Vitundarvakning um sjúkdóminn hefur aukist, ekki síst vegna vandaðrar fræðslu á vegum Endósamtakanna. Jón Ívar Einarsson læknir framkvæmir aðgerðir við Edómetríósu en þessar aðgerðir hafa aukið lífsgæði hundruða kvenna á öruggan og hagkvæman hátt. Jón Ívar kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.
Farþegar strætó sem ekki greiða rétt fargjald geta átt von á sektum frá og með næstu mánaðamótum. Við heyrum í Jóhannesi Svavari Rúnarssyni framkvæmdarstjóra Strætó og spyrjum hann út í þetta ásamt ýmsum öðrum breytingum sem verða hjá strætó á næstunni.
Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur er einn íbúa Grindavíkur sem þurfti að rýma heimili sitt þann 10. nóvember sl. eins líkt og aðrir íbúar bæjarins. Kristín hefur verið dugleg að deila upplifunum sínum á samfélagsmiðlum, reynt að gefa okkur hinum aðeins í hugarlund hvað fólk er að glíma við í svona aðstæðum. Kristín kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá þessu öllu saman.
Eitthvað hefur verið um það undanfarið að fólk geri sér ferð í endurvinnslustöðvar Sorpu til þess að taka hluti úr gámum og hafa þessar uppákomur að sögn Gunnars Dofra Ólafssonar samskiptastjóra Sorpu endað með átökum. Við ætlum að forvitnast betur um málið og heyra í Gunnari Dofra á eftir.
Mitt í jólastressinu ætla Jónas Sig og Lára Rúnars bjóða upp á Satsang & Söng í Móum Studio í kvöld en satsang þýðir samkoma sannleikans. Orðið satsang er dregið af sanskrít, þar sem 'sat' þýðir "hreinleiki eða sannleikur" og 'sanga' þýðir "í hópi eða félagi". Megintilgangur er að hver geti speglað sig í sannleika þess sem talar frá hjartanu. Já við ætlum að fræðast um þetta og ræða við Láru um andlega iðkun og nauðsyn hennar.
Verkfall flugumferðastjóra skall á klukkan fjögur í nótt og stóð til klukkan 10 í morgun. Verkfallið hafði veruleg áhrif á starfssemi flugfélaga sem fljúga til og frá landinu en meðan á vinnustöðvuninni stóð stöðvaðist allt flug á áðurnefndum tíma að undanskildu sjúkraflugi og flugi á vegum Landhelgisgæslunnar. Engin niðurstaða náðist á fundi Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í gær og var honum frestað í gærkvöldi og hófust viðræður á ný hjá Ríkissáttasemjara klukkkan þrjú í dag. Náist ekki samningar stefna flugumferðastjórar á aðra vinnustöðvun á fimmtudag og svo tvisvar í næstu viku. Á línunni hjá okkur er Birgir Jónsson forstjóri Play.
Kvöldfréttir útvarps
Útvarpsfréttir.
Engin niðurstaða fékkst á fundi flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Næsta vinnustöðvun verður á fimmtudag.
Hvenær má flytja heim? Er öruggt að flytja heim? Er óhætt að búa í sigdal? Þetta er meðal spurninga sem brenna á Grindvíkingum á íbúafundi sem nú stendur yfir í Laugardalshöll. Enn rís land í Svartsengi.
Forystufólk félaga og landssambanda innan ASÍ stefnir að því að ganga saman til kjaraviðræðna við SA þegar samningar losna í janúar. Formaður VR er bjartsýnn á að það takist.
Rishi Sunak, forsætisráðherra Breta er milli tveggja elda í þinginu. Óvíst er hvort flokkssystkini hans muni greiða atkvæði með frumvarpi hans um flutning flóttafólks til Rúanda. Atkvæðagreiðslan hefst eftir klukkustund
Kindum með verndandi arfgerð gegn riðu var nú í fyrsta sinn hlíft í niðurskurði fjár vegna riðu.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Rússar voru í fyrra útilokaðir frá þátttöku í Eurovision að áeggjan nokkurra sjónvarpsstöðva sem aðild eiga að EBU Evrópusamtökum útvarpsstöðva. Norrænu ríkisstöðvarnar, þar á meðal RÚV, fóru þar fremstar í flokki undir forystu Finna. Að lokum lét EBU undan, meinaði Rússum þátttöku og rak úr samtökunum. Nú eru uppi háværar raddir um að útiloka skuli Ísrael frá þátttöku í Eurovision vegna þeirra stríðsglæpa sem ljóst þykir að Ísraelsher hafi framið í stríðsrekstri sínum á Gaza. Er þetta sambærilegt? Spegillinn ræddi við Kára Hólmar Ragnarsson, lektor í alþjóðarétti og Stefán Eiríksson útvarpsstjóra.
Norska flutningaskipið Strinda er á leið til hafnar eftir að uppreisnarmenn Húta í Jemen skutu á það með flugskeyti í gær. Eldur kviknaði í skipinu, en engan sakaði.
Í skýrslu um helstu niðurstöður PISA eru settar fram tillögur um aðgerðir, vegna þess að árangur íslenskra nemenda í stærðfræðilæsi, lesskilningi og læsi á náttúruvísindi er talsvert lakari en áður hefur mælst. Þar segir að meðal annars sé nauðsynlegt að endurskoða aðalnámsskrá grunnskóla. Spegillinn leit við í Hagaskóla, hitti þar skólastjórann og doktorsnemann Ómar Örn Magnússon og bað hann að útskýra námskrár málin.
Umsjónarmaður Spegilsins var Ragnhildur Thorlacius. Tæknimaður var Kári Guðmundsson.
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Johann, JóiPé - Kallinn á tunglinu.
Eiríkur Guðmundsson, Arnar Guðjónsson - Jólin eru að koma.
Elsa Lóa McLemore - Stjarna.
Smári Guðmundsson Tónlistarm. - Bhf. Hermmansplatz.
Inki - Do I Wanna Know.
Unnur Sara Eldjárn - Once Upon a December.
Kristín Erna Blöndal - Heima er best.
Lil Curly, Háski - Jólastelpa.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Annar jólasveinninn kemur til byggða í kvöld og er væntanlega eins og sá í gær með Kvöldvaktina í botni á leiðinni og það eru Addison Villa, Real Estate, Drengurinn fengurinn, Aldís Fjóla, NewJeans, Sleaford Mods, Biig Piig, K Óla og mörg fleiri sem eru í græjunum.
Lagalistinn
ADDISON VILLA - Skál fyrir Vésteini (jólalag Rásar 2 - 2023).
Real Estate - Water Underground.
THE CURE - Lovesong.
Rakei, Jordan - Flowers.
Drengurinn Fengurinn - Það eru jól.
Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir - Quiet the Storm.
Antony and the Johnsons, ANOHNI - It Must Change
Middle Kids - Driving Home For Christmas.
Klemens Hannigan, Leifur Björnsson, Ronja Mogensen - No Time To Get Heartbroken.
Axel Flóvent - When the Sun Goes Down.
Laddi, Friðrik Dór Jónsson - Skóinn út í glugga.
Lipa, Dua - Houdini.
Sivan, Troye - Got Me Started.
Sleaford Mods - West End Girls [Pet Shop Boys Remix] (bonus track wav).
DMX - Rudolph The Red Nosed Reindeer.
Kneecap, Chatten, Grian - Better Way To Live
GORILLAZ - 19-2000.
Fever Ray - Shiver.
Biig Piig - Watch Me
Death Cab for Cutie - Christmas (Baby please come home).
Baggalútur - Beint upp í Breiðholt.
Libertines, The - Run Run Run.
Jesus and Mary Chain - Jamcod
Purrkur Pillnikk - Gluggagægir [Afturgöngur 2023].
Katrín Helga Ólafsdóttir - Seinasti dansinn okkar.
Kravitz, Lenny - TK421.
BLACK GRAPE - Reverend Black Grape.
Japanese House, The - Super Trouper.
Del Rey, Lana - Take Me Home, Country Roads.
FRANKIE GOES TO HOLLYWOOD - Power of love.
Haim hljómsveit - Hallelujah
Friðrik Ómar Hjörleifsson - Svefninn laðar.
Gallagher, Liam - All You're Dreaming Of.
Bridgers, Phoebe - So Much Wine.
Trainor, Meghan, Eldredge, Brett - Baby, It's cold outside.
Monét, Victoria - On My Mama
Wilson, Charlotte Day, BADBADNOTGOOD - Sleeper.
Magdalena Júlía Mazur Tómasdóttir - Never enough.
NewJeans - Super Shy.
Porji - You Should Know Me
Inspector Spacetime - Smástund.
Sido - Weihnacthssong
Jamiroquai - Little L
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í næsta haust eru 30 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Rokkland dagsins er tvískipt. Elín Hall (Elín Sif Hall) kemur í heimsókn og við spjöllum um nýju plötuna hennar og svo minnumst við Shane MacGowan söngvara og skálds þjóðlagapönkarana í The Pogues. Fókusinn er á anti-jólalagið Fairytale of New York sem kom út 1987 en er í dag í 4. sæti breska vinsældalistans og í toppsæti írska vinsældalistans. Útför Shane?s fór fram á föstudaginn í Dublin. Nick Cave og Glen Hansard sungu og Það var dansað. Shane*s hefur verið minnst í öllum helstu fjölmiðlum heims.