13:00
Samfélagið
Tækjaþon, viðhaldsmeðferð á Vogi og heimsókn á Þjóðskjalasafnið.
Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er nú að mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess að margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram að fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig að kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Saman gegn sóun, Úrvinnslusjóður, Sorpa og Tækniskólinn stóðu um helgina fyrir svokölluðu tækjaþoni þar sem nokkur teymi öttu kappi og reyndu að finna leiðir til að nýta raftæki betur - en raftækjasóun hér á landi er með því mesta sem gerist. Við ræðum við Birgittu Steingrímsdóttur og Hildi Mist Friðjónsdóttur, sérfræðinga í teymi hringrásarhagkerfis á Umhverfisstofnun um tækjaþonið og verðlaunatillöguna.

Samfélagið hefur undanfarið fjallað um ópíóíðafaraldurinn, og við höldum því áfram. Í dag heyrum við í Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi.

Málfarsmínúta - víla og díla.

Heimsókn á Þjóðskjalasafnið.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,