Bæn og hugleiðing að morgni dags.
Séra Hans Guðberg Alfreðsson flytur.
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.
Björn Þór Sigbjörnsson, Þórunn Elísabet Bogadóttir og Gígja Hólmgeirsdóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Stólaskipti Bjarna Benediktssonar og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur voru til umfjöllunar. Sú ráðstöfun kom sumum á óvart en öðrum ekki. Við fórum yfir atburðarásina og mátum pólitíska ástandið með Eiríki Bergmann stjórnmálafræðingi.
Við ræddum kosningarnar í Póllandi í gær og veltum fyrir okkur stöðunni í stjórnmálunum þar út frá þeim upplýsingum sem fyrir ligga - það bendir jú ýmislegt til þess að stjórnin hafi fallið. Með okkur voru fréttamennirnir Björn Mamlquist og Margrét Adamsdóttir.
Sinnepsgerð og smáframleiðsla matvæla almennt voru svo til umfjöllunar í síðasta hluta þáttarins. Býsna margt fólk framleiðir hér matvæli í smáum stíl og selur í verslanir. Í þeim hópi er Svava Hrönn Guðmundsdóttir sem framleiðir sinnep - hún er líka formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla.
Tónlist:
Young, Neil, Crazy Horse - I believe in you.
Elín Eyþórsdóttir Söebech - Get away.
Stórsveit Reykjavíkur, Egill Ólafsson - It don't mean a thing if it ain't got that swing.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur.
Útvarpsfréttir.
Veðurstofa Íslands.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Hljómsveitin Roof Tops starfaði frá 1967 til 1975 og gekk í gegnum nokkrar mannabreytingar. Sveitin lék inn á nokkrar plötur á þessu tímabili og hljóma lög af þeim í þættinum. Lögin eru: Söknuður, Það fer ekki eftir því, Ástin ein, Lalena, Eitt lítið tár, Lífið er leikur, Rock Me, I Must Have Been Dreaming, Fly Away, Chinese World, Sweet Dream og I Like To Stay With You.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
30 ár eru síðan byrjað var að bjóða upp á kennaranám við Háskólann á Akureyri. Deildin hefur stækkað og þróast í takt við tímann og námsframboðið orðið fjölbreyttara. Til að segja okkur frá þessum tímamótum og almennt frá starfsemi Kennaradeildar HA kom til okkar Birna María Brattberg Svanbjörnsdóttir deildarforseti Kennaradeildarinnar.
Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn ber hann vinkilinn við skúringar og skemmtileg lög.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Smári Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður, en hann frumsýndi nýlega hjartnæmu heimildarmyndina Heimaleikurinn og hlaut hún áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni og einni áhorfendaverðlaunin á heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panoraama. En hann sagði okkur í dag frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Smári talaði um eftirfarandi bækur:
Játningar Ágústínusar e. Ágústínus frá Hippó, þýðandi Sigurbjörn Einarsson
Húsið e. Stefán Mána
The Elephant to Hollywood e. Michael Caine
Tár, bros og takkaskór e. Þorgrím Þráinsson
TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Í DAG:
Tipp topp / Prins Póló (Svavar Pétur Eysteinsson)
Flikk flakk / Halli og Laddi (Fred Morgan og Þórhallur Sigurðsson)
Tomorrow Never Knows / The Beatles (John Lennon & Paul McCartney)
UMSJÓN: GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Dánarfregnir.
Útvarpsfréttir.
Íslenskt lag eða tónverk.
Útvarpsfréttir.
Nærri þrjú þúsund eru látin og hátt í tíu þúsund særð eftir loftárásir Ísraelshers á Gaza. Íranar segja Hamas-liða reiðubúna að sleppa gíslum ef Ísrael hættir árásum.
Það er skelfingarástand á Gaza, segir framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi. Samtökin krefjast þess að börnum sem er haldið í gíslingu verði tafarlaust sleppt og hjálparsamtök fái aðgang að átakasvæðunum.
Metkjörsókn var í þingkosningum í Póllandi í gær. Ekki er búist við lokatölum fyrr en á morgun. Samkvæmt útgönguspám er stjórnin fallin þótt Lög og réttlæti sé áfram stærsti flokkurinn.
Tólf manns, sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd, hafa leitað á náðir neyðarskýlis Rauða krosssins sem var opnað fyrir tæpum þremur vikum.
Hjartalæknir segist sennilega myndu mæla gegn því að karlmenn, 30 ára og yngri, yrðu bólusettir við COVID-19 í dag. Tilvik hjartavöðvabólgu í kringum þriðju bólusetningina voru algengust hjá þessum aldurshópi hér á landi.
Prófessor í eldfjallafræði býst ekki við eldgosi á Reykjanesskaga fyrr en næsta sumar þótt landris hafi aukist á Reykjanesskaga.
Ísland á ekki lengur möguleika á að komast á Evrópumót karla í fótbolta í undankeppni. EM-draumurinn lifir þó enn. Liðið leikur í kvöld síðasta heimaleikinn í undankeppninni.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Á rúmri viku hefur blóðugt stríð Hamas-samtakanna og Ísraelsmanna náð slíkri stigmögnun að útlit er fyrir að fleiri ríki dragist inn í átökin. Hagsmunaaðilar eru vítt og breitt um miðausturlönd en áhrifin ná einnig til Evrópu og gætu meðal annars haft áhrif á stuðning annarra landa við Úkraínu.
Þessi þáttur er fyrir þau sem skilja ekki alveg hvað er að gerast í kringum Ísrael.
Þóra Tómasdóttir bankaði uppá hjá Silju Báru Ómarsdóttur prófessor í alþjóðasamskiptumeldsnemma í morgun til að spyrja hana nokkurra einfeldningslegra spurninga um ástandið.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Saman gegn sóun, Úrvinnslusjóður, Sorpa og Tækniskólinn stóðu um helgina fyrir svokölluðu tækjaþoni þar sem nokkur teymi öttu kappi og reyndu að finna leiðir til að nýta raftæki betur - en raftækjasóun hér á landi er með því mesta sem gerist. Við ræðum við Birgittu Steingrímsdóttur og Hildi Mist Friðjónsdóttur, sérfræðinga í teymi hringrásarhagkerfis á Umhverfisstofnun um tækjaþonið og verðlaunatillöguna.
Samfélagið hefur undanfarið fjallað um ópíóíðafaraldurinn, og við höldum því áfram. Í dag heyrum við í Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi.
Málfarsmínúta - víla og díla.
Heimsókn á Þjóðskjalasafnið.
Útvarpsfréttir.
Í þættinum verður ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar verður rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti verður rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu. Netfang þáttarins: <a href="mailto:magnusre@ruv.is">magnusre@ruv.is</a>
Umsjón Magnús R. Einarsson. Þættirnir eru einnig á Hlaðvarpi Rúv <a href="http://www.ruv.is/podcast"> HLAÐVARP RÚV</a>
Í þættinum er ferðast á fáfarnar en áhugaverðar slóðir vítt og breitt um veröldina. Saga hvers staðar er rakin og tónlist tengd honum leikin. Í hverjum þætti er rætt við fólk sem hefur ferðast um viðkomandi land og það segir frá þeim áhrifum sem það varð fyrir af náttúru og menningu.
Ágúst Þór Árnason, deildarformaður lagadeildar Háskólans á Akureyri, bjó um árabil í Berlín. Í þættinum segir hann frá þeim örlagaríku dögum þegar Berlínarmúrinn féll.
Útvarpsfréttir.
Þáttur um bókmenntir, bæði hér heima og úti í heimi. Hlustendum er fylgt í gegnum lestur athyglisverðra bókmenntaverka og rætt við höfunda, útgefendur og fræðimenn um stefnur, strauma, tákn og tilvísanir.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson.
Við verðum í djúpinu í þætti dagsins. Við förum á Mýrina, alþjóðlega barnabókmenntahátíð sem er nýlokið og ræðum við verkefnastjóra hátíðarinnar Veru Knútsdóttur og einn þeirra höfunda sem voru gestir á hátíðinni, bandaríska rithöfundinn, leikarann og myndhöfundinn Jessica Love. Og í djúpinu finnum við líka ítalska rithöfundinn Italo Calvino. 100 ár eru frá fæðingu hans og ný íslensk þýðing er væntanleg á bók hans Borgirnar ósýnilegu frá Brynju Cortes Andrésdóttur. Við ræðum við hana og fleiri um höfundinn og verk hans.
Viðmælendur: Vera Knútsdóttur, Jessica Love, Stefano Rosatti, Björn Halldórsson og Brynja Cortes Andrésdóttir.
Lesari: Tómas Ævar Ólafsson
Tónlist: Pista (Fresh Start) - Los Bitchos, Innan handar - Skúli Sverrisson og Magnús Jóhann.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Kastljós fjölmiðla beinist um þessar mundir að bókamessunni í Frankfurt. Fjölmargir rithöfundar og útgefendur víðsvegar að saka aðstandendur messunnar um að þagga niður í palestínskum röddum, en athöfn sem verðlauna átti palestínska höfundinum Adaniu Shibli var tekin af dagskránni vegna atburða síðustu daga í Ísrael og Palestínu. Yfir 600 höfundar og útgefendur hafa nú sett nafn sitt undir bréf sem gagnrýnir aðstandendur bókamessunnar og bókmenntaverðlaunanna LiBeraturpreis.
Við veltum þessu fyrir okkur í þætti dagsins með Kristjáni B. Jónassyni bókaútgefanda og palestínska skáldinu Mazen Maarouf. Einnig heyrum við af 17.aldar tónskáldinu Barböru Strozzi sem var hyllt sem ein af bestu söngkonum og afkastamestu tónskáldum síns tíma og af listahátíðinni Sequences sem hófst með pompi og prakt síðastliðinn föstudag.
Útvarpsfréttir.
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Aðstæður verkafólks í Kína, kolefnisfótspor, barnaþrælar í kóbaltnámum í Kongó. Það er ýmislegt sem hönnuður siðferðilega þolanlegs snjallsíma þarf að hafa í huga. Nú er í fyrsta skipti hægt að kaupa siðlega snjallsímann, snjallsíma góða fólksins, Fairphone, á Íslandi. Við pælum í snjallsímum og siðferði með Bjartmari Oddi Þey Alexanderssyni blaðamanni.
Í dag, 16. Október á Disney fyrirtækið 100 ára afmæli. Við ætlum að halda upp á það í þættinum í dag og rifja upp þætti fyrrum lestarstjórans Önnu Marsý frá árinu 2021 - Veröldin hans Walts. Í þriðja þætti í seríunni ræddi hún við Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing á leikminjasafni Íslands og leikhúsgagnrýnanda Fréttablaðsins. Þær íhuga Disney illmenni, sem virðast öll, þegar betur er að gáð, meira og minna hinsegin.
Við spjöllum við rapparana Suavi Gualla og Lil Lowlife frá Atlanta, höfuðborg rappsins um þessar mundir, um stemninguna þar í borg, borið saman við nýja heimili þeirra Los Angeles. Þórður Ingi Jónsson ræðir við þessa meðlimi tónlistarhópsins Ball Hogg Records sem notið hefur mikillar athygli í heimi neðanjarðarrapps undanfarið.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
16. október 2023
Vígasveitir Hamas-samtakanna hafa varpað fjölda eldflauga á Tel Aviv og Jerúsalem síðustu klukkustundir. Samtökin segja árásirnar svar þeirra við árásum Ísraela á saklausa borgara.
Þó nokkrir bjuggu í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík sem kviknaði í síðdegis. Einn var fluttur á sjúkrahús. Maður sem bjó í húsinu hljóp út þegar hann heyrði í brunabjöllu.
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar segir Agnesi M. Sigurðardóttur ekki hafa verið með umboð til að víkja Gunnari Sigurjónssyni úr embætti sóknarprests við Digraneskirkju. Nefndin fellst ekki á að biskup geti verið ráðinn með ráðningarsamningi.
Ég mun vanda mig eins vel og ég mögulega get, segir nýr fjármálaráðherra um framhald á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, það sé forgangsverkefni.
Miklar breytingar voru gerðar á norsku ríkisstjórninni í dag. Helsta ástæðan fyrir breytingunum er slakt gengi Verkamannaflokksins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Þrír ráðherrar hverfa úr ríkisstjórninni.
Launaþjófnaður frá aðfluttu og ungu launafólki hleypur á hundruðum milljóna króna hér á landi á hverju ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ.
-------------
Sameinuðu þjóðirnar segja að heilbrigðiskerfið á Gazasvæðinu sé að hrynja fyrir augum heimsins. Hundruð tonna af hjálpargögnum bíða við landamæri Egyptalands og Gaza.
Ofbeldisgáttin 112.is varð til í covidfaraldrinum þegar erfitt var að nálgast upplýsingar í eigin persónu og yfirvöld hér líkt og víða annars staðar höfðu áhyggjur af vaxandi heimilisofbeldi og að fólk vissi ekki hvert hægt væri að leita til að fá aðstoð. Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri afbrotavarna hjá Ríkislögreglustjóra sem hefur unnið með Neyðarlínunni að gáttinni.
Undanfarin ár hafa verið annasöm hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hver stóratburðurinn rekið annan. En hvernig fylgjast Almannavarnir með með breytingum í náttúrunni, til að búa sig undir það sem verða vill. Björn Oddsson er fagstjóri hjá Almannavörnum
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir.
Í Krakkakiljunni er fjallað um barnabækur úr öllum áttum, bæði gamlar og nýjar. Fulltrúar bókaormaráðs KrakkaRÚV koma í heimsókn til okkar, segja frá og spyrja höfundinn út í bókina.
Umsjón: Jóhannes Ólafsson og Sigyn Blöndal
Í Krakkakiljunni í dag kynnumst við þremur bókum sem tilnefndar eru til bókaverðlauna barnanna á Sögum verðlaunahátíð barnanna 2021. Það eru samtals 10 bækur í tveimur flokkum, 5 íslenskar og 5 þýddar. Við heyrum viðtal við íslensku höfundana og Krakkakiljusérfræðingarnir Ísabel Dís Sheehan og Sölvi Þór Jörundsson Blöndal ræða allar bækurnar.
Bækur dagsins:
Orri óstöðvandi, bókin hennar Möggu Messi eftir Bjarna Fritzson
Öflugir strákar eftir Bjarna Fritzson
Handbók fyrir ofurhetjur, horfin eftir Elias og Agnesi Våhlund
Umsjón:
Jóhannes Ólafsson
Veðurstofa Íslands.
Dánarfregnir.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Tónhjólið
3.þáttur - 15. október
Umsjón: Guðni Tómasson.
Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.
Tónlistin í þættinum:
Leikin er tónlist af verðlaunaplötum breska tónlisartímaritsins Gramophone:
Ungur listamaður ársins: Stella Chen og Henry Kramer. Ständchen D.920 / 921 eftir Franz Schubert (úts. Mischa Elman) af plötunni Stella X Schubert.
Kammertónlitarplata ársins: Quatour Ebéne og Antonie Tamestit leika strengjakvintetta Mozarts - 2. kafli úr þriðja strengjakvintett í C-dúr
Hljómsveitarplata ársins og plata ársins: Danska þjóðarhljómsveitin undir stjórn Fabios Luisi leikur fjórða kafla úr fjórðu sinfóníu Carls Nielsen "Hinni óslökkvanlegu"
Píanóplata ársins: Krystian Zimerman tvær prelúdíur eftir Karols Szymanowski
Konseptplata ársins: Helen Charlston og Toby Carr flytja O lead me to some peaceful gloom eftir Henry Purcell.
Heiðursverðlaun ársins: Felicity Lott syngur One perfect rose eftir Seymor Barab við ljóð Dorothy Parker.
Rödd og hljómsveit: Véronique Gens og Sandrine Piau syngja dúettinn Ciel protecteur des malheureux úr Camille, ou Le souterrain eftir Nicolas Dalayrac. Le Concert de la Loge sveitin leikur undir stjórn Juliens Chauvin.
Bamberg sinfóníuhljómsveitin, sem er á leið í Hörpu í vor, leikur Liebestod úr Tristan og Isolde eftir Richard Wagnar.
Óbóleikarinn Gareth Hulse og píanóleikarinn Ian Brown leika Elegíu úr sónötu fyrir óbó og píanó eftir Francis Poulenc.
Viðmælendur:
Guja Sandholt segir frá óperudögum sem standa 19. - 29. október en allar nánari upplýsingar eru á operudagar.is
Brot úr viðtali frá 2018 við Veronique Gens sem er listamaður ársins í sígildri tónlist samkvæmt Gramophone.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Saman gegn sóun, Úrvinnslusjóður, Sorpa og Tækniskólinn stóðu um helgina fyrir svokölluðu tækjaþoni þar sem nokkur teymi öttu kappi og reyndu að finna leiðir til að nýta raftæki betur - en raftækjasóun hér á landi er með því mesta sem gerist. Við ræðum við Birgittu Steingrímsdóttur og Hildi Mist Friðjónsdóttur, sérfræðinga í teymi hringrásarhagkerfis á Umhverfisstofnun um tækjaþonið og verðlaunatillöguna.
Samfélagið hefur undanfarið fjallað um ópíóíðafaraldurinn, og við höldum því áfram. Í dag heyrum við í Valgerði Rúnarsdóttur, yfirlækni á Vogi.
Málfarsmínúta - víla og díla.
Heimsókn á Þjóðskjalasafnið.
Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
(Aftur í kvöld)
30 ár eru síðan byrjað var að bjóða upp á kennaranám við Háskólann á Akureyri. Deildin hefur stækkað og þróast í takt við tímann og námsframboðið orðið fjölbreyttara. Til að segja okkur frá þessum tímamótum og almennt frá starfsemi Kennaradeildar HA kom til okkar Birna María Brattberg Svanbjörnsdóttir deildarforseti Kennaradeildarinnar.
Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn ber hann vinkilinn við skúringar og skemmtileg lög.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Smári Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður, en hann frumsýndi nýlega hjartnæmu heimildarmyndina Heimaleikurinn og hlaut hún áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni og einni áhorfendaverðlaunin á heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panoraama. En hann sagði okkur í dag frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Smári talaði um eftirfarandi bækur:
Játningar Ágústínusar e. Ágústínus frá Hippó, þýðandi Sigurbjörn Einarsson
Húsið e. Stefán Mána
The Elephant to Hollywood e. Michael Caine
Tár, bros og takkaskór e. Þorgrím Þráinsson
TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Í DAG:
Tipp topp / Prins Póló (Svavar Pétur Eysteinsson)
Flikk flakk / Halli og Laddi (Fred Morgan og Þórhallur Sigurðsson)
Tomorrow Never Knows / The Beatles (John Lennon & Paul McCartney)
UMSJÓN: GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Popp og pólitík
Umsjón: Lóa Björk Björnsdóttir og Kristján Guðjónsson
Aðstæður verkafólks í Kína, kolefnisfótspor, barnaþrælar í kóbaltnámum í Kongó. Það er ýmislegt sem hönnuður siðferðilega þolanlegs snjallsíma þarf að hafa í huga. Nú er í fyrsta skipti hægt að kaupa siðlega snjallsímann, snjallsíma góða fólksins, Fairphone, á Íslandi. Við pælum í snjallsímum og siðferði með Bjartmari Oddi Þey Alexanderssyni blaðamanni.
Í dag, 16. Október á Disney fyrirtækið 100 ára afmæli. Við ætlum að halda upp á það í þættinum í dag og rifja upp þætti fyrrum lestarstjórans Önnu Marsý frá árinu 2021 - Veröldin hans Walts. Í þriðja þætti í seríunni ræddi hún við Sigríði Jónsdóttur, sérfræðing á leikminjasafni Íslands og leikhúsgagnrýnanda Fréttablaðsins. Þær íhuga Disney illmenni, sem virðast öll, þegar betur er að gáð, meira og minna hinsegin.
Við spjöllum við rapparana Suavi Gualla og Lil Lowlife frá Atlanta, höfuðborg rappsins um þessar mundir, um stemninguna þar í borg, borið saman við nýja heimili þeirra Los Angeles. Þórður Ingi Jónsson ræðir við þessa meðlimi tónlistarhópsins Ball Hogg Records sem notið hefur mikillar athygli í heimi neðanjarðarrapps undanfarið.
Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Metkjörsókn var í þingkosningum Pólverja í gær enda mikið í húfi jafnt fyrir Pólverja, Úkraínumenn og Evrópu. Samkvæmt seinni útgönguspám nær popúlíski stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti ekki hreinum meirihluta og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Borgaravettvangur Donalds Tusk gæti myndað stjórn með tveimur minni flokkum sem hafa lýst yfir samstarfsvilja. Hvað þýða þessar niðurstöður og upp úr hverju spretta þær? Margrét Adamsdóttir fréttamaður ætlar að ræða það við okkur.
Fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands sagði um helgina mikilvægt að fólk sem ætli sér að ganga á fjöll eða skoða hella nærri umbrotasvæðum á Reykjanesskaga hafi varann á. Landris hefur aukist og atburðarásin svipuð aðdraganda fyrri gosa. Við ætlum að ræða líkurnar á það gjósi fyrir jól og hvernig það gos liti út við Þorvald Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embætti fjármálaráðherra á ríkisráðsfundi á Bessastöðum um helgina. Þá sagði hún baráttuna við verðbólgu og betri nýtingu skattfjár meðal helstu áherslumála. Við ætlum að fara yfir stöðuna í efnahagsmálunum og líklega þróun fram að kosningum með Jóni Bjarka Bentssyni, aðalhagfræðingi Íslandsbanka.
Björk Guðmundsdóttir leggur um þessar mundir lokahönd á lag sem hún gefur út í lok mánaðar ásamt söngkonunni Rosaliu. Allur ágóði af laginu verður gefinn Seyðfirðingum sem höfða málsókn til að spyrna við uppbyggingu sjókvíaeldis í firðinum. Við ræðum við Björk um sjókvíeldin, náttúruverndina og nýja lagið.
Þróttarar komu saman í Laugardal í gærkvöldi til að styðja við bakið á Isaac Kwateng sem í þessum töluðu orðum er verið að senda aftur til Gana. Hann hefur verið hér á landi í nærri sex ár og hefur starfað sem vallarstjóri hjá Þrótti, leikið með liðinu og þjálfað. Honum var á sínum tíma synjað um alþjóðlega vernd og getur hann því ekki sótt um atvinnu- og dvalarleyfi til frambúðar. Við ætlum að ræða við Maríu Edwardsdóttur, framkvæmdastjóra Þróttar, um þessa stöðu.
Mánudagsíþróttirnar verða á sínum stað. Við förum yfir það áhugaverðasta í íþróttum helgarinnar og hvað mun bera hæst á góma í vikunni.
Lagalisti:
DÚKKULÍSUR - Svarthvíta hetjan mín.
Lizzo - juice.
BILLIE EILISH - What Was I Made For.
THE POLICE - Message In A Bottle.
Una Torfadóttir - Í löngu máli.
FLOTT - Segðu það bara.
BJÖRK - The Anchor Song.
Bríet - Hann er ekki þú.
LAUFEY - California and Me.
GDRN - Lætur mig Ft. Flóni.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Morgunverkin er fyrst og fremst tónlistarþáttur þar sem Þórður Helgi spilar bara það besta sem heimurinn hefur alið af sér síðustu 30-40 árin.
Morgunverkin 16. október 2023
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson
Tónlist frá útsendingarlogg 2023-10-16
JÓNAS SIG & LÚÐRASVEIT ÞORLÁKSHAFNAR - Fortíðarþrá.
CHRIS REA - Fool (If You Think It's Over).
BARA HEIÐA - Stormtrooper.
Grace, Kenya - Strangers.
Karl Örvarsson - 1700 Vindstig.
Leisure - Back in Love.
BEABADOOBEE - the way things go.
MADONNA - La Isla Bonita.
Major Pink - Nothing but love.
ÞÓRUNN & BERNDSEN - For Your Love.
LAY LOW - Forboðin ást.
Sanchez, Stephen - High.
Tatjana, Joey Christ - Gufunes.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Himinn Og Jörð.
CHICAGO - If You Leave Me Now.
Streisand, Barbra, Summer, Donna - No more tears (Enough is enough).
Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.
PAOLO NUTINI - Pencil Full Of Lead.
PULP - Do you remember the first time.
PRINCE - Let's Go Crazy.
Sigrid - Ghost.
Michael, George - Waiting for that day.
THE VERVE - Bitter Sweet Symphony.
NewDad - Angel.
Sycamore tree - Heart Burns Down.
BONG - Do You Remember.
Agnar Eldberg - Gardening.
Spacestation - Hver í fokkanum?.
Bubbi Morthens - Holan.
Bríet - Feimin(n) Ft. Aron Can & Arro.
RIHANNA - Don't Stop The Music.
Depeche Mode - My Favourite Stranger (bonus track wav).
SUZANNE VEGA - Tom's Diner (Dna Mix).
Karl orgeltríó, Rebekka Blöndal - Því ég sakna þín.
COMMUNARDS - Don't leave me this way.
Lake, Chris, Aluna - More Baby (bonus track wav).
CURE - A forest.
DAÐI FREYR - Whole Again.
Hafdís Huld Tónlistarm. - Darkest night.
Gosi - Ekki spurning.
Birkir Blær - Thinking Bout You.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Nærri þrjú þúsund eru látin og hátt í tíu þúsund særð eftir loftárásir Ísraelshers á Gaza. Íranar segja Hamas-liða reiðubúna að sleppa gíslum ef Ísrael hættir árásum.
Það er skelfingarástand á Gaza, segir framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi. Samtökin krefjast þess að börnum sem er haldið í gíslingu verði tafarlaust sleppt og hjálparsamtök fái aðgang að átakasvæðunum.
Metkjörsókn var í þingkosningum í Póllandi í gær. Ekki er búist við lokatölum fyrr en á morgun. Samkvæmt útgönguspám er stjórnin fallin þótt Lög og réttlæti sé áfram stærsti flokkurinn.
Tólf manns, sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd, hafa leitað á náðir neyðarskýlis Rauða krosssins sem var opnað fyrir tæpum þremur vikum.
Hjartalæknir segist sennilega myndu mæla gegn því að karlmenn, 30 ára og yngri, yrðu bólusettir við COVID-19 í dag. Tilvik hjartavöðvabólgu í kringum þriðju bólusetningina voru algengust hjá þessum aldurshópi hér á landi.
Prófessor í eldfjallafræði býst ekki við eldgosi á Reykjanesskaga fyrr en næsta sumar þótt landris hafi aukist á Reykjanesskaga.
Ísland á ekki lengur möguleika á að komast á Evrópumót karla í fótbolta í undankeppni. EM-draumurinn lifir þó enn. Liðið leikur í kvöld síðasta heimaleikinn í undankeppninni.
Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Sigurður Þorri Gunnarsson, Lovísa Rut Kristjánsdóttir og Matthías Már Magnússon.
Umsjón: Siggi Gunnars & Lovísa Rut
Siggi og Lovísa stjórnuðu Popplandi dagsins. Plata vikunnar heitir Bréfbátar og er ný plata frá Karl Orgeltríó. Plötur Rolling Stones skoðaðar í gæðaröð, alls konar tónlist og þessar helstu tónlistarfréttir á sínum stað.
Prins Póló - Skokk.
TRAVIS - Side.
HANNES FT. WATERBABY - Stockholmsvy.
Aron Hannes Emilsson - Child.
PRIMAL SCREAM - Rocks.
FACES - Stay With Me.
U2 - Atomic City.
MUGISON - É Dúdda Mía.
Rúnar Þór - Kóngurinn vetur.
Una Torfadóttir, Elín Hall - Bankastræti.
Porter, Gregory - Liquid spirit (radio edit).
JAMIROQUAI - Little L.
DJ Shadow - You Played Me.
MADONNA - Material Girl.
Sycamore tree - Heart Burns Down.
Karl orgeltríó, Sigga Eyrún - Steypiregn.
Ragnhildur Gísladóttir - Hvað Um Mig Og Þig?.
Stevens, Sufjan - Will Anybody Ever Love Me (.
Elín Ey - Ekkert mál (Hljómskálinn).
ÓLAFUR BJARKI - Malbik endar.
BILLIE EILISH - What Was I Made For.
Malen - Right?.
Grace, Kenya - Strangers.
Sanchez, Stephen - High.
GABRIELS - One and only.
ROLLING STONES - Miss You.
ROLLING STONES - Sympathy for the Devil.
ROLLING STONES - Angry.
ROLLING STONES - Gimme Shelter.
THE ROLLING STONES - Rocks Off.
ROLLING STONES - Wild Horses.
LAUFEY - Falling Behind.
RAYE söngkona - Worth It.
THE BAMBOOS - Ex-Files.
JÓNFRÍ - Andalúsía.
Holy Hrafn - Gult spjald.
INXS - New sensation.
Hreyfing - In Line.
Karl Orgeltríó - Bréfbátar.
CHRIS REA - The Road To Hell.
LAURYN HILL - Can?t Take My Eyes Off You.
SPACESTATION - Hvítt Vín.
JULIAN CIVILIAN - Fyrirmyndarborgari.
JÚNÍUS MEYVANT - Neon Experience.
BIG THIEF - Born For Loving You.
HELGI BJÖRNS - Besta Útgáfan Af Mér.
Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Fjölmiðlar víða um heim hafa sagt frá því að Ísraelar hafi boðað tímabundið vopnahlé til þess að hleypa erlendum ríkisborgurum út úr Gaza í gegnum Rafah landamærin. Á sama tíma myndu alþjóðlegar hjálparstofnanir nýta tækifærið og koma neyðarbirgðum til Palestínumanna á Gaza. Um helmingur íbúa Gaza eru börn og eru þau helstu fórnarlömb átakanna á milli Hamas-liða og Ísraels. Vonast er til þess að hægt verði að leysa gísla úr haldi Hamas-samtakanna á næstunni.
Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, er í Amman í Jórdaníu að ræða viðbrögð við samstarfsfélaga sína innan UNICEF við hringjum í hana.
Undanfarna mánuði hefur Brimbrettafélag Íslands unnið hörðum höndum að því að vernda ölduna sem liggur við höfnina í Þorlákshöfn. Fyrir brimbrettafólk á Íslandi er aldan talin einstök og ein sú besta í Evrópu. Margir erlendir brimbrettaiðkendur gera sér ferð hingað til Íslands sérstaklega til að njóta hennar. Nú er aldan í hættu vegna stækkunar á hafnarsvæðinu. Á eftir mun Steinar Lár Steinarsson formaður Brimbrettafélags Íslands láta í sér heyra varðandi málið.
Ólafur Hrafn Steinarsson kemur til okkar á eftir en hann er framkvæmdastjóri rafíþróttasambands Íslands. Rafíþróttadeildir hafa verið að spretta upp hjá mörgum íþróttafélögum landsins og Ólafur segir okkur frá þessum mikla áhuga og hvað meira er á döfinni í þeim efnum.
Við Íslendingar erum orðin langþreytt á leiðindar innflytjendum úr skordýraheiminum eins og lúsmý og kakkalökkum. Hér eru vonandi góðar fréttir, því Aðmírálsfiðrildi klöktust út í fyrsta sinn á Íslandi, svo vitað sé til og það á Héraði fyrir austan í haust. Það voru nemendur í Hallormstaðarskóla sem fundu bæði púpur og lirfur og leið þá ekki á löngu þar til Elínborg Sædís Pálsdóttir, líffræðingur á Héraði var komin í málið. Aðmírálsfiðrildin eru einstaklega falleg en eru þau skaðlaus íslenskri náttúru og eru þau komin til að vera? Elínborg svarar því á eftir.
Í kvöld mætir Ísland Liechtenstein í undankeppni EM í knattspyrnu karla og leikurinn verður á Laugardalsvellinum og hefst kl. 1845. Einar Örn Jónsson kemur til okkar á eftir og hitar upp fyrir leikinn.
Vegna fyrirhugaðs Vetrargarðs sem byggja á upp í Breiðholti var skíðalyftan sen hefur verið til taks á svæðinu tekin niður. Fyrirhugaðar framkvæmdir munu standa yfir næstu tvö árin og því er ljóst ekki verður hægt að renna sér á skíðum þarna fyrr veturinn 2025. Íbúar í nágrenni svæðisins hafa mótmælt því að ekki hafi verið haft nægjanlegt samráð áður en lyftan var tekin niður og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi F
Útvarpsfréttir.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
16. október 2023
Vígasveitir Hamas-samtakanna hafa varpað fjölda eldflauga á Tel Aviv og Jerúsalem síðustu klukkustundir. Samtökin segja árásirnar svar þeirra við árásum Ísraela á saklausa borgara.
Þó nokkrir bjuggu í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík sem kviknaði í síðdegis. Einn var fluttur á sjúkrahús. Maður sem bjó í húsinu hljóp út þegar hann heyrði í brunabjöllu.
Úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar segir Agnesi M. Sigurðardóttur ekki hafa verið með umboð til að víkja Gunnari Sigurjónssyni úr embætti sóknarprests við Digraneskirkju. Nefndin fellst ekki á að biskup geti verið ráðinn með ráðningarsamningi.
Ég mun vanda mig eins vel og ég mögulega get, segir nýr fjármálaráðherra um framhald á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, það sé forgangsverkefni.
Miklar breytingar voru gerðar á norsku ríkisstjórninni í dag. Helsta ástæðan fyrir breytingunum er slakt gengi Verkamannaflokksins í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Þrír ráðherrar hverfa úr ríkisstjórninni.
Launaþjófnaður frá aðfluttu og ungu launafólki hleypur á hundruðum milljóna króna hér á landi á hverju ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ASÍ.
-------------
Sameinuðu þjóðirnar segja að heilbrigðiskerfið á Gazasvæðinu sé að hrynja fyrir augum heimsins. Hundruð tonna af hjálpargögnum bíða við landamæri Egyptalands og Gaza.
Ofbeldisgáttin 112.is varð til í covidfaraldrinum þegar erfitt var að nálgast upplýsingar í eigin persónu og yfirvöld hér líkt og víða annars staðar höfðu áhyggjur af vaxandi heimilisofbeldi og að fólk vissi ekki hvert hægt væri að leita til að fá aðstoð. Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri afbrotavarna hjá Ríkislögreglustjóra sem hefur unnið með Neyðarlínunni að gáttinni.
Undanfarin ár hafa verið annasöm hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hver stóratburðurinn rekið annan. En hvernig fylgjast Almannavarnir með með breytingum í náttúrunni, til að búa sig undir það sem verða vill. Björn Oddsson er fagstjóri hjá Almannavörnum
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn útsendingar: Júlía Margrét Ingimarsdóttir.
Létt tónlist af ýmsu tagi.
Umsjón: Rósa Birgitta Ísfeld.
Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmaður: Þorsteinn Hreggviðsson.
Október bara hálfnaður strax og við fögnum því þetta ágæis mánudagskvöld með nýrri tónlist meðal annars frá Vök, Bubba, Jónfrí, Johnny Marr, Queens of the Stone Age, Chase and Status, Kenya Grace, The Kills og mörgum fleirum.
Lagalistinn
Taylor Swift - exile (ft. Bon Iver).
Bubbi Morthens - Holan.
Rúnar Þór - Kóngurinn vetur.
DIRE STRAITS - Sultans Of Swing.
Jónfrí - Aprílmáni.
Marr, Johnny - Somewhere.
Spacestation - Hver í fokkanum?.
YEAH YEAH YEAHS - Maps.
Queens of the Stone Age - Negative Space.
Kills, The - 103.
Massive Attack - Man next door.
Skinny Pelembe, Orton, Beth - Who By Fire
Streets, The - Each Day Gives
Grace, Kenya - Strangers.
Chase and Status, Trigga, Flowdan, Bou, Takura, IRAH - Baddadan.
Cyrus, Miley - Used To Be Young.
BIG STAR - Thirteen.
Soccer Mommy - I'm Only Me When I'm With You
BEABADOOBEE - the way things go.
Nirvana - Pennyroyal tea
Julian Civilian - Fyrirmyndarborgari.
Big Thief - Born For Loving You.
Hackman, Marika - No Caffeine.
COLONY HOUSE - Cannonballers.
Malen - Right?.
ELLIOT SMITH - Son Of Sam.
Stevens, Sufjan - Will Anybody Ever Love Me (.
Open Jars - Skim.
Baby Queen - Quarter Life Crisis.
BIG COUNTRY - Look Away.
U2 - Atomic City.
HAROLD FALTERMEYER - Axel F.
DJ Shadow - You Played Me.
Murphy, Róisín - You Knew
Future Utopia - This Time.
Barry Can't Swim - How It Feels
Depeche Mode - Speak To Me [HI-LO Remix].
Joy Anonymous - JOY [I Did You Wrong]
Jazzy - Feel It (Club Edit).
Audio Bullys - As We Step
Prodigy - Everybody Is In the Place
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Rás 2 sendir út samhliða beinni útsendingu í sjónvarpi frá kl. 22:15.
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.