ok

Útúrdúr

Hver er munurinn á vélritun og píanóleik?

Í þessum þætti er fjallað um hlutverk flytjandans í klassískri tónlist. Hvað felst í túlkun tónverka - annað en að spila réttar nótur í réttri röð? Hvað stendur í nótunum, og hvað vantar í þær? Og hversu miklu getur maður leyft sér að bæta við? Fram komu: Alfred Brendel, Martin Frost, Roger Scruton, Víkingur Heiðar Ólafsson, Halla Oddný Magnúsdóttir.

Frumsýnt

28. des. 2014

Aðgengilegt til

1. jan. 2026
Útúrdúr

Útúrdúr

Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.

Þættir

,