Stundin okkar: Smáseríur 2020

Þessi með jólatrénu, borgarstjóranum og hafragrautnum

Í þessum þætti af Stundinni okkar kynnumst við afrískum dansi frá Gíneu. Ásta og Ronja sýna nokkrar góðar jógaæfingar og Ylfa og Máni útbúa gómsætan hafragraut með eplamús. Krakkarnir í Stundinni fara í jólalega skógarferð í Heiðmörk og hitta m.a. Dag B. Eggertsson borgarstjóra sem er fella jólatré fyrir borgarbúa.

Frumsýnt

22. nóv. 2020

Aðgengilegt til

31. des. 2025
Stundin okkar: Smáseríur 2020

Stundin okkar: Smáseríur 2020

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.

Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.

Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.

Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.

Þættir

,