Stundin okkar: Smáseríur 2020

Þessi með húsdýragarðinum og öllu plastinu

Í þessum þætti heimsækja Erlen og Lúkas Húsdýragarðinn og kynnast selunum, hreindýrunum og refunum. Í Tilfinningalífi velta Sölvi og Júlía því fyrir sér hvers vegna við verðum stundum reið og hvernig hægt er stjórna reiðinni. Í Jörðinni fjalla Baldur og Linda um allt plastið sem er til í heiminum.

Frumsýnt

22. mars 2020

Aðgengilegt til

31. des. 2025
Stundin okkar: Smáseríur 2020

Stundin okkar: Smáseríur 2020

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.

Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.

Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.

Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.

Þættir

,