ok

Stundin okkar: Smáseríur 2020

Þessi með Söguspilinu og góðum ráðum til að hjálpa jörðinni

Í þessum þætti fara Erlen og Lúkas í heimsókn inn í stóra stúdíóið á RÚV þar sem verið er að taka upp glænýja þáttaröð af Söguspilinu. Þar fá þau fá að prófa þraut.

Í Jörðinni fara Linda og Baldur yfir það hvernig hægt er að hjálpa jörðinni okkar, hitta umhverfisráðherra og spjalla við Sævar Helga um framtíð jarðar.

Í Tilfinningalífi skoða Júlía og Sölvi hvernig skemmtilega tilfinningin Spenningur getur orðið svo sterk að hún fer að láta okkur líða undarlega.

Frumsýnt

5. apríl 2020

Aðgengilegt til

29. mars 2026
Stundin okkar: Smáseríur 2020Stundin okkar: Smáseríur 2020

Stundin okkar: Smáseríur 2020

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.

Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.

Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.

Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.

Þættir

,