Stundin okkar: Smáseríur 2020

Þessi með tónlistinni, íshellinum, skóginum og galdramanninum

Í þessum þætti kíkja Erlen og Lúkas í heimsókn til tónlistarmannsins Snorra Helgasonar og læra sitt hvað um hvað þarf til þess semja lag og texta. Í þættinum Jörðin fjalla Linda Ýr og Baldur Björn um þær miklu breytingar sem eru gerast í náttúrunni og hafa mikil áhrif á okkur. Í Rammvillt í Reykjavík stelast Addú, Arnór og Kristín inn á heimili sögukennarans og kanna stórundarlega skrifstofuna hans.

Frumsýnt

9. feb. 2020

Aðgengilegt til

31. des. 2025
Stundin okkar: Smáseríur 2020

Stundin okkar: Smáseríur 2020

Krakkar stýra fjölbreyttum smáseríum í Stundinni okkar í vetur - sem fjalla um ALLT milli himins og jarðar.

Leikin spennusería, fjörug þrauta- og spurningakeppni, girnileg matargerð, glymjandi rokktónlist og friðsamlegt jóga eru meðal þess sem verður á dagskrá í þessum elsta sjónvarpsþætti landsins.

Aðalþáttastjórnendur eru Helena Lapas, Imani Ósk Biallo, Kári Hlíðberg og Tómas Aris Dimitropoulos. Fjöldi annarra krakka kemur fram í þáttunum.

Dagskrárgerð: Eva Rún Þorgeirsdóttir og Ragnar Eyþórsson.

Þættir

,