Í þættinum heimsækjum við Grundarfjörð og hittum þar 3 hressa krakka. Þar eru svakalega flott fjöll og fallegt umhverfi og nóg um að vera. Í Kveikt´ á perunni! búum við til prump... prumpuslím meina ég og það er mikið hlegið og prumpað en hver fær yfir sig prumpuslímið í lokin? Ja, þið verðið bara að horfa á þáttinn.
Ungfrúin góða í blokkinni er stuttmynd eftir Snæfríði Eddu Ragnarsdóttur Thoroddsen 8 ára. Hún skrifaði handrit fyrir okkur og við gerðum stuttmynd eftir hennar handriti. Embla Katrín kennir okkur að búa til sumarsjeik.