Rætur

Tungumál, amma og Davor

Á Íslandi býr fólk af um það bil 140 þjóðernum og tungumálin eru á giska eitthvað yfir hundrað. Hér er fjallað um sambýli íslenskunnar og allra hinna tungumálanna á Íslandi í dag. Sigga heimsækir ömmu sína og fær heyra sögu hennar. Amma hennar var flóttamaður í Þýskalandi eftir seinni heimstyrjöldina en eftir hún réði sig sem vinnukonu í íslenskri sveit, líkt og rúmlega 300 aðrir Þjóðverjar, tók lífið nýja stefnu. Svo heyrum við sögu Davors Purusic, sem upplifði stríðið í Bosníu og er enn glíma við eftirköstin.

Frumsýnt

10. jan. 2016

Aðgengilegt til

1. jan. 2030
Rætur

Rætur

Fróðlegur og skemmtilegur þáttur um fólk sem á rætur um allan heim, en hefur af ólíkum ástæðum sest á Íslandi. Næstum því einn af hverjum tíu íbúum Íslands er af erlendum uppruna. Sumir komu hingað af því þá langaði til þess, aðrir áttu fáa aðra kosti. Einhverjir ætluðu bara rétt aðeins staldra við, en ílentust óvart á lítilli eyju í norðri. Umsjón: Sigríður Halldórsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson.

Þættir

,