Persónur og leikendur

Bryndís Pétursdóttir

Bryndís Pétursdóttir var uppgötvuð, þar sem hún starfaði á unglingsaldri sem sætavísa í Tjarnarbíói. Hún fékk tækifæri til leika í nokkrum af kvikmyndum Lofts Guðmundssonar á 5. áratugnum og vakti töluverða athygli. Bryndís veiktist af þessum völdum af leiklistarbakteríunni og hefur ekki almennilega læknast síðan. Hún segir frá hvernig stelputrippi rekur sig á í hörðum heimi leiklistarinnar og ræðir um vel nýtt og ónýtt tækifæri í þessu listformi. Bryndís lék í Þjóðleikhúsinu um áratugaskeið og hafði sig lítið í frammi. Hennar „endurkoma“ var í hinni umdeildu sjónvarpsmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Vandarhöggi, en þar lék hún með skegg og gerði stormandi lukku. Í þættinum um Bryndísi sjá brot úr fyrstu talmyndum sem gerðar voru á Íslandi, en í þeim lék Bryndís aðal-kvenhlutverkin.

Frumsýnt

17. jan. 2016

Aðgengilegt til

3. jan. 2025
Persónur og leikendur

Persónur og leikendur

Þáttaröð frá 2009 þar sem Eva María Jónsdóttir ræðir við nokkra af ástsælustu leikurum þjóðarinnar. Dagskrárgerð: Haukur Hauksson.

Þættir

,