Hátíðavandinn
Í þessum þætti fjöllum við um það sem við köllum hátíðavandann - tilraunir til að kvikmynda stórhátíðir sem Íslendingar héldu, líkt og Alþingishátíðina 1930 og Lýðveldishátíðina 1944.
Kvikmyndasafn Íslands geymir fjársjóð af kvikmyndum sem sýna íslenskan veruleika snemma á síðustu öld. Egill Helgason og Gunnar Tómas Kristófersson rýna efni og sýna efni sem jafnvel enginn hefur séð. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson.