ok

Kiljan

Kiljan

Í þessari síðustu Kilju fyrir jól verður farið vestur á Rauðasand og spjallað við Steinunni Kristjánsdóttur fornleifafræðing um Dauðadóminn. Það er bók sem hún hefur skrifað um örlög Bjarna Bjarnasonar á Sjöundá sem var tekinn af lífi fyrir morð árið 1805. Steinunn hefur ýmsar efasemdir um þetta fræga sakamál. Stefán Máni segir frá spennusögu sinni Dauðinn einn var vitni og Benný Sif Ísleifsdóttir ræðir um nýja skáldsögu sína sem nefnist Speglahúsið. Kafalda er skáldsaga eftir Úlfar Þormóðsson, hrollvekja sem gerist í náinni framtíð - hann segir okkur frá henni. Þá er að nefna Einar Örn Gunnarsson með smásagnasafnið Krydd lífsins og Hildi Knútsdóttur með ungmennabókina Kaisu og Magdalenu. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Syni himnasmiðs eftir Guðmund Andra Thorsson, Dótarímur eftir Þórarin Eldjárn, Moldina heita eftir Birgittu Björgu Guðmarsdóttur og Gólem eftir Steinar Braga.

Frumsýnt

18. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,