Kiljan

Kiljan

Guðrún Eva Mínervudóttir er meðal gesta í Kilju vikunnar. Hún segir frá bók sinni Í skugga trjánna en þar er meðal annars fjallað um tvö hjónabönd og tvo skilnaði - flokka bókina sem skáldævisögu. Tómas Ævar Ólafsson ræðir fyrstu skáldsögu sína sem nefnist Breiðþotur og hefur þegar vakið nokkra athygli. Þetta er saga um heim á hverfanda hveli í kjölfar mikils gagnaleka. Gengið til friðar er bók sem segir frá baráttunni gegn veru Bandaríkjahers á Íslandi - frá sjónarhóli herstöðvaandstæðinga. Þetta er fróðleg bók með með ríkulegu myndefni úr sögu þessarar baráttu. Árni Hjartarson, ritstjóri bókarinnar, kemur í þáttinn. Magnús Lyngdal Magnússon segir frá bókinni Klassískri tónlist og gefur okkur smá innsýn í stórt hljóðritasafn sitt. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um Ferðalok eftir Arnald Indriðason, Speglahúsið eftir Benný Sif Ísleifsdóttur og Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen eftir Braga Pál Sigurðarson.

Frumsýnt

13. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,