Kiljan

Kiljan 23. október 2024

Glænýjar bækur eru á dagskrá Kijunnar í þessari viku. Þórdís Þúfa Björnsdóttir segir okkur frá bók sinni Þín eru sárin en Ófeigur Sigurðsson ræðir skáldsöguna Skrípið. Við fjöllum um nýja ævisögu skáldsins Sigurðar Breiðfjörð en hana hefur Óttar Guðmundsson ritað. Linda Vilhjálmsdóttir spjallar við okkur um nýútkomið heildarsafn ljóða sinna - það nefnist einfaldlega Safnið. Gagnrýnendur þáttarins fjalla um þrjár bækur: Glerþræði eftir Magnús Sigurðsson, Óljós eftir Geir Sigurðsson og Grænmetisætuna eftir nýja Nóbelsverðlaunahafann Han Kang.

Frumsýnt

23. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kiljan

Kiljan

Þáttur sem er löngu orðinn ómissandi í bókmenntaumræðunni í landinu. Egill og bókelskir félagar hans fjalla sem fyrr um forvitnilegar bækur af ýmsum toga og úr öllum áttum. Umsjón: Egill Helgason. Dagskrárgerð: Jón Víðir Hauksson.

Þættir

,