Í 50 ár

Akranes í 50 ár

Í þessum þætti heyrum við meðal annars sögu Helgu Sturlaugsdóttur sem vaknaði upp við vondan draum í orðsins fyllstu merkingu fyrir rétt um fjörtíu árum þegar æskuheimilið hennar eyðilagðist í sprengingu. Við rifjum upp Húsafellsmótin þar sem menn lögðu mikið á sig til lauma áfengi inn á svæðið og hugmyndaflugið náði miklum hæðum. Við sjáum Hvalfjarðargöngin verða til og Akraborgina hverfa, böðum okkur á Langasandi, hittum St. Fransiskussystur í Stykkishólmi og sjáum hvalavöðu strandaða á Rifi. Allt gerast á Akranesi og nágrenni á sunnudaginn kemur.

Frumsýnt

17. júlí 2016

Aðgengilegt til

19. mars 2025
Í 50 ár

Í 50 ár

Árið 2016 voru fimmtíu ár síðan Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar og á þessum fimmtíu árum hefur það sýnt ógrynni af efni allstaðar af landinu. Í 50 ár eru níu sjónvarpsþættir sem sendir voru út frá vel völdum stöðum á landinu sumarið 2016 þar sem rifjaðar voru upp sögur og svipmyndir af sjónvarpssögu viðkomandi landshluta. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson.

Þættir

,