Í 50 ár

Höfn í 50 ár

Í þessum þætti bregðum við upp svipmyndum úr safni sjónvarpsins frá Suðausturlandi. Við fylgjumst með þegar bílar eru ferjaðir yfir jökulfljót á gömlum bryndreka. Við sjáum fyrstu brýrnar sem komu á þessi sömu fljót og fræðumst um hversu mikil bylting það var. Við leitum Gullskipinu og rifjum upp gullæðið á Skeiðarársandi. Við fáum sýnishorn af hornfirksri leiklist og heyrum hornfirska tóna. Síðan hittum við sjálfst „sjónvarpsbarnið“ sem fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í haust.

Frumsýnt

26. júní 2016

Aðgengilegt til

19. mars 2025
Í 50 ár

Í 50 ár

Árið 2016 voru fimmtíu ár síðan Ríkisútvarpið hóf sjónvarpsútsendingar og á þessum fimmtíu árum hefur það sýnt ógrynni af efni allstaðar af landinu. Í 50 ár eru níu sjónvarpsþættir sem sendir voru út frá vel völdum stöðum á landinu sumarið 2016 þar sem rifjaðar voru upp sögur og svipmyndir af sjónvarpssögu viðkomandi landshluta. Umsjónarmenn: Gísli Einarsson og Guðrún Gunnarsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson.

Þættir

,