Hljómskálinn

Músíkölsk pör

Allir elska tónlistarfólk. Stundum elskar tónlistarfólk meira segja hvert annað. Við ræðum við músíkölsk pör úr íslenska tónlistarbransanum, fáum vita hvað dró þau saman, hvað drífur þau áfram og hvað heldur þeim við efnið. Ofurpörin Salka Sól og Arnar Freyr og Ellen Kristjáns og Eyþór Gunnars vinna lag saman.

Frumsýnt

1. mars 2020

Aðgengilegt til

20. feb. 2025
Hljómskálinn

Hljómskálinn

Hljómskálinn snýr aftur, stappfullur af íslenskri tónlist. Í Hljómskálanum er farið vítt og breitt yfir sviðið í tali og tónum auk þess sem tónlistarfólk úr ólíkum áttum vinnur lög sérstaklega fyrir þættina. Unnið er með ólík þemu í hverjum þætti, á borð við mat, hættulega tónlist, ímynd og peninga. Hljómskálinn er í umsjón Sigtryggs Baldurssonar. Honum til halds og trausts er sérstök greiningardeild þeirra Braga Valdimars Skúlasonar og Guðmundar Kristins Jónssonar. Framleiðsla: Stjörnusambandsstöðin.

Þættir

,