Fram og til baka

Ilmur Kristjáns og Konukot

Gestur í Fimmunni var Ilmur Kristjánsdóttir sem leyfði okkur heyra fimm jólalög sem hafa fylgt henni í gegnum tíðina. Fyrsta lagið var með Dananum John Mogensen sem söng loften sidder nissen. Tilefnið var Ilmur bjó með fjölskyldunni í Danmörku þegar hún var sjö ára og á hlýjar minningar þaðan. Ilmur stendur fyrir átaki um hver jól þar sem kertastjakinn Glóð er seldur til styrktar Rótinni og Konukoti, en Ilmur er einn af stofnendum Rótarinnar. Kertastjakinn er hönnun og smíði Erlings Jóhannessonar gullsmiðs.

Frumflutt

13. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Fram og til baka

Fram og til baka

Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.

Þættir

,