Mið-Kárastaðir
Leiðin liggur norður í Húnavatnssýslu, að Mið-Kárastöðum. Guðni Tómasson skoðar bæinn sem lætur lítið yfir sér en er meira í nútímanum en virðist við fyrstu sýn.
Önnur þáttaröð um eyðibýli á Íslandi. Þar sem á árum áður voru reisulegir sveitabæir með iðandi mannlífi standa nú húsin tóm. Rætt er um byggingu bæjanna og talað við fólk sem tengist stöðunum á einn eða annan hátt. Farið er í Fjallssel, Hraun, Langholtspart, Mið-Kárastaði, Núpsstað og Selstaði. Umsjón: Guðni Kolbeinsson. Dagskrárgerð: Björn Emilsson.