Andri á flandri

Norðurland

Við Mývatn rekst Andri á mjög athyglisverða konu sem gengur um með hrút í bandi og hjörð af lömbum á eftir sér. Norður á Húsavík votta Andri og Tómas limi Páls Arasonar virðingu í Reðursafninu heimsfræga. Eftir bað í ostakarinu, einu best geymda leyndamáli Húsvíkinga, er ferðinni svo heitið á bíladagana á Akureyri. Þar kynnist Andri orginal töffara. Á Dalvík spáir Andri í veðrið með meðlimum veðurklúbbsins áður en hann drífur sig á sveitaball á Höfða, lengst inn í Svarfaðardal.

Frumsýnt

29. júlí 2011

Aðgengilegt til

24. nóv. 2024
Andri á flandri

Andri á flandri

Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fór á flakk um Ísland í sumar ásamt bolabítnum Tómasi á forláta húsbíl, Litla kút nafni. Saman keyrðu vinirnir krókaleiðir kringum landið í leit því skrýtna og skemmtilega. Hvar er Valdi koppasali í dag? Hefur Palli í Hlíð í raun og veru skotið og drepið allar tegundir af spendýrum á Íslandi? Er lyklakippusafn Grétu á Reyðarfirði á heimsmælikvarða? Hver er meðalgreindarvísitalan á Bíladögum á Akureyri? Er hægt keyra húsbíl yfir jökulsá? Við þessum og fleiri spurningum fást loks svör því Andri fer sannarlega ótroðnar slóðir á ferðalagi sínu um landshlutana sex.

Þættir

,