Andri á flandri

Suðurnes

Andri og Tómas finna Gráa lónið við Reykjanesvita áður en þeir fara til Keflavíkur í skoðunarferð um stúdíó Rúnars heitins Júl, Geimstein. Heima hjá Gylfa Ægis í Vogum á Vatnsleysuströnd kemst Andri því hversu liðtækur myndlistarmaður kallinn er. Eftir ítarlega myndlistarsýningu sest svo Gylfi niður við skemmtarann í stofunni og gerir allt vitlaust. Í Mosfellsbæ gengur Andri úr skugga um hvort Álafosshverfið í raun og veru Kristjanía Íslands. Ferðalagið endar svo suður í Hafnarfirði í spennandi heimsókn hjá vélhjólaklúbbnum Óskabörnum Óðins.

Frumsýnt

19. ágúst 2011

Aðgengilegt til

15. des. 2024
Andri á flandri

Andri á flandri

Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fór á flakk um Ísland í sumar ásamt bolabítnum Tómasi á forláta húsbíl, Litla kút nafni. Saman keyrðu vinirnir krókaleiðir kringum landið í leit því skrýtna og skemmtilega. Hvar er Valdi koppasali í dag? Hefur Palli í Hlíð í raun og veru skotið og drepið allar tegundir af spendýrum á Íslandi? Er lyklakippusafn Grétu á Reyðarfirði á heimsmælikvarða? Hver er meðalgreindarvísitalan á Bíladögum á Akureyri? Er hægt keyra húsbíl yfir jökulsá? Við þessum og fleiri spurningum fást loks svör því Andri fer sannarlega ótroðnar slóðir á ferðalagi sínu um landshlutana sex.

Þættir

,