Andri á flandri

Suðurland

Í þessum þætti hefst ferðalag Andra og Tómasar. Eftir stutt stopp hjá Valda koppasala er ferðinni heitið í gegnum Þrengslin og á fund Hilmars miðils í Þorlákshöfn. Þar forvitnast Andri um hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þá ferðafélaga. Svörin sem hann fær handan eru mörg og misskýr. Andri aðstoðar síðan Pál bónda á Sandhóli við merkja lömbin, á gamla mátann. Eftir tvíhleypu á Selfossi (tvær pyslur í einu brauði) og bað í Seljavallalaug standa þeir Andri og Tómas vaktina með lögreglunni á Kirkjubæjarklaustri.

Frumsýnt

15. júlí 2011

Aðgengilegt til

10. nóv. 2024
Andri á flandri

Andri á flandri

Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fór á flakk um Ísland í sumar ásamt bolabítnum Tómasi á forláta húsbíl, Litla kút nafni. Saman keyrðu vinirnir krókaleiðir kringum landið í leit því skrýtna og skemmtilega. Hvar er Valdi koppasali í dag? Hefur Palli í Hlíð í raun og veru skotið og drepið allar tegundir af spendýrum á Íslandi? Er lyklakippusafn Grétu á Reyðarfirði á heimsmælikvarða? Hver er meðalgreindarvísitalan á Bíladögum á Akureyri? Er hægt keyra húsbíl yfir jökulsá? Við þessum og fleiri spurningum fást loks svör því Andri fer sannarlega ótroðnar slóðir á ferðalagi sínu um landshlutana sex.

Þættir

,